Lægð dagsins annars eðlis Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. febrúar 2018 06:55 Lægðin sem heilsar upp á landsmenn í dag er víðáttumikil. VÍSIR/VILHELM Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur Er það ekki síst í ljósi þess að lægð dagsins í dag er annars eðlis en lægðir síðustu vikna, sem hafa verið litlar og krappar ásamt því að miðjur þeirra hafa farið yfir landið. Lægðin sem heilsar upp á landsmenn í dag er víðáttumikil og miðja hennar verður á djúpunum suður af landinu með þrýstingi rétt undir 950 mb að sögn veðurfræðings. „Lægðin sendir samskil yfir landið og í þeim er austan stormur og úrkoma,“ segir hann. Hann bætir við að það hlýni hjá okkur í dag „upp í frostmarkið eða rétt yfir það,“ og því verður úrkoman ýmist rigning, slydda eða snjókoma og mest af henni suðaustan- og austanlands. Óveðrið sem gæti orðið í dag mun þó ekki standa lengi yfir á hverjum stað ef marka má Veðurstofuna. það lægir snögglega við suðurströndina kringum hádegi og síðar einnig í öðrum landshlutum, með þeirri undantekningu að það blæs hraustlega á Vestfjörðum fram yfir miðnætti.Sjá einnig: Lokað á Hellisheiði og hluta þjóðvegarinsÞað verður svo fremur rólegt veður víðast hvar á morgun. Skúrir eða slydduél og hiti kringum frostmark, en hann ætti að hanga þurr í suðvesturfjórðungnum lengst af. Þá er ekki að sjá „nein stórátök“ í kortunum fyrir föstudag og laugardag. Hann gæti þó farið í sunnanátt með hláku á sunnudag og mánudag - „en enn er óvissa í spám um hversu mikil hlýindin verða.“ Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 8-15 m/s á Vestfjörðum, annars austlæg eða breytileg átt 3-10. Skúrir eða él, en lengst af þurrt suðvestantil á landinu. Víða frostlaust við ströndina, en vægt frost til landsins.Á föstudag og laugardag:Suðvestan 8-13 m/s og él, en hægari vindur og bjartviðri á N- og A-landi. Hiti rétt ofan frostmarks við S- og V-ströndina, annars frost 1 til 7 stig.Á sunnudag:Sunnanátt með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Hlýnandi veður.Á mánudag:Sunnanátt með rigningu eða súld, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 5 til 10 stig.Á þriðjudag:Snýst í suðvestanátt með skúrum og síðar éljum og kólnandi veðri. Þurrt norðaustantil á landinu. Veður Tengdar fréttir Lokað á Hellisheiði og hluta þjóðvegarins Hellisheiðin er lokuð nú í morgunsárið sem og þjóðvegur 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni. 14. febrúar 2018 06:41 Hættulegt ferðaveður undir Eyjafjöllum í fyrramálið Mjög snarpar vindhviður verða undir Eyjafjöllum og hætta á foktjóni. Verður takmarkað skyggni í ofankomu og skafrenningi á svæðinu. 13. febrúar 2018 22:33 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur Er það ekki síst í ljósi þess að lægð dagsins í dag er annars eðlis en lægðir síðustu vikna, sem hafa verið litlar og krappar ásamt því að miðjur þeirra hafa farið yfir landið. Lægðin sem heilsar upp á landsmenn í dag er víðáttumikil og miðja hennar verður á djúpunum suður af landinu með þrýstingi rétt undir 950 mb að sögn veðurfræðings. „Lægðin sendir samskil yfir landið og í þeim er austan stormur og úrkoma,“ segir hann. Hann bætir við að það hlýni hjá okkur í dag „upp í frostmarkið eða rétt yfir það,“ og því verður úrkoman ýmist rigning, slydda eða snjókoma og mest af henni suðaustan- og austanlands. Óveðrið sem gæti orðið í dag mun þó ekki standa lengi yfir á hverjum stað ef marka má Veðurstofuna. það lægir snögglega við suðurströndina kringum hádegi og síðar einnig í öðrum landshlutum, með þeirri undantekningu að það blæs hraustlega á Vestfjörðum fram yfir miðnætti.Sjá einnig: Lokað á Hellisheiði og hluta þjóðvegarinsÞað verður svo fremur rólegt veður víðast hvar á morgun. Skúrir eða slydduél og hiti kringum frostmark, en hann ætti að hanga þurr í suðvesturfjórðungnum lengst af. Þá er ekki að sjá „nein stórátök“ í kortunum fyrir föstudag og laugardag. Hann gæti þó farið í sunnanátt með hláku á sunnudag og mánudag - „en enn er óvissa í spám um hversu mikil hlýindin verða.“ Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 8-15 m/s á Vestfjörðum, annars austlæg eða breytileg átt 3-10. Skúrir eða él, en lengst af þurrt suðvestantil á landinu. Víða frostlaust við ströndina, en vægt frost til landsins.Á föstudag og laugardag:Suðvestan 8-13 m/s og él, en hægari vindur og bjartviðri á N- og A-landi. Hiti rétt ofan frostmarks við S- og V-ströndina, annars frost 1 til 7 stig.Á sunnudag:Sunnanátt með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Hlýnandi veður.Á mánudag:Sunnanátt með rigningu eða súld, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 5 til 10 stig.Á þriðjudag:Snýst í suðvestanátt með skúrum og síðar éljum og kólnandi veðri. Þurrt norðaustantil á landinu.
Veður Tengdar fréttir Lokað á Hellisheiði og hluta þjóðvegarins Hellisheiðin er lokuð nú í morgunsárið sem og þjóðvegur 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni. 14. febrúar 2018 06:41 Hættulegt ferðaveður undir Eyjafjöllum í fyrramálið Mjög snarpar vindhviður verða undir Eyjafjöllum og hætta á foktjóni. Verður takmarkað skyggni í ofankomu og skafrenningi á svæðinu. 13. febrúar 2018 22:33 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Lokað á Hellisheiði og hluta þjóðvegarins Hellisheiðin er lokuð nú í morgunsárið sem og þjóðvegur 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni. 14. febrúar 2018 06:41
Hættulegt ferðaveður undir Eyjafjöllum í fyrramálið Mjög snarpar vindhviður verða undir Eyjafjöllum og hætta á foktjóni. Verður takmarkað skyggni í ofankomu og skafrenningi á svæðinu. 13. febrúar 2018 22:33