Það er til fólk Bergur Ebbi skrifar 16. febrúar 2018 07:00 Það er til fólk sem vaknar snemma á hverjum morgni og hlustar á fréttirnar klukkan sjö og vonar heitt og innilega að allt sé með röð og reglu, að engin sjóslys hafi orðið og enginn erlendur ferðamaður hafi villst af leið á hálendinu. Það er til fólk sem biður eða hugleiðir á hverjum degi og sendir út strauma til annarra, jafnvel til fólks sem það hefur aldrei hitt. Það er til fólk sem mætir í vinnuna sína og borðar hádegisverðinn með bros á vör. Það kvartar aldrei undan mötuneytinu eða kokkinum og biður aldrei um neitt sérstakt. Það er til fólk sem veit ekkert hvað andoxunarefni eru og hefur engan áhuga á að vita það en hlustar samt af athygli ef aðrir tala um andoxunarefni, af kurteisi við viðmælandann. Það er til fólk sem hringir samviskusamlega í sína nánustu og man afmælisdaga allra í fjölskyldunni og sendir stutt og hnitmiðuð skeyti með hamingjuóskum, án þess að ætlunin með því sé að minna á sjálft sig. Það er til fólk sem horfir aldrei á sjónvarp heldur eyðir kvöldum sínum í símanum þar sem það hlustar á aðra tala um hugmyndir sínar og vandamál. Það er til fólk sem man nöfn flestra sem það hittir en ætlast ekki til þess að sitt eigið nafn sé munað af öðrum. Það er til fólk sem leggur bílum sínum vísvitandi langt frá inngangi þjónustumiðstöðva af virðingu við aðra sem gætu verið að flýta sér meira. Það er til fólk sem á alltaf bæði eplasafa og appelsínusafa í ísskápnum, þó það drekki hvorugt sjálft, ef vera kynni að gest bæri að garði sem líkar betur við aðra tegundina. Það er til fólk sem sest í flugvélarsætið sitt og hugsar til starfsfólksins sem vinnur við að koma töskunni þeirra um borð. Það er til fólk sem skilur kaldhæðni ágætlega en meinar samt oftast það sem það segir. Það er til fólk sem sér heimsku annarra en stillir sig um að afhjúpa hana. Það er til fólk sem tekur ekki myndir af öðru fólki og setur á netið án þess að spyrja það fyrst. Það er til fólk sem straujar föt sín af samviskusemi, til að varpa ekki misfellum inn í vitund samborgara sinna. Það er til fólk sem finnur stundum til kvíða en kýs að deila því ekki með öðrum. Það er til fólk sem leggur sig í líma við að halda sér í jafnvægi til að koma ekki róti á samfélagið. Það er til fólk, af öllum þjóðfélagshópum, kynjum og kynþáttum, sem hefur af dugnaði náð markmiðum sínum án þess að boða til átaka. Það er til fólk sem hjálpar öðru fólki án þess að það sé liður í einhverju árveknisátaki, góðgerðarhópefli eða stemningu. Það er til fólk sem af sannri hlýju vill öðrum vel og samgleðst velgengni þeirra. Það er til fólk sem lifir ekki fyrir hreyfingar eða baráttur heldur fylgist af þolinmæði með þjóðfélagsbreytingum og lítur í eigin barm áður en það álasar öðrum fyrir ranga breytni. Það er til fólk sem ætlast ekki til að heimurinn gangi í takt við sig heldur fylgir takti heimsins, meðvitað um að enginn maður er þess megnugur að útdeila endanlegu réttlæti, meðvitað um að blóð getur aðeins útdeilt blóði, að heimurinn breytist þrátt fyrir oflæti mannfólksins en ekki vegna þess. Það er til fólk. Það er til fólk sem hvetur ekki til stríðs en hjálpar samt til við að reisa þjóðfélög upp úr rústunum. Það er til fólk sem flæðir um jörðina eins og vatn. Tært og jafnt, ávallt nálægt jörðu. Það er til fólk sem gefur skilyrðislaust og elskar skilyrðislaust og gerir það ekki í nafni neins. Það er til fólk hvers brjóst bærist aðeins í takt við gárur vatnsins. Það er til fólk sem á aldrei síðasta orðið en skilur þögnina sem kemur í kjölfarið. Það er til fólk sem streymir eins og áveita um hrjóstruga jörð. Það er til fólk, sem er ekki þögult, heldur þýtt. Söngur þess er alls staðar. Það er til fólk sem hótar ekki eða knýr áheyrendur sína til viðbragða með hálfkveðnum vísum eða stílbrögðum tungumálsins. Það er til fólk sem þráir ekki viðurkenningu og er ekki hrætt sjálft. Það er til svona fólk, og það er til fullt af því. Mér hefur sjaldan reynst jafn erfitt að ná utan um nokkuð í samfélaginu en einmitt þetta. Því þetta fólk hefur ekki nafn og það fylkir sér hvorki undir krossi, hálfmána né myllumerki. Það er bara til og það hefur alltaf verið til. Það er til fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það er til fólk sem vaknar snemma á hverjum morgni og hlustar á fréttirnar klukkan sjö og vonar heitt og innilega að allt sé með röð og reglu, að engin sjóslys hafi orðið og enginn erlendur ferðamaður hafi villst af leið á hálendinu. Það er til fólk sem biður eða hugleiðir á hverjum degi og sendir út strauma til annarra, jafnvel til fólks sem það hefur aldrei hitt. Það er til fólk sem mætir í vinnuna sína og borðar hádegisverðinn með bros á vör. Það kvartar aldrei undan mötuneytinu eða kokkinum og biður aldrei um neitt sérstakt. Það er til fólk sem veit ekkert hvað andoxunarefni eru og hefur engan áhuga á að vita það en hlustar samt af athygli ef aðrir tala um andoxunarefni, af kurteisi við viðmælandann. Það er til fólk sem hringir samviskusamlega í sína nánustu og man afmælisdaga allra í fjölskyldunni og sendir stutt og hnitmiðuð skeyti með hamingjuóskum, án þess að ætlunin með því sé að minna á sjálft sig. Það er til fólk sem horfir aldrei á sjónvarp heldur eyðir kvöldum sínum í símanum þar sem það hlustar á aðra tala um hugmyndir sínar og vandamál. Það er til fólk sem man nöfn flestra sem það hittir en ætlast ekki til þess að sitt eigið nafn sé munað af öðrum. Það er til fólk sem leggur bílum sínum vísvitandi langt frá inngangi þjónustumiðstöðva af virðingu við aðra sem gætu verið að flýta sér meira. Það er til fólk sem á alltaf bæði eplasafa og appelsínusafa í ísskápnum, þó það drekki hvorugt sjálft, ef vera kynni að gest bæri að garði sem líkar betur við aðra tegundina. Það er til fólk sem sest í flugvélarsætið sitt og hugsar til starfsfólksins sem vinnur við að koma töskunni þeirra um borð. Það er til fólk sem skilur kaldhæðni ágætlega en meinar samt oftast það sem það segir. Það er til fólk sem sér heimsku annarra en stillir sig um að afhjúpa hana. Það er til fólk sem tekur ekki myndir af öðru fólki og setur á netið án þess að spyrja það fyrst. Það er til fólk sem straujar föt sín af samviskusemi, til að varpa ekki misfellum inn í vitund samborgara sinna. Það er til fólk sem finnur stundum til kvíða en kýs að deila því ekki með öðrum. Það er til fólk sem leggur sig í líma við að halda sér í jafnvægi til að koma ekki róti á samfélagið. Það er til fólk, af öllum þjóðfélagshópum, kynjum og kynþáttum, sem hefur af dugnaði náð markmiðum sínum án þess að boða til átaka. Það er til fólk sem hjálpar öðru fólki án þess að það sé liður í einhverju árveknisátaki, góðgerðarhópefli eða stemningu. Það er til fólk sem af sannri hlýju vill öðrum vel og samgleðst velgengni þeirra. Það er til fólk sem lifir ekki fyrir hreyfingar eða baráttur heldur fylgist af þolinmæði með þjóðfélagsbreytingum og lítur í eigin barm áður en það álasar öðrum fyrir ranga breytni. Það er til fólk sem ætlast ekki til að heimurinn gangi í takt við sig heldur fylgir takti heimsins, meðvitað um að enginn maður er þess megnugur að útdeila endanlegu réttlæti, meðvitað um að blóð getur aðeins útdeilt blóði, að heimurinn breytist þrátt fyrir oflæti mannfólksins en ekki vegna þess. Það er til fólk. Það er til fólk sem hvetur ekki til stríðs en hjálpar samt til við að reisa þjóðfélög upp úr rústunum. Það er til fólk sem flæðir um jörðina eins og vatn. Tært og jafnt, ávallt nálægt jörðu. Það er til fólk sem gefur skilyrðislaust og elskar skilyrðislaust og gerir það ekki í nafni neins. Það er til fólk hvers brjóst bærist aðeins í takt við gárur vatnsins. Það er til fólk sem á aldrei síðasta orðið en skilur þögnina sem kemur í kjölfarið. Það er til fólk sem streymir eins og áveita um hrjóstruga jörð. Það er til fólk, sem er ekki þögult, heldur þýtt. Söngur þess er alls staðar. Það er til fólk sem hótar ekki eða knýr áheyrendur sína til viðbragða með hálfkveðnum vísum eða stílbrögðum tungumálsins. Það er til fólk sem þráir ekki viðurkenningu og er ekki hrætt sjálft. Það er til svona fólk, og það er til fullt af því. Mér hefur sjaldan reynst jafn erfitt að ná utan um nokkuð í samfélaginu en einmitt þetta. Því þetta fólk hefur ekki nafn og það fylkir sér hvorki undir krossi, hálfmána né myllumerki. Það er bara til og það hefur alltaf verið til. Það er til fólk.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar