Miklir vatnavextir í Grímsnesi Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2018 21:44 Veðurfræðingur segir að draga muni hratt úr þessu ástandi í nótt. Jóhannes Geir Sigurjónsson Miklir vatnavextir hafa verið í Grímsnesi í dag og er nánast allt á flot á leiðinni milli Svínavatns og Borgar. Jóhannes Geir Sigurjónsson tók meðfylgjandi myndir af ástandinu en að sögn veðurfræðings skapast þetta ástand vegna þess að frost er í jörðu á sama tíma og mikil rigning og bráðnun á sér stað. Veðurfræðingurinn tók þó fram í samtali við Vísi að kólnað hefur nokkuð skart síðastliðna klukkutíma og mun draga fremur hratt úr vatnavöxtunum í nótt.Mynd sem Jóhannes Geir Sigurjónsson tók síðdegis.Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hafa þessir vatnavextir ekki haft áhrif á umferð. Greiðfært er að mestu á Suður og Suðvesturlandi en flughált í Grafningi og á Reykjavegi. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði en snjóþekja er á Bröttubrekku. Það eru víða hálkublettir á Vestfjörðum. Snjóþekja og snjókoma er á fjallvegum og hvasst. Hálkublettir eru á nokkrum leiðum á Norðurlandi vestra en snjóþekja er á Vatnsskarði og Þverárfjalli.Jóhannes Geir SigurjónssonÁ Norðausturlandi er greiðfært á flestum leiðum en snjóþekja og snjókoma er á Öxnadalsheiði og hálka er á Hólasandi. Hálkublettir eru á Dettifossvegi. Á Austurlandi er víða hálka eða hálkublettir en flughált í Jökulsárhlíð. Greiðfært er með suðausturströndinni en Sólheimajökulsvegur er ófær vegna vatnavaxta.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á morgun:Suðvestan 13-20 m/s í nótt og á morgun og éljagangur, en þurrt að mestu um landið norðaustanvert. Heldur hvassara og úrkomumeira vestantil á landinu um tíma síðdegis á morgun. Frost 1 til 8 stig seint á morgun, kaldast í innsveitum.Á þriðjudag:Minnkandi vestanátt og él fram yfir hádegi V-til, en léttskýjað á A-verðu landinu. Frost 2 til 15 stig, kaldast í innsveitum NA-lands. Snýst í vaxandi suðaustanátt á SV- og V-landi um kvöldið.Á miðvikudag:Suðaustan hvassviðri með snjókomu eða rigningu um morguninn, síðan talsvert hægari suðvestanátt með éljum, fyrst V-til. Kólnar í veðri og léttir til á NA- og A-landi seinni partinn.Á fimmtudag og föstudag:Suðvestanátt og él, en þurrt og bjart veður á NA- og A-landi. Frost 1 til 10 stig, kaldast fyrir norðan og austan.Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir umhleypingasamt veður. Samgöngur Veður Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Miklir vatnavextir hafa verið í Grímsnesi í dag og er nánast allt á flot á leiðinni milli Svínavatns og Borgar. Jóhannes Geir Sigurjónsson tók meðfylgjandi myndir af ástandinu en að sögn veðurfræðings skapast þetta ástand vegna þess að frost er í jörðu á sama tíma og mikil rigning og bráðnun á sér stað. Veðurfræðingurinn tók þó fram í samtali við Vísi að kólnað hefur nokkuð skart síðastliðna klukkutíma og mun draga fremur hratt úr vatnavöxtunum í nótt.Mynd sem Jóhannes Geir Sigurjónsson tók síðdegis.Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hafa þessir vatnavextir ekki haft áhrif á umferð. Greiðfært er að mestu á Suður og Suðvesturlandi en flughált í Grafningi og á Reykjavegi. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði en snjóþekja er á Bröttubrekku. Það eru víða hálkublettir á Vestfjörðum. Snjóþekja og snjókoma er á fjallvegum og hvasst. Hálkublettir eru á nokkrum leiðum á Norðurlandi vestra en snjóþekja er á Vatnsskarði og Þverárfjalli.Jóhannes Geir SigurjónssonÁ Norðausturlandi er greiðfært á flestum leiðum en snjóþekja og snjókoma er á Öxnadalsheiði og hálka er á Hólasandi. Hálkublettir eru á Dettifossvegi. Á Austurlandi er víða hálka eða hálkublettir en flughált í Jökulsárhlíð. Greiðfært er með suðausturströndinni en Sólheimajökulsvegur er ófær vegna vatnavaxta.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á morgun:Suðvestan 13-20 m/s í nótt og á morgun og éljagangur, en þurrt að mestu um landið norðaustanvert. Heldur hvassara og úrkomumeira vestantil á landinu um tíma síðdegis á morgun. Frost 1 til 8 stig seint á morgun, kaldast í innsveitum.Á þriðjudag:Minnkandi vestanátt og él fram yfir hádegi V-til, en léttskýjað á A-verðu landinu. Frost 2 til 15 stig, kaldast í innsveitum NA-lands. Snýst í vaxandi suðaustanátt á SV- og V-landi um kvöldið.Á miðvikudag:Suðaustan hvassviðri með snjókomu eða rigningu um morguninn, síðan talsvert hægari suðvestanátt með éljum, fyrst V-til. Kólnar í veðri og léttir til á NA- og A-landi seinni partinn.Á fimmtudag og föstudag:Suðvestanátt og él, en þurrt og bjart veður á NA- og A-landi. Frost 1 til 10 stig, kaldast fyrir norðan og austan.Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir umhleypingasamt veður.
Samgöngur Veður Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent