Oddný um smálánafyrirtæki: "Þetta er náttúrulega bara glæpastarfsemi“ Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 17. febrúar 2018 17:14 Oddný Harðardóttir sat fyrir svörum í Víglínunni í dag. Vísir/Anton Ungt fólk í dag leitar meira til umboðsmanns skuldara vegna smálána en húsnæðislána. Oddný G. Harðardóttir vakti nýverið athygli á málinu og sat fyrir svörum ásamt Lilju Alfreðsdóttur í Víglínunni í dag. Þær eru sammála um að brýnt sé að koma lagaramma á slíka starfsemi sem fyrst og ná utan um hana, fyrirtækin sem stundi slíkt séu flink í að komast undan tilmælum sem þeim ber að fylgja. „Þetta er náttúrulega bara glæpastarfsemi, leyfi ég mér að segja,“ segir Oddný. „Þessi fyrirtæki koma inn á markaðinn eftir hrun, nýta sér bága stöðu fólks, bæði ungs fólks, öryrkja, einstæðra foreldra og fólks sem stendur veikt fyrir. Nýtir sér þessa stöðu. Til að byrja með voru þetta 700% ársvextir.“ Til að byrja með reyndi Árni Páll Árnason, þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, að koma frumvarpi til að setja slíkri starfsemi skorður í gegn en það náði ekki fram að ganga. Árið 2013 voru svo settar skorður við vextina. Heildarkostnaðurinn má þá ekki fara yfir rúmlega 50% á ári. „Vandinn er að þessi fyrirtæki fara ekki eftir þessu, Hafa fengið á sig dóm, dagsektir,“ segir Oddný. „Neytendastofa hefur nýtt allar sínar bjargir.“ „Þessi fyrirtæki eru ekki leyfisskyld, eru ekki undir eftirliti fjármálaeftirlitsins. Það er komið að því núna að setja upp lagasetningu sem ver neytendur fyrir svona árásum. Því að markaðssetningin hjá þeim er mjög ágeng,“ heldur hún áfram. Eygló hefur svipaða sögu að segja þó að hún hiki við að flokka þetta sem glæpastarfsemi. Ávinningur af slíkri starfsemi hljóti að vera mikill fyrst að fyrirtækin haldi áfram að komast undan þeim ramma sem þeim er settur. Hún telur vilja flestra á þingi vera að ná betur utan um slíka starfsemi með lagasetningu. Oddný segir svo að slík starfsemi sé „glæpastarfsemi vegna þess að þeir eru að brjóta lög.“ Smálán Stj.mál Víglínan Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Ungt fólk í dag leitar meira til umboðsmanns skuldara vegna smálána en húsnæðislána. Oddný G. Harðardóttir vakti nýverið athygli á málinu og sat fyrir svörum ásamt Lilju Alfreðsdóttur í Víglínunni í dag. Þær eru sammála um að brýnt sé að koma lagaramma á slíka starfsemi sem fyrst og ná utan um hana, fyrirtækin sem stundi slíkt séu flink í að komast undan tilmælum sem þeim ber að fylgja. „Þetta er náttúrulega bara glæpastarfsemi, leyfi ég mér að segja,“ segir Oddný. „Þessi fyrirtæki koma inn á markaðinn eftir hrun, nýta sér bága stöðu fólks, bæði ungs fólks, öryrkja, einstæðra foreldra og fólks sem stendur veikt fyrir. Nýtir sér þessa stöðu. Til að byrja með voru þetta 700% ársvextir.“ Til að byrja með reyndi Árni Páll Árnason, þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, að koma frumvarpi til að setja slíkri starfsemi skorður í gegn en það náði ekki fram að ganga. Árið 2013 voru svo settar skorður við vextina. Heildarkostnaðurinn má þá ekki fara yfir rúmlega 50% á ári. „Vandinn er að þessi fyrirtæki fara ekki eftir þessu, Hafa fengið á sig dóm, dagsektir,“ segir Oddný. „Neytendastofa hefur nýtt allar sínar bjargir.“ „Þessi fyrirtæki eru ekki leyfisskyld, eru ekki undir eftirliti fjármálaeftirlitsins. Það er komið að því núna að setja upp lagasetningu sem ver neytendur fyrir svona árásum. Því að markaðssetningin hjá þeim er mjög ágeng,“ heldur hún áfram. Eygló hefur svipaða sögu að segja þó að hún hiki við að flokka þetta sem glæpastarfsemi. Ávinningur af slíkri starfsemi hljóti að vera mikill fyrst að fyrirtækin haldi áfram að komast undan þeim ramma sem þeim er settur. Hún telur vilja flestra á þingi vera að ná betur utan um slíka starfsemi með lagasetningu. Oddný segir svo að slík starfsemi sé „glæpastarfsemi vegna þess að þeir eru að brjóta lög.“
Smálán Stj.mál Víglínan Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira