Síðustu dagar hafa verið erfiðir fyrir körfuboltakappann Blake Griffin. Fyrst var hann sendur úr sólinni í LA yfir í kaldan í Detroit og nú er verið að segja að hann kunni ekkert að kyssa.
Það er afreksíþróttakonan Lolo Jones sem segir Griffin ekki kunna að kyssa. Hún var afreksíþróttakona í hlaupum og nú síðast á bobsleða.
„Ég fór á stefnumót með honum. Versta stefnumót lífs míns og þess utan kann hann ekkert að kyssa,“ sagði Jones en einhverra hluta vegna er verið að rifja þetta upp núna en mörg ár eru síðan þau voru að hittast.
Griffin er orðinn leikmaður Detroit Pistons eftir að hafa verið stórstjarna hjá LA Clippers í áraraðir.

