Umskurður drengja: Algjörlega óumdeilt að um sársaukafulla aðgerð er að ræða segir barnaskurðlæknir Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2018 22:02 „Ég veit ekki hvort að vikugamalt barn er búið að gera sér grein fyrir trúnni. En þetta er gert á börnum á rauninni öllum aldri og þess vegna fullorðnum,“ sagði Kristján Óskarsson, barnaskurðlæknir á Landspítalanum, í Reykjavík síðdegis í dag. Þar spurðu þáttastjórnendur Kristján út í umskurð í ljósi frumvarps Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. Kristján sagði að það væri algjörlega óumdeilt að um sársaukafulla aðgerð væri að ræða. „Allir sem á annað borð eru svona af guði gerðir geta sennilega rétt ímyndað sér hvernig er að láta klippa þetta af ódeyft. Hér áður fyrr héldu menn að nýburar væru þess ekki skynug hvaða aðgerð væri verið að gera á þeim, það er að segja í rauninni töldu menn að sársaukaskynið væri ekki til staðar hjá þeim. Staðreyndin hefur síðan reynst sú að nýfæddir sem aðrir eru með sársaukaskyn og þar af leiðandi hljóta þeir að finna fyrir þessu eins og hver annar,“ sagði Kristján. Hann sagði ýmsar útfærslur á því hvernig þessi aðgerð er framkvæmd. Það sem snýr að heilbrigðiskerfinu hefur þessi aðgerð verið gerð í svæfingu. „Og staðdeyfing á yfirleitt ekki vel við börn undir neinum kringumstæðum. Aðgerðir í staðdeyfingum á litlum börnum eru erfiðar. Það er mjög erfitt að telja þeim trú um að þetta sé allt í lagi, þau verða hrædd og erfitt að höndla það, þannig að þetta er gert í svæfingu og við þær aðstæður er að sjálfsögðu enginn sársauki.“ Hann sagði einhverskonar áhald notað við trúarathafnir og þá sé önnur aðferð mjög útbreidd þar sem stífum plasthring er smeygt undir forhúðina og hún þannig þanin út. Síðan er sett mjög sterk teygja yfir forhúðina sem kremur forhúðina á hringinn sem veldur blóðþurrð og forhúðin visnar þannig af. „Það get ég ekki ímyndað mér annað,“ svaraði Kristján þegar hann var spurð hvort sú aðferð væri jafn sársaukafull. „Það er mikil taugaskynjun í þessu svæði, í forhúðinni sérstaklega, og jafnvel talið vera meiri skynjun þar heldur en í reðurhöfðinu sjálfu,“ sagði Kristján. Spurður út í kostina sem fylgja umskurði svaraði Kristján að það mætti ætla það en þeir séu ekki augljósir. „Það er vissulega til aðferð þar sem þetta er nauðsynlegt af læknisfræðilegum ástæðum, þá sérstaklega ef um er að ræða þrálátar bólgur eða sýkingar í forhúðinni sem ekki gefur sig þrátt fyrir mildari aðferðir eins og að opna forhúðina og rýmka hana til eða sýklalyf. Maður getur lent í þeirri stöðu að forhúðin er nánast ónýt og er þá í rauninni bara til vandræða,“ sagði Kristján. Hann sagði of þrönga forhúð ekki nægjanlega skýringu til að réttlæta umskurð. Þrönga forhúð sé auðvelt að opna. „Við gerum orðið mun færri aðgerðir ef forhúðin er þröng,“ sagði Kristján og benti á að í mörgum tilvikum nægi sterakrem. Hann tók fram að aðgerðir á átján ára og yngri vegna slíkra kvilla væru um ein til tvær á ári innan heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Heilbrigðismál Trúmál Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Fríkirkjuprestur um umskurðarfrumvarpið: „Verulega vanhugsað og skaðlegt“ Harðorður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 14. febrúar 2018 11:15 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
„Ég veit ekki hvort að vikugamalt barn er búið að gera sér grein fyrir trúnni. En þetta er gert á börnum á rauninni öllum aldri og þess vegna fullorðnum,“ sagði Kristján Óskarsson, barnaskurðlæknir á Landspítalanum, í Reykjavík síðdegis í dag. Þar spurðu þáttastjórnendur Kristján út í umskurð í ljósi frumvarps Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. Kristján sagði að það væri algjörlega óumdeilt að um sársaukafulla aðgerð væri að ræða. „Allir sem á annað borð eru svona af guði gerðir geta sennilega rétt ímyndað sér hvernig er að láta klippa þetta af ódeyft. Hér áður fyrr héldu menn að nýburar væru þess ekki skynug hvaða aðgerð væri verið að gera á þeim, það er að segja í rauninni töldu menn að sársaukaskynið væri ekki til staðar hjá þeim. Staðreyndin hefur síðan reynst sú að nýfæddir sem aðrir eru með sársaukaskyn og þar af leiðandi hljóta þeir að finna fyrir þessu eins og hver annar,“ sagði Kristján. Hann sagði ýmsar útfærslur á því hvernig þessi aðgerð er framkvæmd. Það sem snýr að heilbrigðiskerfinu hefur þessi aðgerð verið gerð í svæfingu. „Og staðdeyfing á yfirleitt ekki vel við börn undir neinum kringumstæðum. Aðgerðir í staðdeyfingum á litlum börnum eru erfiðar. Það er mjög erfitt að telja þeim trú um að þetta sé allt í lagi, þau verða hrædd og erfitt að höndla það, þannig að þetta er gert í svæfingu og við þær aðstæður er að sjálfsögðu enginn sársauki.“ Hann sagði einhverskonar áhald notað við trúarathafnir og þá sé önnur aðferð mjög útbreidd þar sem stífum plasthring er smeygt undir forhúðina og hún þannig þanin út. Síðan er sett mjög sterk teygja yfir forhúðina sem kremur forhúðina á hringinn sem veldur blóðþurrð og forhúðin visnar þannig af. „Það get ég ekki ímyndað mér annað,“ svaraði Kristján þegar hann var spurð hvort sú aðferð væri jafn sársaukafull. „Það er mikil taugaskynjun í þessu svæði, í forhúðinni sérstaklega, og jafnvel talið vera meiri skynjun þar heldur en í reðurhöfðinu sjálfu,“ sagði Kristján. Spurður út í kostina sem fylgja umskurði svaraði Kristján að það mætti ætla það en þeir séu ekki augljósir. „Það er vissulega til aðferð þar sem þetta er nauðsynlegt af læknisfræðilegum ástæðum, þá sérstaklega ef um er að ræða þrálátar bólgur eða sýkingar í forhúðinni sem ekki gefur sig þrátt fyrir mildari aðferðir eins og að opna forhúðina og rýmka hana til eða sýklalyf. Maður getur lent í þeirri stöðu að forhúðin er nánast ónýt og er þá í rauninni bara til vandræða,“ sagði Kristján. Hann sagði of þrönga forhúð ekki nægjanlega skýringu til að réttlæta umskurð. Þrönga forhúð sé auðvelt að opna. „Við gerum orðið mun færri aðgerðir ef forhúðin er þröng,“ sagði Kristján og benti á að í mörgum tilvikum nægi sterakrem. Hann tók fram að aðgerðir á átján ára og yngri vegna slíkra kvilla væru um ein til tvær á ári innan heilbrigðiskerfisins á Íslandi.
Heilbrigðismál Trúmál Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Fríkirkjuprestur um umskurðarfrumvarpið: „Verulega vanhugsað og skaðlegt“ Harðorður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 14. febrúar 2018 11:15 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15
Fríkirkjuprestur um umskurðarfrumvarpið: „Verulega vanhugsað og skaðlegt“ Harðorður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 14. febrúar 2018 11:15