Segja ágreining milli Helgu og annarra starfsmanna ástæðu starfsloka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. febrúar 2018 18:10 Helga Arnardóttir, frétta- og dagskrárgerðarmaður, segir áform stjórnenda hafa verið reist á sandi. Stjórn Birtíngs segir að ástæða starfsloka Helgu Arnardóttur, sem hætti í gær sem yfirritstjóri félagsins, hafi verið óleysanlegur ágreiningur á milli hennar og annarra starfsmanna.Greint var frá starfslokum Helgu í gær en hún hafði aðeins starfað sem yfirritstjóri í átján daga eftir að hafa söðlað um í byrjun árs sem einn af umsjónarmönnum Kastljóss á RÚV.Helga tjáði sig um starfslokin í dag og sagði hún meðal annars frá því að hún hafi fljótlega gert sér grein fyrir því í nýju starfi að hún myndi meðal annars ekki njóta ritstjórnarlegs sjálfstæðis við útgáfu Mannlífs. Er þessu vísað á bug í yfirlýsingu frá stjórn Birtíngs. Þar segir að henni hafi mátt vera ljóst að hún myndi njóta fullkomins ritstjórnarlegs frelsis. „Á fundi með tveimur af þremur stjórnarmönnum Birtíngs, stuttu fyrir janúarútgáfu Mannlífs, kom það skýrt fram að hvorki stjórn né eigendur ætluðu að skipta sér af því hvað fjallað væri um í blaðinu. Þvert á móti fór það ekki á milli mála á þeim fundi að hún hefði fullkomið ritstjórnarlegt frelsi,“ segir í yfirlýsingunni. Ástæða starfsloka hennar sé sem fyrr segir, óleysanlegur ágreiningur á mili Helgu og annarra starfsmanna. „Ástæða starfsloka Helgu er einfaldlega sú að fljótlega kom upp ágreiningur á milli hennar og annarra starfsmanna á ritstjórn Birtíngs, sem ekki reyndist unnt að leysa. Þetta er eina ástæða starfsloka Helgu Arnardóttur,“ segir í yfirlýsingunni. Í stjórn Birtíngs sitja Gunnlaugur Árnason stjórnarformaður, Þorvarður Gunnarsson og Halldór Kristmannsson.Yfirlýsing stjórnar Birtíngs í heild sinni„Stjórn Birtíngs útgáfufélags vill koma því á framfæri að Helga Arnardóttir segir því miður ekki rétt frá um ástæður starfsloka sinna í færslu á Facebook-síðu sinni, sem hefur verið umfjöllunarefni fjölmiðla í dag.Einnig vill stjórnin taka það sérstaklega fram að á engan hátt var vegið að ritstjórnarlegu sjálfstæði hennar við útgáfu Mannlífs og stjórnin harmar það að reyndur fjölmiðlamaður fari svo frjálslega með staðreyndir.Á fundi með tveimur af þremur stjórnarmönnum Birtíngs, stuttu fyrir janúarútgáfu Mannlífs, kom það skýrt fram að hvorki stjórn né eigendur ætluðu að skipta sér af því hvað fjallað væri um í blaðinu. Þvert á móti fór það ekki á milli mála á þeim fundi að hún hefði fullkomið ritstjórnarlegt frelsi.Ástæða starfsloka Helgu er einfaldlega sú að fljótlega kom upp ágreiningur á milli hennar og annarra starfsmanna á ritstjórn Birtíngs, sem ekki reyndist unnt að leysa. Þetta er eina ástæða starfsloka Helgu Arnardóttur.Stjórn Birtíngsútgáfufélags.“ Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Segist ekki hafa notið ritstjórnarlegs sjálfstæðis og fögur fyrirheit á sandi reist Helga Arnardóttir bregst við fréttum af uppsögn sinni hjá Birtíngi. 1. febrúar 2018 11:57 Hættir sem yfirritstjóri Birtíngs eftir mánuð í starfi Helga Arnardóttir hefur hætt sem yfirritstjóri Birtíngs. 31. janúar 2018 22:28 Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira
Stjórn Birtíngs segir að ástæða starfsloka Helgu Arnardóttur, sem hætti í gær sem yfirritstjóri félagsins, hafi verið óleysanlegur ágreiningur á milli hennar og annarra starfsmanna.Greint var frá starfslokum Helgu í gær en hún hafði aðeins starfað sem yfirritstjóri í átján daga eftir að hafa söðlað um í byrjun árs sem einn af umsjónarmönnum Kastljóss á RÚV.Helga tjáði sig um starfslokin í dag og sagði hún meðal annars frá því að hún hafi fljótlega gert sér grein fyrir því í nýju starfi að hún myndi meðal annars ekki njóta ritstjórnarlegs sjálfstæðis við útgáfu Mannlífs. Er þessu vísað á bug í yfirlýsingu frá stjórn Birtíngs. Þar segir að henni hafi mátt vera ljóst að hún myndi njóta fullkomins ritstjórnarlegs frelsis. „Á fundi með tveimur af þremur stjórnarmönnum Birtíngs, stuttu fyrir janúarútgáfu Mannlífs, kom það skýrt fram að hvorki stjórn né eigendur ætluðu að skipta sér af því hvað fjallað væri um í blaðinu. Þvert á móti fór það ekki á milli mála á þeim fundi að hún hefði fullkomið ritstjórnarlegt frelsi,“ segir í yfirlýsingunni. Ástæða starfsloka hennar sé sem fyrr segir, óleysanlegur ágreiningur á mili Helgu og annarra starfsmanna. „Ástæða starfsloka Helgu er einfaldlega sú að fljótlega kom upp ágreiningur á milli hennar og annarra starfsmanna á ritstjórn Birtíngs, sem ekki reyndist unnt að leysa. Þetta er eina ástæða starfsloka Helgu Arnardóttur,“ segir í yfirlýsingunni. Í stjórn Birtíngs sitja Gunnlaugur Árnason stjórnarformaður, Þorvarður Gunnarsson og Halldór Kristmannsson.Yfirlýsing stjórnar Birtíngs í heild sinni„Stjórn Birtíngs útgáfufélags vill koma því á framfæri að Helga Arnardóttir segir því miður ekki rétt frá um ástæður starfsloka sinna í færslu á Facebook-síðu sinni, sem hefur verið umfjöllunarefni fjölmiðla í dag.Einnig vill stjórnin taka það sérstaklega fram að á engan hátt var vegið að ritstjórnarlegu sjálfstæði hennar við útgáfu Mannlífs og stjórnin harmar það að reyndur fjölmiðlamaður fari svo frjálslega með staðreyndir.Á fundi með tveimur af þremur stjórnarmönnum Birtíngs, stuttu fyrir janúarútgáfu Mannlífs, kom það skýrt fram að hvorki stjórn né eigendur ætluðu að skipta sér af því hvað fjallað væri um í blaðinu. Þvert á móti fór það ekki á milli mála á þeim fundi að hún hefði fullkomið ritstjórnarlegt frelsi.Ástæða starfsloka Helgu er einfaldlega sú að fljótlega kom upp ágreiningur á milli hennar og annarra starfsmanna á ritstjórn Birtíngs, sem ekki reyndist unnt að leysa. Þetta er eina ástæða starfsloka Helgu Arnardóttur.Stjórn Birtíngsútgáfufélags.“
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Segist ekki hafa notið ritstjórnarlegs sjálfstæðis og fögur fyrirheit á sandi reist Helga Arnardóttir bregst við fréttum af uppsögn sinni hjá Birtíngi. 1. febrúar 2018 11:57 Hættir sem yfirritstjóri Birtíngs eftir mánuð í starfi Helga Arnardóttir hefur hætt sem yfirritstjóri Birtíngs. 31. janúar 2018 22:28 Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira
Segist ekki hafa notið ritstjórnarlegs sjálfstæðis og fögur fyrirheit á sandi reist Helga Arnardóttir bregst við fréttum af uppsögn sinni hjá Birtíngi. 1. febrúar 2018 11:57
Hættir sem yfirritstjóri Birtíngs eftir mánuð í starfi Helga Arnardóttir hefur hætt sem yfirritstjóri Birtíngs. 31. janúar 2018 22:28