Framhaldsskólanemar kalla eftir sálfræðiþjónustu Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. febrúar 2018 07:24 Sara Dís Hafþórsdóttir hannaði kennimerki herferðarinnar. SÍf Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) fór í gær af stað með herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. „Af viðbrögðunum og fjölda þátttakenda að dæma er ljóst að þörfin er mikil en hundruð hafa nú sett inn nýjar prófílmyndir á Facebook, myndir sem tákna ýmist að þeir séu framhaldsskólanemar sem þurfi á sálfræðiþjónustu að halda eða þekki framhaldsskólanema sem þurfi á sálfræðiþjónustu að halda,“ segir í tilkynningu frá Sambandinu. „Þá notast þátttakendur við myllumerkið #míngeðheilsa en hugmyndin er að þangað geti fólk deilt reynslusögum, ekki einungis nemendur heldur einnig fyrrum nemendur sem hafa þurft að hætta í framhaldsskóla vegna andlegrar vanlíðanar, foreldrar og starfsfólk skólanna,“ segir þar ennfremur. Umræðan um gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum hefur að sögn SÍF lengi verið rædd meðal nemenda, skólastjórnenda og foreldra en einnig á Alþingi. Þrisvar hefur verið lögð fram þingsályktunartillaga þar sem lagt er til að gjaldfrjáls sálfræðiþjónusta verði í boði í framhaldsskólum en hún hefur aldrei komist lengra en í fyrstu umræðu. Komið hefur í ljós að þriðjungur háskólanema hér á landi mælist með þunglyndi og má leiða líkur að því að hlutfall framhaldsskólanema sé ekki ósvipað. Þá eru sjálfsvíg algengasta dánarorsök ungra karla. „SÍF kallar eftir samtali við ráðamenn ekki seinna en strax þar sem útfærsla sálfræðiþjónustu verður rædd og síðan framkvæmd enda nemendur orðnir langþreyttir á að ráðherrar menntamála og heilbrigðismála bendi hvor á annan.“ Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu sér áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) fór í gær af stað með herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. „Af viðbrögðunum og fjölda þátttakenda að dæma er ljóst að þörfin er mikil en hundruð hafa nú sett inn nýjar prófílmyndir á Facebook, myndir sem tákna ýmist að þeir séu framhaldsskólanemar sem þurfi á sálfræðiþjónustu að halda eða þekki framhaldsskólanema sem þurfi á sálfræðiþjónustu að halda,“ segir í tilkynningu frá Sambandinu. „Þá notast þátttakendur við myllumerkið #míngeðheilsa en hugmyndin er að þangað geti fólk deilt reynslusögum, ekki einungis nemendur heldur einnig fyrrum nemendur sem hafa þurft að hætta í framhaldsskóla vegna andlegrar vanlíðanar, foreldrar og starfsfólk skólanna,“ segir þar ennfremur. Umræðan um gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum hefur að sögn SÍF lengi verið rædd meðal nemenda, skólastjórnenda og foreldra en einnig á Alþingi. Þrisvar hefur verið lögð fram þingsályktunartillaga þar sem lagt er til að gjaldfrjáls sálfræðiþjónusta verði í boði í framhaldsskólum en hún hefur aldrei komist lengra en í fyrstu umræðu. Komið hefur í ljós að þriðjungur háskólanema hér á landi mælist með þunglyndi og má leiða líkur að því að hlutfall framhaldsskólanema sé ekki ósvipað. Þá eru sjálfsvíg algengasta dánarorsök ungra karla. „SÍF kallar eftir samtali við ráðamenn ekki seinna en strax þar sem útfærsla sálfræðiþjónustu verður rædd og síðan framkvæmd enda nemendur orðnir langþreyttir á að ráðherrar menntamála og heilbrigðismála bendi hvor á annan.“
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu sér áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira