„Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. febrúar 2018 09:05 Jarðskjálftahrina hefur staðið nær óslitið yfir við Grímsey síðan 14. febrúar. Vísir/Pjetur Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. Stærsti skjálftinn varð klukkan tuttugu og tvær mínútur í sex í morgun, hann mældist fyrst 4,6 en hann var endurreiknaður og er núna skráður 5,2 samkvæmt Salóme Jórunni Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Salóme segir að fjórum mínútum áður hafi mælst skjálfti sem var 4,5 að stærð en tugir skjálfta hafa mælst stærri en 3 í eyjunni frá því á miðnætti. „Þetta heldur svona áfram, þetta er stöðug virkni hérna en við erum að vakta þetta. Við erum ekki að sjá gosóróa í þessu eins og er,“ segir Salóme í samtali við Vísi. Er þetta farið að líkjast hefðbundinni skjálftavirkni meira en þetta gerði áður en atburðarásin er þó langt frá því að vera venjuleg. Langt er síðan slík skjálftavirkni hefur verið á svæðinu.Látlausir skjálftar í alla nótt Jóhannes G. Henningsson, formaður hverfisráðs Grímseyjar segir að íbúum í Grímsey finnist þetta virkilega óþægilegt ástand. „Þetta er bara sama sagan, þetta heldur bara áfram. Það leit út fyrir að þetta væri í rénun um miðjan dag í gær en svo jókst þetta bara aftur í gærkvöldi og var versnandi í alla nótt. Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti.“ Jóhannes segir að klukkan hálf níu hafi hann fundið þónokkurn skjálfta en sjálfur man hann ekki eftir öðru eins á svæðinu, svona langvarandi ástandi. Hann hefur búið í Grímsey í kringum þrjátíu ár. „Þetta er búið að vera látlaust í alla nótt og fundist mjög mikið fyrir þessu. Þetta er versta nóttin það sem af er.“Skjálftavirknin í Grímsey síðustu 48 klukkustundir. Skjálftar yfir 3 að stærð eru merktir með grænni stjörnu.Skjáskot/Veðurstofa ÍslandsMjög óþægilegt Skjálftinn sem mældist 5,2 fannst mjög vel og segir Jóhannes að fólk hafi fundið skjálftana í Aðaldal, á Akureyri og víðar. „Við fundum þetta mjög vel, það nötraði hér allt og skalf. Það hristist allt á veggjum þegar það skelfur, fólk er orðið mjög þreytt á þessu.“ Jóhannes segir að enginn geti sagt til um það hvenær það dragi úr skjálftavirkninni. „Fólk er bara rólegt fram að þessu en stendur ekkert á sama, maður vonar bara það besta. Fólki er aldrei vel við þetta þegar það er svona mikið, maður veit ekkert hvað er. Þetta er bara mjög óþægilegt.“ Einn íbúi í Grímsey gisti í bátnum sínum í nótt frekar en að vera heima hjá sér. „Honum er meinilla við þetta og sefur bara um borð.“ Veður Tengdar fréttir Dregur úr skjálftavirkni en hrinan ekki endilega á enda komin Skjálftahrina heldur áfram norðaustan við Grímsey, sem hefur staðið yfir síðan 14. febrúar, en talsvert hefur dregið úr henni í nótt og í morgun. 18. febrúar 2018 11:58 Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Sjá meira
Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. Stærsti skjálftinn varð klukkan tuttugu og tvær mínútur í sex í morgun, hann mældist fyrst 4,6 en hann var endurreiknaður og er núna skráður 5,2 samkvæmt Salóme Jórunni Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Salóme segir að fjórum mínútum áður hafi mælst skjálfti sem var 4,5 að stærð en tugir skjálfta hafa mælst stærri en 3 í eyjunni frá því á miðnætti. „Þetta heldur svona áfram, þetta er stöðug virkni hérna en við erum að vakta þetta. Við erum ekki að sjá gosóróa í þessu eins og er,“ segir Salóme í samtali við Vísi. Er þetta farið að líkjast hefðbundinni skjálftavirkni meira en þetta gerði áður en atburðarásin er þó langt frá því að vera venjuleg. Langt er síðan slík skjálftavirkni hefur verið á svæðinu.Látlausir skjálftar í alla nótt Jóhannes G. Henningsson, formaður hverfisráðs Grímseyjar segir að íbúum í Grímsey finnist þetta virkilega óþægilegt ástand. „Þetta er bara sama sagan, þetta heldur bara áfram. Það leit út fyrir að þetta væri í rénun um miðjan dag í gær en svo jókst þetta bara aftur í gærkvöldi og var versnandi í alla nótt. Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti.“ Jóhannes segir að klukkan hálf níu hafi hann fundið þónokkurn skjálfta en sjálfur man hann ekki eftir öðru eins á svæðinu, svona langvarandi ástandi. Hann hefur búið í Grímsey í kringum þrjátíu ár. „Þetta er búið að vera látlaust í alla nótt og fundist mjög mikið fyrir þessu. Þetta er versta nóttin það sem af er.“Skjálftavirknin í Grímsey síðustu 48 klukkustundir. Skjálftar yfir 3 að stærð eru merktir með grænni stjörnu.Skjáskot/Veðurstofa ÍslandsMjög óþægilegt Skjálftinn sem mældist 5,2 fannst mjög vel og segir Jóhannes að fólk hafi fundið skjálftana í Aðaldal, á Akureyri og víðar. „Við fundum þetta mjög vel, það nötraði hér allt og skalf. Það hristist allt á veggjum þegar það skelfur, fólk er orðið mjög þreytt á þessu.“ Jóhannes segir að enginn geti sagt til um það hvenær það dragi úr skjálftavirkninni. „Fólk er bara rólegt fram að þessu en stendur ekkert á sama, maður vonar bara það besta. Fólki er aldrei vel við þetta þegar það er svona mikið, maður veit ekkert hvað er. Þetta er bara mjög óþægilegt.“ Einn íbúi í Grímsey gisti í bátnum sínum í nótt frekar en að vera heima hjá sér. „Honum er meinilla við þetta og sefur bara um borð.“
Veður Tengdar fréttir Dregur úr skjálftavirkni en hrinan ekki endilega á enda komin Skjálftahrina heldur áfram norðaustan við Grímsey, sem hefur staðið yfir síðan 14. febrúar, en talsvert hefur dregið úr henni í nótt og í morgun. 18. febrúar 2018 11:58 Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Sjá meira
Dregur úr skjálftavirkni en hrinan ekki endilega á enda komin Skjálftahrina heldur áfram norðaustan við Grímsey, sem hefur staðið yfir síðan 14. febrúar, en talsvert hefur dregið úr henni í nótt og í morgun. 18. febrúar 2018 11:58
Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59