Áhyggjuefni hversu margt ungt fólk tekur smálán Þórdís Valsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 18:39 Í tilkynningu Umboðsmanns skuldara kemur fram að smálán eru sífellt stærri hluti af heildarkröfum þeirra sem leita sér aðstoðar hjá embættinu. Vísir/Vilhelm Hlutfall ungs fólks sem leitar sér aðstoðar hjá Umboðsmanni skuldara fer hækkandi og eru smálán sívaxandi hlutfall af heildarkröfum þeirra. Þá eru smálán orðin algengari en fasteignalán. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umboðsmanni skuldara. „Nú er svo komið að hlutfall smálána af heildarskuldum umsækjenda er nú í fyrsta skipti hærra en hlutfall fasteignalána,“ er haft eftir Ástu Sigrúnu Helgadóttur í tilkynningunni. Þá hefur hlutfall smálána af heildarkröfum umsækjenda um greiðsluaðlögun aukist um 25 prósent frá árinu 2015 en á sama tíma lækkaði hlutfall fasteignalána um fimmtán prósent. Fjöldi þeirra sem leita til Umboðsmanns skuldara hefur aukist á síðustu árum en á síðasta ári bárust 470 umsóknir um greiðsluaðlögun, samanborið við 386 árið 2015. Í tilkynningunni kemur fram að þetta megi að hluta til rekja til aukins fjölda yngra fólks sem er jafnframt sá hópur sem tekur frekar smálán. Allt að sextíu prósent umsækjenda eru á milli 18-39 ára, eða 37,2% um greiðsluaðlögun og 56,3% umsækjenda um ráðgjöf. Að sögn Ástu er mesta aukningin í yngsta aldurshópnum, 18 til 29 ára. „Svo virðist sem yngra fólk leiti frekar til smálánafyrirtækja og flækist fljótt í skuldavef sem erfitt getur verið að losna úr,“ segir Ásta.Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara.Vísir/ValgarðurAukin fræðsla um fjármál nauðsynleg Ásta Sigrún hefur áhyggjur af þróun mála og áhrifum smálána á fjármál yngra fólks. Hún segir að þörf sé á því að efla fjármálafræðslu í skólum landsins. Umboðsmaður skuldara hyggst beita sér fyrir því á þessu ári að sögn Ástu og hefur embætti Umboðsmanns skuldara þegar átt samtal við Samband íslenskra framhaldsskólanema. „Með þessu aukna aðgengi að lánsfé er enn mikilvægara að fjármálalæsi verði aukið og þeir sem taki þessi lán sé vel upplýstir um hvað það kostar og hverjar afleiðingarnar eru ef þau falla í vanskil,“ segir Ásta Sigrún að lokum. Smálán Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira
Hlutfall ungs fólks sem leitar sér aðstoðar hjá Umboðsmanni skuldara fer hækkandi og eru smálán sívaxandi hlutfall af heildarkröfum þeirra. Þá eru smálán orðin algengari en fasteignalán. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umboðsmanni skuldara. „Nú er svo komið að hlutfall smálána af heildarskuldum umsækjenda er nú í fyrsta skipti hærra en hlutfall fasteignalána,“ er haft eftir Ástu Sigrúnu Helgadóttur í tilkynningunni. Þá hefur hlutfall smálána af heildarkröfum umsækjenda um greiðsluaðlögun aukist um 25 prósent frá árinu 2015 en á sama tíma lækkaði hlutfall fasteignalána um fimmtán prósent. Fjöldi þeirra sem leita til Umboðsmanns skuldara hefur aukist á síðustu árum en á síðasta ári bárust 470 umsóknir um greiðsluaðlögun, samanborið við 386 árið 2015. Í tilkynningunni kemur fram að þetta megi að hluta til rekja til aukins fjölda yngra fólks sem er jafnframt sá hópur sem tekur frekar smálán. Allt að sextíu prósent umsækjenda eru á milli 18-39 ára, eða 37,2% um greiðsluaðlögun og 56,3% umsækjenda um ráðgjöf. Að sögn Ástu er mesta aukningin í yngsta aldurshópnum, 18 til 29 ára. „Svo virðist sem yngra fólk leiti frekar til smálánafyrirtækja og flækist fljótt í skuldavef sem erfitt getur verið að losna úr,“ segir Ásta.Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara.Vísir/ValgarðurAukin fræðsla um fjármál nauðsynleg Ásta Sigrún hefur áhyggjur af þróun mála og áhrifum smálána á fjármál yngra fólks. Hún segir að þörf sé á því að efla fjármálafræðslu í skólum landsins. Umboðsmaður skuldara hyggst beita sér fyrir því á þessu ári að sögn Ástu og hefur embætti Umboðsmanns skuldara þegar átt samtal við Samband íslenskra framhaldsskólanema. „Með þessu aukna aðgengi að lánsfé er enn mikilvægara að fjármálalæsi verði aukið og þeir sem taki þessi lán sé vel upplýstir um hvað það kostar og hverjar afleiðingarnar eru ef þau falla í vanskil,“ segir Ásta Sigrún að lokum.
Smálán Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira