Fólk gefi sér nokkrar auka mínútur í morgunumferðinni í fyrramálið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 22:30 Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í dag og mega borgarbúar búast við áframhaldandi éljagangi. Vísir/Hanna Íbúar á höfuðborgarsvæðinu mega búast við því að þurfa nokkrar auka mínútur þegar þeir leggja af stað í fyrramálið til vinnu. Enn á að snjóa meira og minna í alla nótt en búast má við því að dragi úr éljagangi með morgninum. Von er á annarri lægð annað kvöld og þá er líklegt að slæmt veður stríði borgarbúum um helgina. Vegagerðin hefur lokað bæði Hellisheiði og Þrengslum vegna versnandi veðurs á suðvesturhorninu. „Él eru náttúrulega þeim undarlega eiginleika gædd að maður veit aldrei nákvæmlega hvar þau lenda. Það er nokkuð líklegt að það verði enn þá él í fyrramálið. Það er búið að snjóa alveg þokkalega drjúgt hérna. Það verða örugglega einhverjir sem eiga svolítið bágt með að komast áfram,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Vona að sem flestir muni að hreinsa vel af rúðum og öðru. Það er fátt leiðinlegra en að mæta einhverjum sem sér varla út. Það verður allt hvítt og slétt, það verður erfiðara að sjá kantsteina og svona. Menn þurfa gjarnan að reikna sér einhverjar auka mínútur til að komast af stað.“Önnur lægð annað kvöld Von er á nýrri lægð seint annað kvöld um miðnætti. Skil þeirrar lægðar fara líklega mjög fljótt yfir landið og þeim fylgja ekki mikil hlýindi. „Við tekur þá aftur suðvestanátt og él, svolítið eins og í dag en ekki af þeim styrk og magni sem hafa verið núna. Samt verða þéttingsél á miðvikudaginn. Það er að sjá svo sem að fimmtudagurinn verði að mörgu leyti býsna keimlíkur með það líka. Þessi vika ætlar að verða alveg þokkalega snúin.“ Óli segir að helgin lýti ekki sérstaklega frýnilega út heldur, en líkur eru á að norðurland og austurland sleppi ágætlega í lægðum vikunnar. „Þetta má segja að þetta gildir eiginlega um sunnan- og vestanvert landið. Þessi skil fara svo yfir land á miðvikudag. Það verður eitthvað leiðinlegra á Austurlandinu um tíma en um leið og hann er kominn í suðvestanáttina aftur þá er eiginlega norðaustur- og austurland í ágætismálum. Þetta er eiginlega þeirra vindátt.“ Veður Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu mega búast við því að þurfa nokkrar auka mínútur þegar þeir leggja af stað í fyrramálið til vinnu. Enn á að snjóa meira og minna í alla nótt en búast má við því að dragi úr éljagangi með morgninum. Von er á annarri lægð annað kvöld og þá er líklegt að slæmt veður stríði borgarbúum um helgina. Vegagerðin hefur lokað bæði Hellisheiði og Þrengslum vegna versnandi veðurs á suðvesturhorninu. „Él eru náttúrulega þeim undarlega eiginleika gædd að maður veit aldrei nákvæmlega hvar þau lenda. Það er nokkuð líklegt að það verði enn þá él í fyrramálið. Það er búið að snjóa alveg þokkalega drjúgt hérna. Það verða örugglega einhverjir sem eiga svolítið bágt með að komast áfram,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Vona að sem flestir muni að hreinsa vel af rúðum og öðru. Það er fátt leiðinlegra en að mæta einhverjum sem sér varla út. Það verður allt hvítt og slétt, það verður erfiðara að sjá kantsteina og svona. Menn þurfa gjarnan að reikna sér einhverjar auka mínútur til að komast af stað.“Önnur lægð annað kvöld Von er á nýrri lægð seint annað kvöld um miðnætti. Skil þeirrar lægðar fara líklega mjög fljótt yfir landið og þeim fylgja ekki mikil hlýindi. „Við tekur þá aftur suðvestanátt og él, svolítið eins og í dag en ekki af þeim styrk og magni sem hafa verið núna. Samt verða þéttingsél á miðvikudaginn. Það er að sjá svo sem að fimmtudagurinn verði að mörgu leyti býsna keimlíkur með það líka. Þessi vika ætlar að verða alveg þokkalega snúin.“ Óli segir að helgin lýti ekki sérstaklega frýnilega út heldur, en líkur eru á að norðurland og austurland sleppi ágætlega í lægðum vikunnar. „Þetta má segja að þetta gildir eiginlega um sunnan- og vestanvert landið. Þessi skil fara svo yfir land á miðvikudag. Það verður eitthvað leiðinlegra á Austurlandinu um tíma en um leið og hann er kominn í suðvestanáttina aftur þá er eiginlega norðaustur- og austurland í ágætismálum. Þetta er eiginlega þeirra vindátt.“
Veður Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira