Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Atli Ísleifsson skrifar 14. febrúar 2018 09:10 Hinrik prins og Margrét Þórhildur í Château de Cayx árið 1997. Vísir/AFP Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. „Heimsborgari í litlu landi“, „prinsinn sem vildi gjarnan verða kóngur“ og prins sem „kom með ást og djörfung inn í líf drottningar“, er meðal þess sem dönsku blöðin skrifa um prinsinn í morgun. Blöðin segja að ósk prinsins hafi verið að vera minnst sem manns sem hafi þorað að vera öðruvísi. TV2 lýsir drottningarmanninum sem framandi manni „með útlit kvikmyndastjörnu“. Henri Marie Jean André de Laborde de Monpezat fæddist í Talence í Frakklandi árið 1934. Hann stundaði nám í lögfræði og stjórnmálafræði, kínversku og víetnömsku og hætti á sínum tíma í frönsku utanríkisþjónustunni 32 ára gamall til að ganga að eiga Margréti Þórhildi árið 1967. Á sama tíma varð hann sömuleiðis að skipta um nafn, tungumál og trú. Átti erfitt með að aðlagast tignarröðinni Mikið hefur verið fjallað um að prinsinn hafi átt í vandræðum með að aðlaga sig tignarröðinni innan danska konungsveldisins og gagnrýndi hann margoft að hann væri ekki með sömu stöðu og drottningin. Árið 2005 fékk hann titilinn „prinsgemal“ (drottningarmaður) til að aðskilja hann frá öðrum prinsum. Ekstra Bladet greinir frá því að prinsinn hafi barist fyrir kóngatitli í hálfa öld. Hann hafi ætíð verið „franskur að eðlisfari“, en þó verið einn sá alþýðlegasti og vinsælasti í hinum konunglega sirkús Danmerkur. Honum er lýst sem gáfuðum aðalsmanni sem orti ljóð, skapaði höggmyndir og var mikið fyrir vín, mat og ferðalög. Vísir/AFP Fastur á sínu Vinsældir hans meðal dönsku þjóðarinnar voru ekki alltaf miklar, en sjálfur stóð hann fastur á sínu og var óhræddur að segja sína skoðun. Jyllandsposten skrifar í leiðara sínum í morgun að „Le Orince est mort“, Prinsinn er látinn. Þar segir að Hinrik hafi að lokum tekist að vinna hjörtu Dana, sem þekktir eru fyrir að vera miklir efasemdarmenn. Hann hafi einnig átt þátt í að gera dönsku konungsfjölskylduna að einni þeirri vinsælustu í Evrópu. Á síðasta ári vakti Hinrik mikla athygli þegar hann lét hafa eftir sér að hann vildi ekki hvíla við hlið eiginkonu sinnar, drottningarinnar, í Hróarskeldu að þeim gengnum. Skömmu síðar tilkynnti konungsfjölskyldan frá því að prinsinn hafi greinst með heilabilun. Lifa ætti lífinu og upplifa Síðustu mánuði ævi sinnar varði prinsinn í Fredensborgarhöll konungsfjölskyldunnar. Prinsinn sagði að höllinn minnti sig á frönsku höllina Château de Cayx sem þau hjónin keyptu árið 1974. Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, lýsir Hinrik sem hugrökkum og einstökum manni í minningarorðum sínum sem hann birtir á Facebook. „Hann þorði að leggja sjálfan sig og persónu sína undir, og leitaði að vera áhorfandi í lífinu. Lifa ætti lífinu og upplifa.“ Karl Gústaf Svíaprins segir í yfirlýsingu að sænska konungsfjölskyldan minnist Hinriks með mikilli hlýju. Haraldur Noregskonungur minnist sömuleiðis prinsins í yfirlýsingu og segir hugur hans og norsku konungsfjölskyldunnar vera hjá Margréti Þórhildi og nánustu aðstandendum prinsins. Andlát Kóngafólk Norðurlönd Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. „Heimsborgari í litlu landi“, „prinsinn sem vildi gjarnan verða kóngur“ og prins sem „kom með ást og djörfung inn í líf drottningar“, er meðal þess sem dönsku blöðin skrifa um prinsinn í morgun. Blöðin segja að ósk prinsins hafi verið að vera minnst sem manns sem hafi þorað að vera öðruvísi. TV2 lýsir drottningarmanninum sem framandi manni „með útlit kvikmyndastjörnu“. Henri Marie Jean André de Laborde de Monpezat fæddist í Talence í Frakklandi árið 1934. Hann stundaði nám í lögfræði og stjórnmálafræði, kínversku og víetnömsku og hætti á sínum tíma í frönsku utanríkisþjónustunni 32 ára gamall til að ganga að eiga Margréti Þórhildi árið 1967. Á sama tíma varð hann sömuleiðis að skipta um nafn, tungumál og trú. Átti erfitt með að aðlagast tignarröðinni Mikið hefur verið fjallað um að prinsinn hafi átt í vandræðum með að aðlaga sig tignarröðinni innan danska konungsveldisins og gagnrýndi hann margoft að hann væri ekki með sömu stöðu og drottningin. Árið 2005 fékk hann titilinn „prinsgemal“ (drottningarmaður) til að aðskilja hann frá öðrum prinsum. Ekstra Bladet greinir frá því að prinsinn hafi barist fyrir kóngatitli í hálfa öld. Hann hafi ætíð verið „franskur að eðlisfari“, en þó verið einn sá alþýðlegasti og vinsælasti í hinum konunglega sirkús Danmerkur. Honum er lýst sem gáfuðum aðalsmanni sem orti ljóð, skapaði höggmyndir og var mikið fyrir vín, mat og ferðalög. Vísir/AFP Fastur á sínu Vinsældir hans meðal dönsku þjóðarinnar voru ekki alltaf miklar, en sjálfur stóð hann fastur á sínu og var óhræddur að segja sína skoðun. Jyllandsposten skrifar í leiðara sínum í morgun að „Le Orince est mort“, Prinsinn er látinn. Þar segir að Hinrik hafi að lokum tekist að vinna hjörtu Dana, sem þekktir eru fyrir að vera miklir efasemdarmenn. Hann hafi einnig átt þátt í að gera dönsku konungsfjölskylduna að einni þeirri vinsælustu í Evrópu. Á síðasta ári vakti Hinrik mikla athygli þegar hann lét hafa eftir sér að hann vildi ekki hvíla við hlið eiginkonu sinnar, drottningarinnar, í Hróarskeldu að þeim gengnum. Skömmu síðar tilkynnti konungsfjölskyldan frá því að prinsinn hafi greinst með heilabilun. Lifa ætti lífinu og upplifa Síðustu mánuði ævi sinnar varði prinsinn í Fredensborgarhöll konungsfjölskyldunnar. Prinsinn sagði að höllinn minnti sig á frönsku höllina Château de Cayx sem þau hjónin keyptu árið 1974. Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, lýsir Hinrik sem hugrökkum og einstökum manni í minningarorðum sínum sem hann birtir á Facebook. „Hann þorði að leggja sjálfan sig og persónu sína undir, og leitaði að vera áhorfandi í lífinu. Lifa ætti lífinu og upplifa.“ Karl Gústaf Svíaprins segir í yfirlýsingu að sænska konungsfjölskyldan minnist Hinriks með mikilli hlýju. Haraldur Noregskonungur minnist sömuleiðis prinsins í yfirlýsingu og segir hugur hans og norsku konungsfjölskyldunnar vera hjá Margréti Þórhildi og nánustu aðstandendum prinsins.
Andlát Kóngafólk Norðurlönd Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira