Langafasta handan við hornið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 15:30 Þessir herramenn gæddu sér á saltkjöti og baunasúpu í Múlakaffi í dag. vísir/hanna Sprengidagur er í dag sem þýðir að langafasta er handan við hornið. Langafasta, eða sjöviknafasta, hefst venju samkvæmt á morgun, öskudag. Sprengidagurinn er því seinasti dagurinn fyrir lönguföstu og eins og flestir kannast við þá er það góður íslenskur siður að fá sér saltkjöt og baunasúpu á þessum degi. Ljósmyndari Vísis leit við í Melabúðinni og á veitingastaðnum Múlakaffi um hádegisbil í dag þar sem margt var um manninn enda hefur verið boðið upp á saltkjöt og baunasúpu á sprengidegi í Múlakaffi í áratugi. Var vel látið að saltkjötinu sem var í boði í dagi. Þá var einnig mikið að gera í saltkjötinu í Melabúðinni og víst að margir munu bjóða upp á þessa sígildu máltíð í kvöld. Um lönguföstu segir svo á Vísindavef Háskóla Íslands: „Langafasta hefst samkvæmt venju á miðvikudegi í sjöundu viku fyrir páska, það er að segja á öskudag, sem getur verið á bilinu frá 4. febrúar til 10. mars. Nafnið á rætur í því að í kaþólskum sið var ösku dreift yfir höfuð iðrandi kirkjugesta þennan dag. Aska hefur löngum verið tákn hins óverðuga, eins og víða má sjá í Biblíunni og nægir þar að vitna í Mósebók: „Æ, ég hef dirfst að tala við Drottin, þótt ég sé duft eitt og aska.“ Í augum margra kristinna eru þetta sjö helgustu vikur ársins.“ Smári B. Ólafsson var sáttur við saltkjötið sem boðið var upp á í Múlakaffi.Vísir/Hanna Starfsmaður Melabúðarinnar segir nóg hafa verið að gera í saltkjötinu í dag.vísir/hanna Gunnar Guðlaugsson fannst saltkjötið í Múlakaffi bragðast bara nokkuð vel.vísir/hanna Sprengidagur er síðasti dagurinn fyrir lönguföstu sem hefst á morgun.vísir/hanna Sprengidagur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Sprengidagur er í dag sem þýðir að langafasta er handan við hornið. Langafasta, eða sjöviknafasta, hefst venju samkvæmt á morgun, öskudag. Sprengidagurinn er því seinasti dagurinn fyrir lönguföstu og eins og flestir kannast við þá er það góður íslenskur siður að fá sér saltkjöt og baunasúpu á þessum degi. Ljósmyndari Vísis leit við í Melabúðinni og á veitingastaðnum Múlakaffi um hádegisbil í dag þar sem margt var um manninn enda hefur verið boðið upp á saltkjöt og baunasúpu á sprengidegi í Múlakaffi í áratugi. Var vel látið að saltkjötinu sem var í boði í dagi. Þá var einnig mikið að gera í saltkjötinu í Melabúðinni og víst að margir munu bjóða upp á þessa sígildu máltíð í kvöld. Um lönguföstu segir svo á Vísindavef Háskóla Íslands: „Langafasta hefst samkvæmt venju á miðvikudegi í sjöundu viku fyrir páska, það er að segja á öskudag, sem getur verið á bilinu frá 4. febrúar til 10. mars. Nafnið á rætur í því að í kaþólskum sið var ösku dreift yfir höfuð iðrandi kirkjugesta þennan dag. Aska hefur löngum verið tákn hins óverðuga, eins og víða má sjá í Biblíunni og nægir þar að vitna í Mósebók: „Æ, ég hef dirfst að tala við Drottin, þótt ég sé duft eitt og aska.“ Í augum margra kristinna eru þetta sjö helgustu vikur ársins.“ Smári B. Ólafsson var sáttur við saltkjötið sem boðið var upp á í Múlakaffi.Vísir/Hanna Starfsmaður Melabúðarinnar segir nóg hafa verið að gera í saltkjötinu í dag.vísir/hanna Gunnar Guðlaugsson fannst saltkjötið í Múlakaffi bragðast bara nokkuð vel.vísir/hanna Sprengidagur er síðasti dagurinn fyrir lönguföstu sem hefst á morgun.vísir/hanna
Sprengidagur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira