Raunvextir á krossgötum Agnar Tómas Möller skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Nýjasta tölublað tímaritsins Vísbendingar inniheldur fróðlega grein eftir Gylfa Magnússon, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands. Þar rekur hann meðal annars þróun raunvaxtastigs á Íslandi og veltir upp áhrifum lægri raunvaxta og mikils innlends sparnaðar, á þróun lífeyriskerfisins og fjármálamarkaðanna. Í grein Gylfa kemur m.a. fram að raunvextir voru hérlendis um 6% á sjöunda áratug 20. aldarinnar og fóru þá lækkandi. Eftir að Ólafslög voru sett 1979, sem kváðu á um almenna heimild til verðtryggingar fjárskuldbindinga, hækkuðu raunvextir mikið, eða um og yfir 9%, enda hafði peningalegur sparnaður landsmanna minnkað eftir áratuga langa skömmtun lána og handstýrðra neikvæðra raunvaxta. Síðan þá hafa raunvextir langra ríkisskuldabréfa verið í hægfara lækkunarfasa. Á árunum fyrir fjármálahrun voru þeir um 4%, og hafa svo einkum seinustu ár lækkað nokkuð hratt og eru nú um og undir 2%. Í nýlegri rannsóknargrein sem ber heitið „The rate of everything, 1870-2015“ hefur verið safnað saman gögnum sem lýsa með nákvæmum hætti verðþróun helstu eignamarkaða 16 iðnríkja frá 1870 til 2015, þar á meðal raunvaxtaþróun. Þar kemur fram að mjög neikvæðir raunvextir eru síður en svo einsdæmi á seinustu 150 árum, og jafnframt að sams konar þróun hefur átt sér stað erlendis líkt og hér.Langtímaraunvextir umræddra ríkja hafa hægt og rólega verið að síga úr um 7-8% á níunda áratugnum, niður í um -0,5% að meðaltali í dag. Í því sambandi má nefna aðra áhugaverða nýlega ritgerð, „Eight centuries of the risk free rate“, hvar niðurstöður benda til að raunvextir kunni að hafa verið í samfelldum lækkunarfasa frá 14. öld! Í það minnsta hefur meðaltal raunvaxta hverrar aldar verið lægra en þeirrar á undan og þeim kröftum sem einkum knýja lægri raunvexti virðist vera að vaxa ásmegin. Má þar nefna útlit um lægri framleiðniaukningu, sem leiðir til minni fjárfestingar og aukins sparnaðar, sem og hækkandi lífaldur sem eykur sparnað og ýtir niður raunvöxtum. Það er hægt að taka undir orð Gylfa um að mjög lágir og jafnvel neikvæðir raunvextir séu ekki með öllu jákvæðir, þeir geta sem dæmi haft slæm áhrif á ávöxtun lífeyrissparnaðar og búið til eignabólur. Þó raunvextir hér á landi hafi, líkt og erlendis, farið lækkandi þá er sláandi að sjá hvernig raunvaxtamunur við útlönd hefur verið hér viðvarandi 2-4% í langan tíma. Sparnaðarstig á Íslandi er óvenju hátt (9. hæsta í OECD), skuldir hins opinbera eru lágar í alþjóðlegum samanburði (14. sæti yfir öll ríki, án tillits til næstmesta lífeyrissparnaðar í heimi) og Íslendingar eru hreinir lánveitendur til útlanda. Allir þessir þættir ættu fremur að ýta undir lægra raunvaxtastig en ella. Í stað þess að njóta góðs af hagfelldum skilyrðum hér heima þá hefur Seðlabanki Íslands keyrt á harðri vaxtastefnu sem er múruð innan fjármagnshafta. Þrátt fyrir að verðbólga hafi verið að meðaltali langt undir verðbólgumarkmiði síðastliðin fjögur ár, hafa vextir hlutfallslega lítið lækkað. Rök Seðlabankans fyrir því hafa verið mikil spenna í hagkerfinu (sem hefur verið ofmat) og mikill hagvöxtur. Þá hafa stíf innflæðishöft, sem af einhverjum ástæðum hafa staðið óhreyfð í næstum tvö ár, búið til talsverðan fjármagnsskort til innlendra fyrirtækja og þar af leiðandi keyrt upp vaxtakostnað raunhagkerfisins. Vaxtastefnan stendur hins vegar nú á tímamótum. Hagvöxtur á Íslandi stefnir í að vera rétt yfir meðaltali OECD á þessu ári og miðað við núverandi mat á framleiðsluspennu er ljóst að raunvextir á Íslandi eru sannkallað útgildi borið saman við önnur lönd, líkt og sést á meðfylgjandi mynd. Valið stendur því á milli áframhaldandi hárra raunvaxta með því að girða íslenskt atvinnulíf frá erlendu fjármagni innan fjármagnshafta, eða að leyfa raunvöxtum hér að renna saman við vaxtastig erlendis. Þá er engin þörf lengur á höftum.Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá GAMMA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýjasta tölublað tímaritsins Vísbendingar inniheldur fróðlega grein eftir Gylfa Magnússon, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands. Þar rekur hann meðal annars þróun raunvaxtastigs á Íslandi og veltir upp áhrifum lægri raunvaxta og mikils innlends sparnaðar, á þróun lífeyriskerfisins og fjármálamarkaðanna. Í grein Gylfa kemur m.a. fram að raunvextir voru hérlendis um 6% á sjöunda áratug 20. aldarinnar og fóru þá lækkandi. Eftir að Ólafslög voru sett 1979, sem kváðu á um almenna heimild til verðtryggingar fjárskuldbindinga, hækkuðu raunvextir mikið, eða um og yfir 9%, enda hafði peningalegur sparnaður landsmanna minnkað eftir áratuga langa skömmtun lána og handstýrðra neikvæðra raunvaxta. Síðan þá hafa raunvextir langra ríkisskuldabréfa verið í hægfara lækkunarfasa. Á árunum fyrir fjármálahrun voru þeir um 4%, og hafa svo einkum seinustu ár lækkað nokkuð hratt og eru nú um og undir 2%. Í nýlegri rannsóknargrein sem ber heitið „The rate of everything, 1870-2015“ hefur verið safnað saman gögnum sem lýsa með nákvæmum hætti verðþróun helstu eignamarkaða 16 iðnríkja frá 1870 til 2015, þar á meðal raunvaxtaþróun. Þar kemur fram að mjög neikvæðir raunvextir eru síður en svo einsdæmi á seinustu 150 árum, og jafnframt að sams konar þróun hefur átt sér stað erlendis líkt og hér.Langtímaraunvextir umræddra ríkja hafa hægt og rólega verið að síga úr um 7-8% á níunda áratugnum, niður í um -0,5% að meðaltali í dag. Í því sambandi má nefna aðra áhugaverða nýlega ritgerð, „Eight centuries of the risk free rate“, hvar niðurstöður benda til að raunvextir kunni að hafa verið í samfelldum lækkunarfasa frá 14. öld! Í það minnsta hefur meðaltal raunvaxta hverrar aldar verið lægra en þeirrar á undan og þeim kröftum sem einkum knýja lægri raunvexti virðist vera að vaxa ásmegin. Má þar nefna útlit um lægri framleiðniaukningu, sem leiðir til minni fjárfestingar og aukins sparnaðar, sem og hækkandi lífaldur sem eykur sparnað og ýtir niður raunvöxtum. Það er hægt að taka undir orð Gylfa um að mjög lágir og jafnvel neikvæðir raunvextir séu ekki með öllu jákvæðir, þeir geta sem dæmi haft slæm áhrif á ávöxtun lífeyrissparnaðar og búið til eignabólur. Þó raunvextir hér á landi hafi, líkt og erlendis, farið lækkandi þá er sláandi að sjá hvernig raunvaxtamunur við útlönd hefur verið hér viðvarandi 2-4% í langan tíma. Sparnaðarstig á Íslandi er óvenju hátt (9. hæsta í OECD), skuldir hins opinbera eru lágar í alþjóðlegum samanburði (14. sæti yfir öll ríki, án tillits til næstmesta lífeyrissparnaðar í heimi) og Íslendingar eru hreinir lánveitendur til útlanda. Allir þessir þættir ættu fremur að ýta undir lægra raunvaxtastig en ella. Í stað þess að njóta góðs af hagfelldum skilyrðum hér heima þá hefur Seðlabanki Íslands keyrt á harðri vaxtastefnu sem er múruð innan fjármagnshafta. Þrátt fyrir að verðbólga hafi verið að meðaltali langt undir verðbólgumarkmiði síðastliðin fjögur ár, hafa vextir hlutfallslega lítið lækkað. Rök Seðlabankans fyrir því hafa verið mikil spenna í hagkerfinu (sem hefur verið ofmat) og mikill hagvöxtur. Þá hafa stíf innflæðishöft, sem af einhverjum ástæðum hafa staðið óhreyfð í næstum tvö ár, búið til talsverðan fjármagnsskort til innlendra fyrirtækja og þar af leiðandi keyrt upp vaxtakostnað raunhagkerfisins. Vaxtastefnan stendur hins vegar nú á tímamótum. Hagvöxtur á Íslandi stefnir í að vera rétt yfir meðaltali OECD á þessu ári og miðað við núverandi mat á framleiðsluspennu er ljóst að raunvextir á Íslandi eru sannkallað útgildi borið saman við önnur lönd, líkt og sést á meðfylgjandi mynd. Valið stendur því á milli áframhaldandi hárra raunvaxta með því að girða íslenskt atvinnulíf frá erlendu fjármagni innan fjármagnshafta, eða að leyfa raunvöxtum hér að renna saman við vaxtastig erlendis. Þá er engin þörf lengur á höftum.Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá GAMMA
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun