Verður betra sjóskip sem bætir þjónustu við Vestmannaeyjar Kristján Már Unnarsson skrifar 5. febrúar 2018 20:45 Grafísk mynd af nýju Vestmannaeyjaferjunni, sem væntanleg er síðsumars. Vestmannaeyjabær hefur tekið upp viðræður við nýjan samgönguráðherra um þá hugmynd að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Jafnframt vilja Eyjamenn að ríkið haldi gamla Herjólfi sem varaferju. Rætt var við Elliða Vignisson, bæjarstjóra Vestmannaeyja, og grafískt myndband sýnt af nýju ferjunni í fréttum Stöðvar 2. Vonast er til að viðgerð á gamla Herjólfi í Hafnarfirði ljúki um miðja þessa viku en á meðan sinnir norsk ferja siglingum milli lands og Eyja. En þótt ný ferja sé í smíðum og væntanleg síðsumars vilja Eyjamenn halda þeirri gömlu. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, við Herjólf í Hafnarfirði.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Elliði Vignisson segir Vestmannaeyjabæ hafa óskað eftir því að gamla skipið verði áfram í landinu. Það þurfi að hafa varaferju og þá einnig fyrir aðrar ferjur ríkisins. Eyjamenn hafa jafnframt tekið upp þráðinn með nýjum samgönguráðherra um þá viljayfirlýsingu fyrri ráðherra að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Á fundi fulltrúa bæjarins með ráðherra í síðustu viku var ákveðið að stefna að því að halda annan íbúafund með bæjarbúum um málið. Elliði segir að með nýrri ferju vonist menn til að nota megi Landeyjahöfn í 97 prósent tilvika í átta mánuði á ári. Yfir fjóra vetrarmánuði sé gert ráð fyrir að um 30 prósent ferða verði í Þorlákshöfn í meðalári. „Það er strax orðin allt önnur þjónusta heldur en við höfum getað gengið að sem vísu frá því Landeyjahöfn opnaði 2010,“ segir Elliði. Gamli Herjólfur sigldi í fyrsta sinn inn í Landeyjahöfn sumarið 2010.vísir/Óskar P. FriðrikssonÞá verði aðbúnaður farþega betri en áður var ráðgert, með yfir sjötíu kojum og stólum sem megi halla. „Það er ekkert sem bendir til þess að þetta skip verði verra sjóskip heldur en núverandi Herjólfur. Heldur þvert á móti; að það kunni að fara jafnvel enn betur um farþega. Þannig að þetta eykur okkur svona tiltrúna. En við vitum það að yfir harðasta veturinn þá verða frátafir í siglingum til Landeyjahafnar,“ segir bæjarstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Herjólfur Samgöngur Um land allt Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Bodö mun leysa af Herjólf Vegagerðin hefur tekið norsku ferjuna Bodö á leigu til að leysa Herjólf af í janúar, þegar viðgerð á gír Herjólfs verður loks kláruð. 20. desember 2017 08:50 Byrjaðir að nota nafnið Vilborg á nýju ferjuna Ný Vestmannaeyjaferja fær nafnið Vilborg, ef smíðanefnd fær að ráða. Bæjarstjóri Vestmannaeyja vill halda Herjólfsnafninu. 29. janúar 2018 20:15 Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðill sagði frá orðrómi um að ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. 28. janúar 2018 08:45 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Vestmannaeyjabær hefur tekið upp viðræður við nýjan samgönguráðherra um þá hugmynd að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Jafnframt vilja Eyjamenn að ríkið haldi gamla Herjólfi sem varaferju. Rætt var við Elliða Vignisson, bæjarstjóra Vestmannaeyja, og grafískt myndband sýnt af nýju ferjunni í fréttum Stöðvar 2. Vonast er til að viðgerð á gamla Herjólfi í Hafnarfirði ljúki um miðja þessa viku en á meðan sinnir norsk ferja siglingum milli lands og Eyja. En þótt ný ferja sé í smíðum og væntanleg síðsumars vilja Eyjamenn halda þeirri gömlu. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, við Herjólf í Hafnarfirði.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Elliði Vignisson segir Vestmannaeyjabæ hafa óskað eftir því að gamla skipið verði áfram í landinu. Það þurfi að hafa varaferju og þá einnig fyrir aðrar ferjur ríkisins. Eyjamenn hafa jafnframt tekið upp þráðinn með nýjum samgönguráðherra um þá viljayfirlýsingu fyrri ráðherra að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Á fundi fulltrúa bæjarins með ráðherra í síðustu viku var ákveðið að stefna að því að halda annan íbúafund með bæjarbúum um málið. Elliði segir að með nýrri ferju vonist menn til að nota megi Landeyjahöfn í 97 prósent tilvika í átta mánuði á ári. Yfir fjóra vetrarmánuði sé gert ráð fyrir að um 30 prósent ferða verði í Þorlákshöfn í meðalári. „Það er strax orðin allt önnur þjónusta heldur en við höfum getað gengið að sem vísu frá því Landeyjahöfn opnaði 2010,“ segir Elliði. Gamli Herjólfur sigldi í fyrsta sinn inn í Landeyjahöfn sumarið 2010.vísir/Óskar P. FriðrikssonÞá verði aðbúnaður farþega betri en áður var ráðgert, með yfir sjötíu kojum og stólum sem megi halla. „Það er ekkert sem bendir til þess að þetta skip verði verra sjóskip heldur en núverandi Herjólfur. Heldur þvert á móti; að það kunni að fara jafnvel enn betur um farþega. Þannig að þetta eykur okkur svona tiltrúna. En við vitum það að yfir harðasta veturinn þá verða frátafir í siglingum til Landeyjahafnar,“ segir bæjarstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Herjólfur Samgöngur Um land allt Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Bodö mun leysa af Herjólf Vegagerðin hefur tekið norsku ferjuna Bodö á leigu til að leysa Herjólf af í janúar, þegar viðgerð á gír Herjólfs verður loks kláruð. 20. desember 2017 08:50 Byrjaðir að nota nafnið Vilborg á nýju ferjuna Ný Vestmannaeyjaferja fær nafnið Vilborg, ef smíðanefnd fær að ráða. Bæjarstjóri Vestmannaeyja vill halda Herjólfsnafninu. 29. janúar 2018 20:15 Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðill sagði frá orðrómi um að ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. 28. janúar 2018 08:45 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Bodö mun leysa af Herjólf Vegagerðin hefur tekið norsku ferjuna Bodö á leigu til að leysa Herjólf af í janúar, þegar viðgerð á gír Herjólfs verður loks kláruð. 20. desember 2017 08:50
Byrjaðir að nota nafnið Vilborg á nýju ferjuna Ný Vestmannaeyjaferja fær nafnið Vilborg, ef smíðanefnd fær að ráða. Bæjarstjóri Vestmannaeyja vill halda Herjólfsnafninu. 29. janúar 2018 20:15
Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðill sagði frá orðrómi um að ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. 28. janúar 2018 08:45