Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2018 19:45 Íbúar á Borgarfirði eystri gripu til sinna ráða í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á vegi sem liggur frá plássinu og til Egilsstaða. vísir/tinna Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. Á milli 80 og 90 manns hafa heilsársbúsetu á Borgarfirði eystri og mættu um 60 manns á mótmælin í dag að sögn Óttars Más Kárasonar, íbúa í bænum. Óttar segir veginn illa farinn þar sem ekki sé búið að malbika; hann sé holóttur og verði því illfær í rigningum. Íbúar hófu malbikunarframkvæmdir á mótmælunum í dag og byrjuðu að steypa í veginn. „Mótmælin eru tilkomin vegna þess að hingað er bara malarvegur, það er frá Borgarfirði og á Egilsstaði. Hann er orðinn mjög illa farinn og holóttur. Ég held við séum eini þéttbýlisstaðurinn á landinu sem hefur ekki malbikstengingu við annan þéttbýlisstað sem er þjónustukjarni. Það er kominn tími á þetta enda er þetta ekki mjög nútímalegt,“ segir Óttar. Hann segir vel geta verið að íbúarnir haldi malbikunarframkvæmdunum áfram ef ekkert verður að gert.Íbúarnir steptu í smá part úr veginum sem er illa farinn.vísir/tinna„Við fengum steypu og steyptum bara smá part af veginum, ætli þetta hafi ekki verið svona tveggja metra breitt yfir, svo sá partur ætti að vera sléttur og fínn. Svo bíðum við bara spennt með restina.“ Vegurinn frá Borgarfirði eystri til Egilsstaða er 70 kílómetrar en Óttar segir að rúmlega helmingur vegarins sé malbikaður. Fjöldi ferðamanna kemur til Borgarfjarðar eystri yfir sumartímann og segir Óttar að þá fari yfir 300 bílar að meðaltali á dag um veginn. Þegar tónlistarhátíðin Bræðslan fer svo fram eina helgi í júlí er mun meira álag á veginum að sögn Óttars. „Og vegurinn ræður aldrei við það.“ Óttar segir malbikun vegarins hafa verið á samgönguáætlun í nokkur ár en ekkert hafi þó gerst.Frá framkvæmdunum og mótmælunum í dag.vísir/tinna„Þannig að við sáum ekki annað en að við þyrftum að fara í þetta sjálf,“ segir Óttar. Aðspurður nánar um ástand vegarins segir Óttar að það sé hægt að keyra hann en það sé hins vegar óásættanlegt að hafa svo slæman veg milli þéttbýlisstaða árið 2018. Óttar bendir jafnframt á að íbúar Borgarfjarðar eystri sæki í raun alla þjónustu um veginn. „Það er ekki verslun hér og engin heilbrigðisþjónusta,“ segir Óttar. Hann segir að til sé kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdum á veginum. „Það eru þrír kaflar sem þarf að malbika og samkvæmt kostnaðaráætlun kostar lengsti kaflinn um milljarð eða nálægt því. Það eru staðlar um að vegurinn þurfi að vera átta metra breiður en við höfum verið að berjast fyrir því að fá þá frekar eitthvað því það er hægt að veita undanþágu fyrir mjórri veg sem er örugglega helmingi ódýrara,“ segir Óttar. Borgarfjörður eystri Samgöngur Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. Á milli 80 og 90 manns hafa heilsársbúsetu á Borgarfirði eystri og mættu um 60 manns á mótmælin í dag að sögn Óttars Más Kárasonar, íbúa í bænum. Óttar segir veginn illa farinn þar sem ekki sé búið að malbika; hann sé holóttur og verði því illfær í rigningum. Íbúar hófu malbikunarframkvæmdir á mótmælunum í dag og byrjuðu að steypa í veginn. „Mótmælin eru tilkomin vegna þess að hingað er bara malarvegur, það er frá Borgarfirði og á Egilsstaði. Hann er orðinn mjög illa farinn og holóttur. Ég held við séum eini þéttbýlisstaðurinn á landinu sem hefur ekki malbikstengingu við annan þéttbýlisstað sem er þjónustukjarni. Það er kominn tími á þetta enda er þetta ekki mjög nútímalegt,“ segir Óttar. Hann segir vel geta verið að íbúarnir haldi malbikunarframkvæmdunum áfram ef ekkert verður að gert.Íbúarnir steptu í smá part úr veginum sem er illa farinn.vísir/tinna„Við fengum steypu og steyptum bara smá part af veginum, ætli þetta hafi ekki verið svona tveggja metra breitt yfir, svo sá partur ætti að vera sléttur og fínn. Svo bíðum við bara spennt með restina.“ Vegurinn frá Borgarfirði eystri til Egilsstaða er 70 kílómetrar en Óttar segir að rúmlega helmingur vegarins sé malbikaður. Fjöldi ferðamanna kemur til Borgarfjarðar eystri yfir sumartímann og segir Óttar að þá fari yfir 300 bílar að meðaltali á dag um veginn. Þegar tónlistarhátíðin Bræðslan fer svo fram eina helgi í júlí er mun meira álag á veginum að sögn Óttars. „Og vegurinn ræður aldrei við það.“ Óttar segir malbikun vegarins hafa verið á samgönguáætlun í nokkur ár en ekkert hafi þó gerst.Frá framkvæmdunum og mótmælunum í dag.vísir/tinna„Þannig að við sáum ekki annað en að við þyrftum að fara í þetta sjálf,“ segir Óttar. Aðspurður nánar um ástand vegarins segir Óttar að það sé hægt að keyra hann en það sé hins vegar óásættanlegt að hafa svo slæman veg milli þéttbýlisstaða árið 2018. Óttar bendir jafnframt á að íbúar Borgarfjarðar eystri sæki í raun alla þjónustu um veginn. „Það er ekki verslun hér og engin heilbrigðisþjónusta,“ segir Óttar. Hann segir að til sé kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdum á veginum. „Það eru þrír kaflar sem þarf að malbika og samkvæmt kostnaðaráætlun kostar lengsti kaflinn um milljarð eða nálægt því. Það eru staðlar um að vegurinn þurfi að vera átta metra breiður en við höfum verið að berjast fyrir því að fá þá frekar eitthvað því það er hægt að veita undanþágu fyrir mjórri veg sem er örugglega helmingi ódýrara,“ segir Óttar.
Borgarfjörður eystri Samgöngur Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira