Netöryggi barna Þóra Jónsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 07:00 Í dag er alþjóðlegi netöryggisdagurinn. Frá árinu 2001 hafa Barnaheill – Save the Children á Íslandi starfrækt ábendingalínu fyrir ólöglegt og óviðeigandi efni á neti, í samstarfi við Ríkislögreglustjóra. Ábendingalínan er hluti af SAFT verkefninu, (Samfélag, fjölskylda og tækni) og nýtur styrks frá Evrópusambandinu og úr ríkissjóði. Ábendingalína Barnaheilla er þátttakandi í samstarfi ábendingalína á heimsvísu í gegnum alþjóðasamtökin Inhope. Með þessu samstarfi er mögulegt að bregðast við þegar tilkynningar um ofbeldi gegn börnum hvaðanæva úr heiminum berast í gegnum ábendingalínuna. Inni á heimasíðum Barnaheilla, lögreglunnar, SAFT og víðar má finna ábendingahnapp þar sem hægt er að senda tilkynningar um myndir eða myndbönd sem brjóta gegn friðhelgi einkalífs barna, svo sem myndir sem innihalda nekt eða sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Ábendingalínan og SAFT eiga gott samstarf við Facebook, Youtube, Instagram, Snapchat og Google og geta beitt öruggum og fljótlegum leiðum til að fá myndefni fjarlægt af þeim miðlum. Því getur verið gott að tilkynna myndefni þaðan í gegnum ábendingalínuna. Stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum á sér stað þegar myndum eða myndböndum sem sýna börn á kynferðislegan hátt er dreift á netinu. Stundum á það sér stað í kjölfar þess sem í daglegu tali er kallað „sexting“ og stundum á það sér stað sem hrelliklám. Stundum er það með ásetningi um að beita yngri börn ofbeldi og dreifa því og selja. Framleiðsla, skoðun, öflun og dreifing á slíkum myndum er refsiverð samkvæmt hegningarlögum. Að mati Barnaheilla ætti það þó ekki að eiga við gagnvart börnum sem taka slíkar myndir af sjálfum sér til eignar eða til að senda öðrum. Barn sem er yngra en 15 ára er ósakhæft vegna aldurs og yrði því ekki ákært fyrir að taka nektarmynd af sér og senda en hins vegar er engin undanþága frá ólögmæti framleiðslu og dreifingar nektarmynda fyrir börn frá 15–18 ára og því væri lögum samkvæmt hægt að ákæra börn á þeim aldri fyrir slíkt. Að mati Barnaheilla þarf að taka af allan vafa um að börnum verði ekki gerð refsing fyrir að taka af sér nektarmynd og senda vini. Barn sem náð hefur 15 ára aldri ætti að hafa um það frelsi hvort það taki mynd af eigin líkama og sýni jafningja með samþykki beggja. Vitanlega er þó mikilvægt að gæta að mörkum annarra og virða. Á dögunum var frumsýnd stuttmyndin „Myndin af mér“, en hún er fræðslu- og forvarnamynd um stafrænt kynferðisofbeldi eftir Brynhildi Björnsdóttur og Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur. Börn eiga rétt á vernd gegn öllu ofbeldi og því er afar mikilvægt að börn og allir sem hafa með uppeldi og þjónustu við börn að gera séu vel upplýstir um forvarnir og viðbrögð við ofbeldi gegn börnum. Því hvetja Barnaheill til þess að „Myndin af mér“ verði nýtt í þeim tilgangi í skólum, félagsmiðstöðvum, af foreldrafélögum og hvarvetna sem þörf er á. Barnaheill hvetja samfélagið allt til þátttöku í að vernda öll börn gegn ofbeldi. Höfundur er lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Netöryggi Þóra Jónsdóttir Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegi netöryggisdagurinn. Frá árinu 2001 hafa Barnaheill – Save the Children á Íslandi starfrækt ábendingalínu fyrir ólöglegt og óviðeigandi efni á neti, í samstarfi við Ríkislögreglustjóra. Ábendingalínan er hluti af SAFT verkefninu, (Samfélag, fjölskylda og tækni) og nýtur styrks frá Evrópusambandinu og úr ríkissjóði. Ábendingalína Barnaheilla er þátttakandi í samstarfi ábendingalína á heimsvísu í gegnum alþjóðasamtökin Inhope. Með þessu samstarfi er mögulegt að bregðast við þegar tilkynningar um ofbeldi gegn börnum hvaðanæva úr heiminum berast í gegnum ábendingalínuna. Inni á heimasíðum Barnaheilla, lögreglunnar, SAFT og víðar má finna ábendingahnapp þar sem hægt er að senda tilkynningar um myndir eða myndbönd sem brjóta gegn friðhelgi einkalífs barna, svo sem myndir sem innihalda nekt eða sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Ábendingalínan og SAFT eiga gott samstarf við Facebook, Youtube, Instagram, Snapchat og Google og geta beitt öruggum og fljótlegum leiðum til að fá myndefni fjarlægt af þeim miðlum. Því getur verið gott að tilkynna myndefni þaðan í gegnum ábendingalínuna. Stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum á sér stað þegar myndum eða myndböndum sem sýna börn á kynferðislegan hátt er dreift á netinu. Stundum á það sér stað í kjölfar þess sem í daglegu tali er kallað „sexting“ og stundum á það sér stað sem hrelliklám. Stundum er það með ásetningi um að beita yngri börn ofbeldi og dreifa því og selja. Framleiðsla, skoðun, öflun og dreifing á slíkum myndum er refsiverð samkvæmt hegningarlögum. Að mati Barnaheilla ætti það þó ekki að eiga við gagnvart börnum sem taka slíkar myndir af sjálfum sér til eignar eða til að senda öðrum. Barn sem er yngra en 15 ára er ósakhæft vegna aldurs og yrði því ekki ákært fyrir að taka nektarmynd af sér og senda en hins vegar er engin undanþága frá ólögmæti framleiðslu og dreifingar nektarmynda fyrir börn frá 15–18 ára og því væri lögum samkvæmt hægt að ákæra börn á þeim aldri fyrir slíkt. Að mati Barnaheilla þarf að taka af allan vafa um að börnum verði ekki gerð refsing fyrir að taka af sér nektarmynd og senda vini. Barn sem náð hefur 15 ára aldri ætti að hafa um það frelsi hvort það taki mynd af eigin líkama og sýni jafningja með samþykki beggja. Vitanlega er þó mikilvægt að gæta að mörkum annarra og virða. Á dögunum var frumsýnd stuttmyndin „Myndin af mér“, en hún er fræðslu- og forvarnamynd um stafrænt kynferðisofbeldi eftir Brynhildi Björnsdóttur og Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur. Börn eiga rétt á vernd gegn öllu ofbeldi og því er afar mikilvægt að börn og allir sem hafa með uppeldi og þjónustu við börn að gera séu vel upplýstir um forvarnir og viðbrögð við ofbeldi gegn börnum. Því hvetja Barnaheill til þess að „Myndin af mér“ verði nýtt í þeim tilgangi í skólum, félagsmiðstöðvum, af foreldrafélögum og hvarvetna sem þörf er á. Barnaheill hvetja samfélagið allt til þátttöku í að vernda öll börn gegn ofbeldi. Höfundur er lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar