„Vantar einhvern veginn bara síðasta púslið til að geta sprengt þetta upp“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. febrúar 2018 22:07 Lögreglan leggur allt kapp á að stöðva innbrotahrinuna á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Fjörutíu og átta innbrot inn á heimili hafa átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu frá 17. desember síðastliðnum. Lögreglan sendi frá sér tilkynningu um miðjan janúar þar sem kom fram að 25 innbrot inn á heimili hefðu átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu frá 17. janúar. Áður en janúar var liðinn höfðu sjö mál til viðbótar bæst við. Hlé varð á innbrotahrinunni í um vikutíma um mánaðamótin en 14 innbrot inn á heimili á höfuðborgarsvæðinu hafa verið tilkynnt nú í febrúar, þar á meðal tvö í Garðabæ um liðna helgi. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að lögreglan leggi allt kapp á að hafa upp á þessum þjófum. „Svona innbrot inn á heimili eru auðvitað hræðileg og við erum að leggja mikla áherslu á þessi mál,“ segir Skúli.Bæjarstjóri nefndi skipulagða glæpastarfsemi Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæ, sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að hann hefði heyrt af því að um skipulagða glæpastarfsemi væri að ræða og að þjófarnir væru að koma til landsins erlendis frá.Sjá einnig: Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Skúli segir lögreglu ekki hafa upplýsingar um hverjir mennirnir eru. Hann sagði að vissulega væri hægt að skilgreina þessi innbrot sem skipulagða glæpastarfsemi, sérstaklega þar sem aðferðirnar við innbrotin hafi verið mjög svipaðar. Þýfið hafi ekki sést í sölu hér á landi og því mætti leiða líkur að því að verið væri að senda það úr landi. Skúli ítrekar þó í samtali við Vísi að erfitt væri að svara þessum getgátum þar sem lögreglan hafi ekki öruggar upplýsingar um gerendur. „Ef ég væri kominn með gerendurna þá gæti ég svarað þessu fyrir víst, en við getum það ekki eins og staðan er í dag,“ segir Skúli. Hann sagði allar lögreglustöðvar vinna að rannsókn þessa máls enda sé allt höfuðborgarsvæðið undir þegar kemur að þessum innbrotum. „Það vantar einhvern veginn bara síðasta púslið til að geta sprengt þetta upp, það er mín tilfinning.“Öryggismyndavélar settar upp í Garðabæ Garðabær, Neyðarlínan og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafa undirritað samning um uppsetningu á öryggismyndavélum í sveitarfélaginu. Lögreglan mun stýra þessum öryggismyndavélum, taka á móti merkjum úr þeim og vista gögn eftir gildandi reglum og fyrirmælum frá Persónuvernd. Mynduð hefur verið verkefnisstjórn utan um uppsetningu þessara öryggismyndavéla í Garðabæ og er Skúli í þeim hóp. Mun verkefnisstjórnin funda í næstu viku þar sem verkefnið verður mótað frekar. Hann segir að vilji sé fyrir því að fá öflugar vélar sem geta lesið bílnúmer en þegar kemur að staðsetningu verður horft til afbrotatölfræði. Byrjað verður á að setja upp nokkrar öryggismyndavélar, fá þær til að virka og svo verður fikrað sig lengra áfram með þetta verkefni. Lögreglumál Tengdar fréttir Skartgripaverslun nýjasta fórnarlamb innbrotafaraldursins Tvö innbrot komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 13. febrúar 2018 05:56 Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun "Við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar.“ 29. janúar 2018 14:00 Innbrotsþjófurinn fór inn um glugga Lögreglan fékk tilkynningu um innbrot á heimili í austurhluta Reykjavíkur á níunda tímanum í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 06:21 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Fjörutíu og átta innbrot inn á heimili hafa átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu frá 17. desember síðastliðnum. Lögreglan sendi frá sér tilkynningu um miðjan janúar þar sem kom fram að 25 innbrot inn á heimili hefðu átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu frá 17. janúar. Áður en janúar var liðinn höfðu sjö mál til viðbótar bæst við. Hlé varð á innbrotahrinunni í um vikutíma um mánaðamótin en 14 innbrot inn á heimili á höfuðborgarsvæðinu hafa verið tilkynnt nú í febrúar, þar á meðal tvö í Garðabæ um liðna helgi. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að lögreglan leggi allt kapp á að hafa upp á þessum þjófum. „Svona innbrot inn á heimili eru auðvitað hræðileg og við erum að leggja mikla áherslu á þessi mál,“ segir Skúli.Bæjarstjóri nefndi skipulagða glæpastarfsemi Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæ, sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að hann hefði heyrt af því að um skipulagða glæpastarfsemi væri að ræða og að þjófarnir væru að koma til landsins erlendis frá.Sjá einnig: Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Skúli segir lögreglu ekki hafa upplýsingar um hverjir mennirnir eru. Hann sagði að vissulega væri hægt að skilgreina þessi innbrot sem skipulagða glæpastarfsemi, sérstaklega þar sem aðferðirnar við innbrotin hafi verið mjög svipaðar. Þýfið hafi ekki sést í sölu hér á landi og því mætti leiða líkur að því að verið væri að senda það úr landi. Skúli ítrekar þó í samtali við Vísi að erfitt væri að svara þessum getgátum þar sem lögreglan hafi ekki öruggar upplýsingar um gerendur. „Ef ég væri kominn með gerendurna þá gæti ég svarað þessu fyrir víst, en við getum það ekki eins og staðan er í dag,“ segir Skúli. Hann sagði allar lögreglustöðvar vinna að rannsókn þessa máls enda sé allt höfuðborgarsvæðið undir þegar kemur að þessum innbrotum. „Það vantar einhvern veginn bara síðasta púslið til að geta sprengt þetta upp, það er mín tilfinning.“Öryggismyndavélar settar upp í Garðabæ Garðabær, Neyðarlínan og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafa undirritað samning um uppsetningu á öryggismyndavélum í sveitarfélaginu. Lögreglan mun stýra þessum öryggismyndavélum, taka á móti merkjum úr þeim og vista gögn eftir gildandi reglum og fyrirmælum frá Persónuvernd. Mynduð hefur verið verkefnisstjórn utan um uppsetningu þessara öryggismyndavéla í Garðabæ og er Skúli í þeim hóp. Mun verkefnisstjórnin funda í næstu viku þar sem verkefnið verður mótað frekar. Hann segir að vilji sé fyrir því að fá öflugar vélar sem geta lesið bílnúmer en þegar kemur að staðsetningu verður horft til afbrotatölfræði. Byrjað verður á að setja upp nokkrar öryggismyndavélar, fá þær til að virka og svo verður fikrað sig lengra áfram með þetta verkefni.
Lögreglumál Tengdar fréttir Skartgripaverslun nýjasta fórnarlamb innbrotafaraldursins Tvö innbrot komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 13. febrúar 2018 05:56 Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun "Við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar.“ 29. janúar 2018 14:00 Innbrotsþjófurinn fór inn um glugga Lögreglan fékk tilkynningu um innbrot á heimili í austurhluta Reykjavíkur á níunda tímanum í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 06:21 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Skartgripaverslun nýjasta fórnarlamb innbrotafaraldursins Tvö innbrot komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 13. febrúar 2018 05:56
Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun "Við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar.“ 29. janúar 2018 14:00
Innbrotsþjófurinn fór inn um glugga Lögreglan fékk tilkynningu um innbrot á heimili í austurhluta Reykjavíkur á níunda tímanum í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 06:21