Meiri snjókoma fylgir næsta stormi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 07:50 Von er á næsta stormi strax á sunnudag og honum fylgir meiri snjókoma en þeim sem gengið hefur yfir landið síðan í gærkvöldi. VÍSIR/ERNIR Óveðrið sem geisað hefur víða um land síðan í gærkvöldi byrjar að ganga niður upp úr klukkan 10 á höfuðborgarsvæðinu en strax upp úr klukkan 8 á Reykjanesi að sögn Daníels Þorlákssonar veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Á Norðurlandi vestra verður búið að lægja um og upp úr hádegi og á Norðurlandi eystra gengur veðrið niður í kvöld. Enn er appelsínugul viðvörun í gildi fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og gul viðvörun í gildi að öðru leyti fyrir landið allt. Sjá einnig:Vegir lokaðir víða um land og strætóferðir falla niður Það er síðan von á næsta stormi strax næsta sunnudag. Segir Daníel að þá verði mjög suðlæg átt og hvað hvassast á svipuðum slóðum og verið hefur í þessu óveðri. Það sem sé hins vegar ólíkt með stormunum tveimur er að meiri snjókoma fylgir þeim sem kemur á sunnudag. Aðspurður hvar versta veðrið hefur verið segir Daníel að það hafi verið víða um vestanvert landið en á norðanverðu Snæfellsnesi var vindurinn hvað sterkastur. Þannig hafi meðalvindhraði á Laxárdalsheiði verið um 35 metrar á sekúndu. Að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands voru mestu vindhviðurnar í nótt á Skarðsheiði, 64 metrar á sekúndu, 53 metrar á sekúndu við Hafnarfjall og 52 metrar á sekúndu við Þyril. Hviður við Hafnarfjall voru um 50 metrar á sekúndu frá klukkan 21 í gærkvöldi til klukkan 3 í nótt.Hugleiðingar veðurfræðings á vef Veðurstofunnar:Dagurinn byrjar á suðaustan stormi eða roki um landið V-vert. Á milli kl 9 og 11 dregur hratt úr vindinum S- og V-lands þegar snýst í suðvestan 8-15 m/s, en í Húnavatnssýslunum gengur veðrið niður um hádegi.Með morgninum er enn að hvessa um landið A-vert og verður stormur þar fram yfir hádegi, en síðdegis ætti mesti veðurofsinn að vera liðinn hjá.Í fyrstu er rigning á láglendi, en með suðvestanáttinni fer kólnandi og er útlit fyrir slydduél og síðan él um landið S- og V-vert, en úrkomulítið NA-lands.Á morgun spáir suðvestanátt og éljum V-lands, en úrkomulítið fyrir austan. Á sunnudag gengur síðan í sunnan storm eða rok og gera spár ráð fyrir talsverðri rigningu S- og V-til.Mesti meðalvindhraði í nótt hefur verið:43 m/s í Kerlingarfjöllum, 36 m/s við Kolku og Skálafell, og 35 m/s á Laxárdalsheiði.Mestu vindhviðurnar voru:64 m/s á Skarðsheiði, 53 m/s við Hafnarfjall og 52 m/s við Þyril. Hviður við Hafnarfjall voru um 50 m/s frá kl. 21 í gærkvöldi til kl. 3 í nótt.Eins og segir er veðrið ekki liðið hjá og því ekki útilokað að hærri tölur mælist í dag.Veðurhorfur í dag og næstu daga:Suðaustan 18-25 m/s V-til og gengur einnig í sunnan hvassviðri eða storm A-lands með morgninum. Slydda eða rigning á láglendi, en úrkomulítið NA-til. Hiti 2 til 7 stig.Snýst í allhvassa suðvestlæga átt með slydduéljum um V-vert landið laust fyrir hádegi, en áfram sunnan hvassviðri eða stormur A-til fram eftir degi og rigning SA-lands. Kólnar í veðri.Suðvestan 8-15 m/s og él í kvöld og á morgun, en léttskýjað á A-verðu landinu. Hiti um og undir frostmarki.Á laugardag:Suðvestan 8-15 m/s og él, en léttskýjað á A-verðu landinu. Frost 0 til 5 stig inn til landsins en hiti um og yfir frostmarki víða við ströndina.Á sunnudag:Gengur í sunnan 20-25 m/s og víða mikil rigning, einkum á V-verðu landinu, en úrkomulítið NA-til. Hiti 5 til 10 stig, hlýjast nyrst. Suðvestanhvassviðri V-lands um kvöldið með slyddu og kólnar aftur.Á mánudag:Suðvestan 10-18 m/s og éljahryðjur á V-verðu landinu, en heldur hægari A-til og léttskýjað. Harðnandi frost.Á þriðjudag:Útlit fyrir vestlæga átt og stöku él V-lands í fyrstu, annars víða bjart. Vaxandi suðlæg átt um kvöldið. Áfram talsvert frost, allt að 15 stig í innsveitum NA-til.Á miðvikudag:Hvöss sunnanátt með rigningu eða slyddu, en snýst í suðvestanátt með éljum og kólnar þegar líður á daginn.Á fimmtudag:Áframhaldandi suðvestanátt með éljum um landið V-vert, en bjart eystra og kólnar enn frekar í veðri. Veður Tengdar fréttir Gátu ekki lent á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs Röskun varð á milllilandaflugi seint í gærkvöldi vegna óveðurs á Keflavíkurflugvelli. 2. febrúar 2018 07:18 Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Fleiri fréttir Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Sjá meira
Óveðrið sem geisað hefur víða um land síðan í gærkvöldi byrjar að ganga niður upp úr klukkan 10 á höfuðborgarsvæðinu en strax upp úr klukkan 8 á Reykjanesi að sögn Daníels Þorlákssonar veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Á Norðurlandi vestra verður búið að lægja um og upp úr hádegi og á Norðurlandi eystra gengur veðrið niður í kvöld. Enn er appelsínugul viðvörun í gildi fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og gul viðvörun í gildi að öðru leyti fyrir landið allt. Sjá einnig:Vegir lokaðir víða um land og strætóferðir falla niður Það er síðan von á næsta stormi strax næsta sunnudag. Segir Daníel að þá verði mjög suðlæg átt og hvað hvassast á svipuðum slóðum og verið hefur í þessu óveðri. Það sem sé hins vegar ólíkt með stormunum tveimur er að meiri snjókoma fylgir þeim sem kemur á sunnudag. Aðspurður hvar versta veðrið hefur verið segir Daníel að það hafi verið víða um vestanvert landið en á norðanverðu Snæfellsnesi var vindurinn hvað sterkastur. Þannig hafi meðalvindhraði á Laxárdalsheiði verið um 35 metrar á sekúndu. Að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands voru mestu vindhviðurnar í nótt á Skarðsheiði, 64 metrar á sekúndu, 53 metrar á sekúndu við Hafnarfjall og 52 metrar á sekúndu við Þyril. Hviður við Hafnarfjall voru um 50 metrar á sekúndu frá klukkan 21 í gærkvöldi til klukkan 3 í nótt.Hugleiðingar veðurfræðings á vef Veðurstofunnar:Dagurinn byrjar á suðaustan stormi eða roki um landið V-vert. Á milli kl 9 og 11 dregur hratt úr vindinum S- og V-lands þegar snýst í suðvestan 8-15 m/s, en í Húnavatnssýslunum gengur veðrið niður um hádegi.Með morgninum er enn að hvessa um landið A-vert og verður stormur þar fram yfir hádegi, en síðdegis ætti mesti veðurofsinn að vera liðinn hjá.Í fyrstu er rigning á láglendi, en með suðvestanáttinni fer kólnandi og er útlit fyrir slydduél og síðan él um landið S- og V-vert, en úrkomulítið NA-lands.Á morgun spáir suðvestanátt og éljum V-lands, en úrkomulítið fyrir austan. Á sunnudag gengur síðan í sunnan storm eða rok og gera spár ráð fyrir talsverðri rigningu S- og V-til.Mesti meðalvindhraði í nótt hefur verið:43 m/s í Kerlingarfjöllum, 36 m/s við Kolku og Skálafell, og 35 m/s á Laxárdalsheiði.Mestu vindhviðurnar voru:64 m/s á Skarðsheiði, 53 m/s við Hafnarfjall og 52 m/s við Þyril. Hviður við Hafnarfjall voru um 50 m/s frá kl. 21 í gærkvöldi til kl. 3 í nótt.Eins og segir er veðrið ekki liðið hjá og því ekki útilokað að hærri tölur mælist í dag.Veðurhorfur í dag og næstu daga:Suðaustan 18-25 m/s V-til og gengur einnig í sunnan hvassviðri eða storm A-lands með morgninum. Slydda eða rigning á láglendi, en úrkomulítið NA-til. Hiti 2 til 7 stig.Snýst í allhvassa suðvestlæga átt með slydduéljum um V-vert landið laust fyrir hádegi, en áfram sunnan hvassviðri eða stormur A-til fram eftir degi og rigning SA-lands. Kólnar í veðri.Suðvestan 8-15 m/s og él í kvöld og á morgun, en léttskýjað á A-verðu landinu. Hiti um og undir frostmarki.Á laugardag:Suðvestan 8-15 m/s og él, en léttskýjað á A-verðu landinu. Frost 0 til 5 stig inn til landsins en hiti um og yfir frostmarki víða við ströndina.Á sunnudag:Gengur í sunnan 20-25 m/s og víða mikil rigning, einkum á V-verðu landinu, en úrkomulítið NA-til. Hiti 5 til 10 stig, hlýjast nyrst. Suðvestanhvassviðri V-lands um kvöldið með slyddu og kólnar aftur.Á mánudag:Suðvestan 10-18 m/s og éljahryðjur á V-verðu landinu, en heldur hægari A-til og léttskýjað. Harðnandi frost.Á þriðjudag:Útlit fyrir vestlæga átt og stöku él V-lands í fyrstu, annars víða bjart. Vaxandi suðlæg átt um kvöldið. Áfram talsvert frost, allt að 15 stig í innsveitum NA-til.Á miðvikudag:Hvöss sunnanátt með rigningu eða slyddu, en snýst í suðvestanátt með éljum og kólnar þegar líður á daginn.Á fimmtudag:Áframhaldandi suðvestanátt með éljum um landið V-vert, en bjart eystra og kólnar enn frekar í veðri.
Veður Tengdar fréttir Gátu ekki lent á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs Röskun varð á milllilandaflugi seint í gærkvöldi vegna óveðurs á Keflavíkurflugvelli. 2. febrúar 2018 07:18 Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Fleiri fréttir Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Sjá meira
Gátu ekki lent á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs Röskun varð á milllilandaflugi seint í gærkvöldi vegna óveðurs á Keflavíkurflugvelli. 2. febrúar 2018 07:18
Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15