Sameinuðu þjóðirnar vilja blaðamenn Reuters í Mjanmar úr fangelsi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. febrúar 2018 07:00 Aðgerðum lögreglunnar í Mjanmar hefur verið mótmælt. Nordicphotos/AFP Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamenn Reuters, yrðu leystir úr haldi. Þeir Lone og Oo hafa verið í fangelsi í Mjanmar frá því þeir voru handteknir þann 12. desember, grunaðir um að hafa brotið upplýsingalög ríkisins þegar þeir leituðu að upplýsingum um þjóðernishreinsanir ríkisstjórnarinnar á Róhingjum í Rakhine-héraði. „Við köllum eftir því að þeir verði tafarlaust leystir úr haldi og að ákærurnar á hendur þeim verði felldar niður. Alvarleg aðför ríkisstjórnar Mjanmar að tjáningarfrelsinu er okkur mikið áhyggjuefni,“ sagði Rupert Colville, talsmaður stofnunarinnar, á blaðamannafundi í Genf í gær. Beiðni þeirra Oo og Lone um lausn gegn tryggingu var hafnað á fimmtudaginn. Ye Lwin dómari sagði að brotið sem um ræðir væri þess eðlis að lausn gegn tryggingu væri ekki í boði. Stephen J. Adler, ritstjóri Reuters, lýsti vonbrigðum sínum með ákvörðunina. „Þeir hafa nú verið í fangelsi í fimmtíu daga. Þeir ættu að fá að vera með fjölskyldum sínum á meðan réttarhöldin standa yfir.“ Than Zaw Aung, lögmaður blaðamannanna, sagði eftir höfnun dómara að upplýsingarnar sem málið snerist um hefðu nú þegar verið aðgengilegar almenningi. Lögreglumaður hafi greint frá því er hann bar vitni að þær hefðu þá þegar birst í dagblöðum. Alls hefur meira en hálf milljón fólks af þjóðflokki Róhingja flúið heimkynni sín í Rakhine-héraði og haldið til Bangladess eftir að ofbeldi braust þar út í ágúst í fyrra. Þáverandi mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti því yfir að um þjóðernishreinsanir væri að ræða og síðar sagði hann möguleika á að framið væri þjóðarmorð á Róhingjum. Sagðist hann hafa heyrt sögur af því að Róhingjar væru skotnir til bana án dóms og laga og að bæir þeirra væru brenndir. Nú stendur til að flytja flóttamennina heim aftur og á þeim flutningum að vera lokið árið 2019. Óháð félagasamtök hafa lýst áhyggjum af flutningunum og telja óvíst að Róhingjum verði vel tekið. Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamenn Reuters, yrðu leystir úr haldi. Þeir Lone og Oo hafa verið í fangelsi í Mjanmar frá því þeir voru handteknir þann 12. desember, grunaðir um að hafa brotið upplýsingalög ríkisins þegar þeir leituðu að upplýsingum um þjóðernishreinsanir ríkisstjórnarinnar á Róhingjum í Rakhine-héraði. „Við köllum eftir því að þeir verði tafarlaust leystir úr haldi og að ákærurnar á hendur þeim verði felldar niður. Alvarleg aðför ríkisstjórnar Mjanmar að tjáningarfrelsinu er okkur mikið áhyggjuefni,“ sagði Rupert Colville, talsmaður stofnunarinnar, á blaðamannafundi í Genf í gær. Beiðni þeirra Oo og Lone um lausn gegn tryggingu var hafnað á fimmtudaginn. Ye Lwin dómari sagði að brotið sem um ræðir væri þess eðlis að lausn gegn tryggingu væri ekki í boði. Stephen J. Adler, ritstjóri Reuters, lýsti vonbrigðum sínum með ákvörðunina. „Þeir hafa nú verið í fangelsi í fimmtíu daga. Þeir ættu að fá að vera með fjölskyldum sínum á meðan réttarhöldin standa yfir.“ Than Zaw Aung, lögmaður blaðamannanna, sagði eftir höfnun dómara að upplýsingarnar sem málið snerist um hefðu nú þegar verið aðgengilegar almenningi. Lögreglumaður hafi greint frá því er hann bar vitni að þær hefðu þá þegar birst í dagblöðum. Alls hefur meira en hálf milljón fólks af þjóðflokki Róhingja flúið heimkynni sín í Rakhine-héraði og haldið til Bangladess eftir að ofbeldi braust þar út í ágúst í fyrra. Þáverandi mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti því yfir að um þjóðernishreinsanir væri að ræða og síðar sagði hann möguleika á að framið væri þjóðarmorð á Róhingjum. Sagðist hann hafa heyrt sögur af því að Róhingjar væru skotnir til bana án dóms og laga og að bæir þeirra væru brenndir. Nú stendur til að flytja flóttamennina heim aftur og á þeim flutningum að vera lokið árið 2019. Óháð félagasamtök hafa lýst áhyggjum af flutningunum og telja óvíst að Róhingjum verði vel tekið.
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira