Glitnir HoldCo áfrýjar dómi í lögbannsmáli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 15:48 Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar. Vísir Glitnir HoldCo hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í lögbannsmálinu gegn Stundinni og Reykjavík Media til Landsréttar. Greint er frá málinu á vef RÚV. Héraðsdómur sýknaði Stundina og Reykjavík Media af lögbannskröfu Glitnis HoldCo í byrjun febrúar en lögbann var lagt á fréttaflutning miðlanna upp úr gögnum Glitnis að kröfu eignarhaldsfélagsins í október. Lögbannið verður því áfram í gildi þar til Landsréttur hefur kveðið upp sinn dóm. Óvíst er hvenær sá dómur verði kveðinn upp. Í yfirlýsingu frá ritstjórum Stundarinnar og Reykjavík Media vegna áfrýjunarinnar segir meðal annars: „Það er óboðlegt íslensku lýðræði að forræði á því að framlengja til lengri tíma bann á tjáningu og upplýsingagjöf til almennings um helsta áhrifafólk samfélagsins liggi hjá þrotabúi gjaldþrota banka. Ritstjórar Stundarinnar fengu tækifæri til að skila inn umsögn við nýframkomið frumvarp Pírata á Alþingi um breytingu á lögbannslögunum og færðu fram sjónarmið fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis um skaðleg áhrif núgildandi laga á starfsaðstæður blaðamanna og réttinn til upplýsinga. Ljóst er að yfirstandandi, ólögmætt lögbann brýtur gegn réttindum íslensks almennings og blaðamanna. Það hefur einnig þær afleiðingar að rýra traust á Íslandi sem lýðræðisríki á meðal vestrænna þjóða. Loks er ljóst að ábyrgðin á skaðlegri virkni kerfisins gagnvart almannahagsmunum liggur hjá þeim stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum sem setja leikreglurnar á Íslandi. Íslenskir stjórnmálamenn og umbjóðendur þeirra, almenningur, standa frammi fyrir vali um það hvort Ísland fylgi vestrænni lýðræðishefð eða falli í annan flokk.“ Sýslumaðurinn á höfuborgarsvæðinu lagði lögbann á frekari fréttaflutning upp úr gögnum sem Stundin hafði undir höndum að beiðni Glitnis HoldCo, eignarhaldsfélags sem heldur utan um eignir sem tilheyrðu þrotabúi Glitnis, þann 13. október. Blaðið hafði þá fjallað ítarlega um viðskipti Bjarna Benediktssonar, þáverandi forstætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Reykjavík Media og breska blaðið The Guardian fjölluðu einnig um viðskipti Bjarna upp úr gögnunum. Lögbannið var sett á aðeins aðeins rétt rúmum tveimur vikum fyrir þingkosningarnar 28. október. Í tilkynningu frá Glitni HoldCo á sínum tíma sagði að farið hefði verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Glitnir HoldCo höfðaði í framhaldinu staðfestingarmál vegna lögbannsins á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media sem voru eins og fyrr segir sýknuð í héraðsdómi í málinu. Lögbannskrafan var byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir. Yfirlýsing ritstjóra Stundarinnar og Reykjavík Media vegna áfrýjunarinnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Lögbann á umfjöllun um hagsmunatengsl og hagsmunaárekstra einhverra áhrifamestu aðila í íslensku viðskipta- og stjórnmálalífi mun halda áfram um ófyrirséðan tíma ef Landsréttur fellst á áfrýjunarbeiðni þrotabús hins gjaldþrota banka Glitnis, sem lögð var fram í dag.Líklegt er, ef fallist verður á áfrýjun Glitnis HoldCo í Landsrétti, og síðar mögulega í Hæstarétti, að lögbannið muni vara fram á næsta ár.Ólögmætt lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media um viðskipti forsætisráðherra, fjölskyldu hans og lykilstarfsmanna í hinum gjaldþrota banka hefur nú varað í 122 daga. Fulltrúi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu hefur fordæmt lögbannið og hvatt til afléttingar þess til að tryggja rétt almennings til upplýsinga og frelsi fjölmiðla til tjáningar. Evrópuráðið hefur sett Ísland á válista vegna ógnar sem fjölmiðlafrelsinu stafar af íslenska ríkinu.https://www.coe.int/en/web/media-freedom/all-alerts/-/soj/alert/29828205Mannréttindadómstóll Evrópu hefur í sex tilfellum komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi brotið gegn tjáningafrelsi blaðamanna með því að dæma þá fyrir hegningalagabrot fyrir dómstólum. Brot íslenskra yfirvalda á tjáningarfrelsi samkvæmt vestrænni skilgreiningu og lagaumhverfi eru þannig ítrekuð og skipuleg.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 2. febrúar síðastliðinn, sem hafði þá niðurstöðu að lögbannið væri ólögmætt, er sérstaklega vakið máls á því hvernig lögbannið stangast á við lýðræði og frelsi:„Með lögbanninu var einnig komið í veg fyrir að almenningur fengi frekari upplýsingar um þau mál sem fjallað var um af hálfu stefndu og þannig raskað grundvallargildum tjáningarfrelsisins um frjáls skoðanaskipti og rétti einstaklinga til að taka við upplýsingum og mynda sér skoðun á samfélagslegum málefnum. Lögbannið fól sem fyrr segir einnig í sér fyrirfram tálmun sem almennt þarf ríkar ástæður til að réttlæta. Í þessu sambandi verður jafnframt að hafa í huga að þegar lögbannið var lagt á voru einungis 12 dagar til þess að Alþingiskosningar færu fram 28. október. Ljóst er að rétturinn til frjálsra kosninga og frelsið til að tjá sig um stjórnmál eru ein af undirstöðum lýðræðislegs stjórnarfars. Þessi réttindi eru nátengd, enda er tjáningarfrelsi ein af nauðsynlegum forsendum þess að kjósendur í lýðræðissamfélagi geti tjáð hug sinn með því hvernig þeir beita atkvæðisrétti sínum. Af þeim sökum hefur verið talið sérstaklega brýnt að fólk hafi frelsi til að tjá skoðanir sínar og miðla upplýsingum í aðdraganda kosninga.“Það er óboðlegt íslensku lýðræði að forræði á því að framlengja til lengri tíma bann á tjáningu og upplýsingagjöf til almennings um helsta áhrifafólk samfélagsins liggi hjá þrotabúi gjaldþrota banka.Ritstjórar Stundarinnar fengu tækifæri til að skila inn umsögn við nýframkomið frumvarp Pírata á Alþingi um breytingu á lögbannslögunum og færðu fram sjónarmið fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis um skaðleg áhrif núgildandi laga á starfsaðstæður blaðamanna og réttinn til upplýsinga.Ljóst er að yfirstandandi, ólögmætt lögbann brýtur gegn réttindum íslensks almennings og blaðamanna. Það hefur einnig þær afleiðingar að rýra traust á Íslandi sem lýðræðisríki á meðal vestrænna þjóða. Loks er ljóst að ábyrgðin á skaðlegri virkni kerfisins gagnvart almannahagsmunum liggur hjá þeim stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum sem setja leikreglurnar á Íslandi. Íslenskir stjórnmálamenn og umbjóðendur þeirra, almenningur, standa frammi fyrir vali um það hvort Ísland fylgi vestrænni lýðræðishefð eða falli í annan flokk.Ritstjórar Stundarinnar og Reykjavik Media:Ingibjörg Dögg KjartansdóttirJóhannes Kr. KristjánssonJón Trausti Reynisson Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum Glitnis gæti verið í gildi í allt að ár ef dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað. 2. febrúar 2018 14:30 Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 „Mikilvægur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu“ Ritstjórar Stundarinnar og Reykjavik Media segja fleiri ósagðar fréttir vera að finna í gögnunum sem lögbannið nær til sem eigi erindi við almenning. 2. febrúar 2018 19:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Glitnir HoldCo hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í lögbannsmálinu gegn Stundinni og Reykjavík Media til Landsréttar. Greint er frá málinu á vef RÚV. Héraðsdómur sýknaði Stundina og Reykjavík Media af lögbannskröfu Glitnis HoldCo í byrjun febrúar en lögbann var lagt á fréttaflutning miðlanna upp úr gögnum Glitnis að kröfu eignarhaldsfélagsins í október. Lögbannið verður því áfram í gildi þar til Landsréttur hefur kveðið upp sinn dóm. Óvíst er hvenær sá dómur verði kveðinn upp. Í yfirlýsingu frá ritstjórum Stundarinnar og Reykjavík Media vegna áfrýjunarinnar segir meðal annars: „Það er óboðlegt íslensku lýðræði að forræði á því að framlengja til lengri tíma bann á tjáningu og upplýsingagjöf til almennings um helsta áhrifafólk samfélagsins liggi hjá þrotabúi gjaldþrota banka. Ritstjórar Stundarinnar fengu tækifæri til að skila inn umsögn við nýframkomið frumvarp Pírata á Alþingi um breytingu á lögbannslögunum og færðu fram sjónarmið fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis um skaðleg áhrif núgildandi laga á starfsaðstæður blaðamanna og réttinn til upplýsinga. Ljóst er að yfirstandandi, ólögmætt lögbann brýtur gegn réttindum íslensks almennings og blaðamanna. Það hefur einnig þær afleiðingar að rýra traust á Íslandi sem lýðræðisríki á meðal vestrænna þjóða. Loks er ljóst að ábyrgðin á skaðlegri virkni kerfisins gagnvart almannahagsmunum liggur hjá þeim stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum sem setja leikreglurnar á Íslandi. Íslenskir stjórnmálamenn og umbjóðendur þeirra, almenningur, standa frammi fyrir vali um það hvort Ísland fylgi vestrænni lýðræðishefð eða falli í annan flokk.“ Sýslumaðurinn á höfuborgarsvæðinu lagði lögbann á frekari fréttaflutning upp úr gögnum sem Stundin hafði undir höndum að beiðni Glitnis HoldCo, eignarhaldsfélags sem heldur utan um eignir sem tilheyrðu þrotabúi Glitnis, þann 13. október. Blaðið hafði þá fjallað ítarlega um viðskipti Bjarna Benediktssonar, þáverandi forstætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Reykjavík Media og breska blaðið The Guardian fjölluðu einnig um viðskipti Bjarna upp úr gögnunum. Lögbannið var sett á aðeins aðeins rétt rúmum tveimur vikum fyrir þingkosningarnar 28. október. Í tilkynningu frá Glitni HoldCo á sínum tíma sagði að farið hefði verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Glitnir HoldCo höfðaði í framhaldinu staðfestingarmál vegna lögbannsins á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media sem voru eins og fyrr segir sýknuð í héraðsdómi í málinu. Lögbannskrafan var byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir. Yfirlýsing ritstjóra Stundarinnar og Reykjavík Media vegna áfrýjunarinnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Lögbann á umfjöllun um hagsmunatengsl og hagsmunaárekstra einhverra áhrifamestu aðila í íslensku viðskipta- og stjórnmálalífi mun halda áfram um ófyrirséðan tíma ef Landsréttur fellst á áfrýjunarbeiðni þrotabús hins gjaldþrota banka Glitnis, sem lögð var fram í dag.Líklegt er, ef fallist verður á áfrýjun Glitnis HoldCo í Landsrétti, og síðar mögulega í Hæstarétti, að lögbannið muni vara fram á næsta ár.Ólögmætt lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media um viðskipti forsætisráðherra, fjölskyldu hans og lykilstarfsmanna í hinum gjaldþrota banka hefur nú varað í 122 daga. Fulltrúi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu hefur fordæmt lögbannið og hvatt til afléttingar þess til að tryggja rétt almennings til upplýsinga og frelsi fjölmiðla til tjáningar. Evrópuráðið hefur sett Ísland á válista vegna ógnar sem fjölmiðlafrelsinu stafar af íslenska ríkinu.https://www.coe.int/en/web/media-freedom/all-alerts/-/soj/alert/29828205Mannréttindadómstóll Evrópu hefur í sex tilfellum komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi brotið gegn tjáningafrelsi blaðamanna með því að dæma þá fyrir hegningalagabrot fyrir dómstólum. Brot íslenskra yfirvalda á tjáningarfrelsi samkvæmt vestrænni skilgreiningu og lagaumhverfi eru þannig ítrekuð og skipuleg.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 2. febrúar síðastliðinn, sem hafði þá niðurstöðu að lögbannið væri ólögmætt, er sérstaklega vakið máls á því hvernig lögbannið stangast á við lýðræði og frelsi:„Með lögbanninu var einnig komið í veg fyrir að almenningur fengi frekari upplýsingar um þau mál sem fjallað var um af hálfu stefndu og þannig raskað grundvallargildum tjáningarfrelsisins um frjáls skoðanaskipti og rétti einstaklinga til að taka við upplýsingum og mynda sér skoðun á samfélagslegum málefnum. Lögbannið fól sem fyrr segir einnig í sér fyrirfram tálmun sem almennt þarf ríkar ástæður til að réttlæta. Í þessu sambandi verður jafnframt að hafa í huga að þegar lögbannið var lagt á voru einungis 12 dagar til þess að Alþingiskosningar færu fram 28. október. Ljóst er að rétturinn til frjálsra kosninga og frelsið til að tjá sig um stjórnmál eru ein af undirstöðum lýðræðislegs stjórnarfars. Þessi réttindi eru nátengd, enda er tjáningarfrelsi ein af nauðsynlegum forsendum þess að kjósendur í lýðræðissamfélagi geti tjáð hug sinn með því hvernig þeir beita atkvæðisrétti sínum. Af þeim sökum hefur verið talið sérstaklega brýnt að fólk hafi frelsi til að tjá skoðanir sínar og miðla upplýsingum í aðdraganda kosninga.“Það er óboðlegt íslensku lýðræði að forræði á því að framlengja til lengri tíma bann á tjáningu og upplýsingagjöf til almennings um helsta áhrifafólk samfélagsins liggi hjá þrotabúi gjaldþrota banka.Ritstjórar Stundarinnar fengu tækifæri til að skila inn umsögn við nýframkomið frumvarp Pírata á Alþingi um breytingu á lögbannslögunum og færðu fram sjónarmið fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis um skaðleg áhrif núgildandi laga á starfsaðstæður blaðamanna og réttinn til upplýsinga.Ljóst er að yfirstandandi, ólögmætt lögbann brýtur gegn réttindum íslensks almennings og blaðamanna. Það hefur einnig þær afleiðingar að rýra traust á Íslandi sem lýðræðisríki á meðal vestrænna þjóða. Loks er ljóst að ábyrgðin á skaðlegri virkni kerfisins gagnvart almannahagsmunum liggur hjá þeim stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum sem setja leikreglurnar á Íslandi. Íslenskir stjórnmálamenn og umbjóðendur þeirra, almenningur, standa frammi fyrir vali um það hvort Ísland fylgi vestrænni lýðræðishefð eða falli í annan flokk.Ritstjórar Stundarinnar og Reykjavik Media:Ingibjörg Dögg KjartansdóttirJóhannes Kr. KristjánssonJón Trausti Reynisson
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum Glitnis gæti verið í gildi í allt að ár ef dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað. 2. febrúar 2018 14:30 Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 „Mikilvægur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu“ Ritstjórar Stundarinnar og Reykjavik Media segja fleiri ósagðar fréttir vera að finna í gögnunum sem lögbannið nær til sem eigi erindi við almenning. 2. febrúar 2018 19:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum Glitnis gæti verið í gildi í allt að ár ef dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað. 2. febrúar 2018 14:30
Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30
„Mikilvægur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu“ Ritstjórar Stundarinnar og Reykjavik Media segja fleiri ósagðar fréttir vera að finna í gögnunum sem lögbannið nær til sem eigi erindi við almenning. 2. febrúar 2018 19:45