Netöryggi barna Þóra Jónsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 07:00 Í dag er alþjóðlegi netöryggisdagurinn. Frá árinu 2001 hafa Barnaheill – Save the Children á Íslandi starfrækt ábendingalínu fyrir ólöglegt og óviðeigandi efni á neti, í samstarfi við Ríkislögreglustjóra. Ábendingalínan er hluti af SAFT verkefninu, (Samfélag, fjölskylda og tækni) og nýtur styrks frá Evrópusambandinu og úr ríkissjóði. Ábendingalína Barnaheilla er þátttakandi í samstarfi ábendingalína á heimsvísu í gegnum alþjóðasamtökin Inhope. Með þessu samstarfi er mögulegt að bregðast við þegar tilkynningar um ofbeldi gegn börnum hvaðanæva úr heiminum berast í gegnum ábendingalínuna. Inni á heimasíðum Barnaheilla, lögreglunnar, SAFT og víðar má finna ábendingahnapp þar sem hægt er að senda tilkynningar um myndir eða myndbönd sem brjóta gegn friðhelgi einkalífs barna, svo sem myndir sem innihalda nekt eða sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Ábendingalínan og SAFT eiga gott samstarf við Facebook, Youtube, Instagram, Snapchat og Google og geta beitt öruggum og fljótlegum leiðum til að fá myndefni fjarlægt af þeim miðlum. Því getur verið gott að tilkynna myndefni þaðan í gegnum ábendingalínuna. Stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum á sér stað þegar myndum eða myndböndum sem sýna börn á kynferðislegan hátt er dreift á netinu. Stundum á það sér stað í kjölfar þess sem í daglegu tali er kallað „sexting“ og stundum á það sér stað sem hrelliklám. Stundum er það með ásetningi um að beita yngri börn ofbeldi og dreifa því og selja. Framleiðsla, skoðun, öflun og dreifing á slíkum myndum er refsiverð samkvæmt hegningarlögum. Að mati Barnaheilla ætti það þó ekki að eiga við gagnvart börnum sem taka slíkar myndir af sjálfum sér til eignar eða til að senda öðrum. Barn sem er yngra en 15 ára er ósakhæft vegna aldurs og yrði því ekki ákært fyrir að taka nektarmynd af sér og senda en hins vegar er engin undanþága frá ólögmæti framleiðslu og dreifingar nektarmynda fyrir börn frá 15–18 ára og því væri lögum samkvæmt hægt að ákæra börn á þeim aldri fyrir slíkt. Að mati Barnaheilla þarf að taka af allan vafa um að börnum verði ekki gerð refsing fyrir að taka af sér nektarmynd og senda vini. Barn sem náð hefur 15 ára aldri ætti að hafa um það frelsi hvort það taki mynd af eigin líkama og sýni jafningja með samþykki beggja. Vitanlega er þó mikilvægt að gæta að mörkum annarra og virða. Á dögunum var frumsýnd stuttmyndin „Myndin af mér“, en hún er fræðslu- og forvarnamynd um stafrænt kynferðisofbeldi eftir Brynhildi Björnsdóttur og Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur. Börn eiga rétt á vernd gegn öllu ofbeldi og því er afar mikilvægt að börn og allir sem hafa með uppeldi og þjónustu við börn að gera séu vel upplýstir um forvarnir og viðbrögð við ofbeldi gegn börnum. Því hvetja Barnaheill til þess að „Myndin af mér“ verði nýtt í þeim tilgangi í skólum, félagsmiðstöðvum, af foreldrafélögum og hvarvetna sem þörf er á. Barnaheill hvetja samfélagið allt til þátttöku í að vernda öll börn gegn ofbeldi. Höfundur er lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Netöryggi Þóra Jónsdóttir Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegi netöryggisdagurinn. Frá árinu 2001 hafa Barnaheill – Save the Children á Íslandi starfrækt ábendingalínu fyrir ólöglegt og óviðeigandi efni á neti, í samstarfi við Ríkislögreglustjóra. Ábendingalínan er hluti af SAFT verkefninu, (Samfélag, fjölskylda og tækni) og nýtur styrks frá Evrópusambandinu og úr ríkissjóði. Ábendingalína Barnaheilla er þátttakandi í samstarfi ábendingalína á heimsvísu í gegnum alþjóðasamtökin Inhope. Með þessu samstarfi er mögulegt að bregðast við þegar tilkynningar um ofbeldi gegn börnum hvaðanæva úr heiminum berast í gegnum ábendingalínuna. Inni á heimasíðum Barnaheilla, lögreglunnar, SAFT og víðar má finna ábendingahnapp þar sem hægt er að senda tilkynningar um myndir eða myndbönd sem brjóta gegn friðhelgi einkalífs barna, svo sem myndir sem innihalda nekt eða sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Ábendingalínan og SAFT eiga gott samstarf við Facebook, Youtube, Instagram, Snapchat og Google og geta beitt öruggum og fljótlegum leiðum til að fá myndefni fjarlægt af þeim miðlum. Því getur verið gott að tilkynna myndefni þaðan í gegnum ábendingalínuna. Stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum á sér stað þegar myndum eða myndböndum sem sýna börn á kynferðislegan hátt er dreift á netinu. Stundum á það sér stað í kjölfar þess sem í daglegu tali er kallað „sexting“ og stundum á það sér stað sem hrelliklám. Stundum er það með ásetningi um að beita yngri börn ofbeldi og dreifa því og selja. Framleiðsla, skoðun, öflun og dreifing á slíkum myndum er refsiverð samkvæmt hegningarlögum. Að mati Barnaheilla ætti það þó ekki að eiga við gagnvart börnum sem taka slíkar myndir af sjálfum sér til eignar eða til að senda öðrum. Barn sem er yngra en 15 ára er ósakhæft vegna aldurs og yrði því ekki ákært fyrir að taka nektarmynd af sér og senda en hins vegar er engin undanþága frá ólögmæti framleiðslu og dreifingar nektarmynda fyrir börn frá 15–18 ára og því væri lögum samkvæmt hægt að ákæra börn á þeim aldri fyrir slíkt. Að mati Barnaheilla þarf að taka af allan vafa um að börnum verði ekki gerð refsing fyrir að taka af sér nektarmynd og senda vini. Barn sem náð hefur 15 ára aldri ætti að hafa um það frelsi hvort það taki mynd af eigin líkama og sýni jafningja með samþykki beggja. Vitanlega er þó mikilvægt að gæta að mörkum annarra og virða. Á dögunum var frumsýnd stuttmyndin „Myndin af mér“, en hún er fræðslu- og forvarnamynd um stafrænt kynferðisofbeldi eftir Brynhildi Björnsdóttur og Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur. Börn eiga rétt á vernd gegn öllu ofbeldi og því er afar mikilvægt að börn og allir sem hafa með uppeldi og þjónustu við börn að gera séu vel upplýstir um forvarnir og viðbrögð við ofbeldi gegn börnum. Því hvetja Barnaheill til þess að „Myndin af mér“ verði nýtt í þeim tilgangi í skólum, félagsmiðstöðvum, af foreldrafélögum og hvarvetna sem þörf er á. Barnaheill hvetja samfélagið allt til þátttöku í að vernda öll börn gegn ofbeldi. Höfundur er lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar