„Hvenær hættu höfuðborgarbúar að kunna að keyra í smá snjó?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2018 13:45 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, virðist ekki hafa verið sátt við hvernig hlutirnir gengu fyrir sig í umferðinni í höfuðborginni í morgun. Greip hún til samfélagsmiðla og sendi skilaboð til borgarbúa frá landsbyggðinni. Þórdís er uppalin á Akranesi og ættuð af Vestfjörðum. „Hvenær hættu höfuðborgarbúar að kunna að keyra í smá snjó? Kveðja landsbyggðin.“ Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á umferðardeild lögreglu, segir mikið til í orðum ráðherra um að íbúar á höfuðborgarsvæðinu kunni ekki að keyra. Þar skorti fyrst og fremst jafnvægi í hugsun og þolinmæði. „Fólk fer tram úr sér, fer svolítið geyst og endar á því að lenda í vandræðum,“ segir Ómar Smári. Nokkuð hafi verið um minniháttaróhöpp í morgun en ekki sé vitað til þess að nokkur slys hafi orðið á fólki. „Þetta gengur vel, hægt um tíma en gengur alveg,“ segir Ómar og minnir á álagstoppana að morgni dags og síðdegis, þegar meirihlutinn heldur í og úr vinnu.Ferðamenn á gangi við Hörpu í snjónum í gær.Vísir/HannaSnjó kyngdi niður á suðvesturhorninu í gær og höfðu veðurfræðingar minnt fólk á að gefa sér nokkrar aukamínútur í morgunumferðinni. Ómar segir að einhverjir ljósastaurar hafi fengið að kenna á ökutækjum í borginni. Það sé einn og einn sem skemmi fyrir heildinni. Þessir sem vilji gera hlutina öðruvísi, aka hraðar en hinir og skapa svo vandræði. Aðspurður hvort fjöldi bíla á höfuðborgarsvæðinu sé einfaldlega of mikill segir Ómar það vissulega vera, en það sé efni í aðra umræðu sem snúi að fjölda bíla og gatnakerfinu. „Það er efni í aðra frétt.“ Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og áhugamaður um borg og borgarlíf, bendir Þórdísi á að í mörgum borgum sé fólki ráðlagt að vinna að heiman á snjóþungum dögum svo lögregla, sjúkrabílar og slökkvilið eigi auðveldara með að komast leiðar sinnar.Gísli Marteinn Baldursson hefur mikinn áhuga á samgöngum og borgarmálum.„Í Boston var hreinlega bannað að keyra suma daga. Þeir eru samt vanari miklum snjó en Akurnesingar,“ segir Gísli léttur. Þá grípur Sverrir Bollason tækifærið og deilir myndbandi með Þórdísi sem sýnir tilraun sem gerð var í Japan fyrir nokkrum árum. Myndbandið á að sýna hvaða áhrif breytilegur hraði bíla í umferðinni hefur á hversu vel umferðin gengur fyrir sig. Veður Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, virðist ekki hafa verið sátt við hvernig hlutirnir gengu fyrir sig í umferðinni í höfuðborginni í morgun. Greip hún til samfélagsmiðla og sendi skilaboð til borgarbúa frá landsbyggðinni. Þórdís er uppalin á Akranesi og ættuð af Vestfjörðum. „Hvenær hættu höfuðborgarbúar að kunna að keyra í smá snjó? Kveðja landsbyggðin.“ Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á umferðardeild lögreglu, segir mikið til í orðum ráðherra um að íbúar á höfuðborgarsvæðinu kunni ekki að keyra. Þar skorti fyrst og fremst jafnvægi í hugsun og þolinmæði. „Fólk fer tram úr sér, fer svolítið geyst og endar á því að lenda í vandræðum,“ segir Ómar Smári. Nokkuð hafi verið um minniháttaróhöpp í morgun en ekki sé vitað til þess að nokkur slys hafi orðið á fólki. „Þetta gengur vel, hægt um tíma en gengur alveg,“ segir Ómar og minnir á álagstoppana að morgni dags og síðdegis, þegar meirihlutinn heldur í og úr vinnu.Ferðamenn á gangi við Hörpu í snjónum í gær.Vísir/HannaSnjó kyngdi niður á suðvesturhorninu í gær og höfðu veðurfræðingar minnt fólk á að gefa sér nokkrar aukamínútur í morgunumferðinni. Ómar segir að einhverjir ljósastaurar hafi fengið að kenna á ökutækjum í borginni. Það sé einn og einn sem skemmi fyrir heildinni. Þessir sem vilji gera hlutina öðruvísi, aka hraðar en hinir og skapa svo vandræði. Aðspurður hvort fjöldi bíla á höfuðborgarsvæðinu sé einfaldlega of mikill segir Ómar það vissulega vera, en það sé efni í aðra umræðu sem snúi að fjölda bíla og gatnakerfinu. „Það er efni í aðra frétt.“ Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og áhugamaður um borg og borgarlíf, bendir Þórdísi á að í mörgum borgum sé fólki ráðlagt að vinna að heiman á snjóþungum dögum svo lögregla, sjúkrabílar og slökkvilið eigi auðveldara með að komast leiðar sinnar.Gísli Marteinn Baldursson hefur mikinn áhuga á samgöngum og borgarmálum.„Í Boston var hreinlega bannað að keyra suma daga. Þeir eru samt vanari miklum snjó en Akurnesingar,“ segir Gísli léttur. Þá grípur Sverrir Bollason tækifærið og deilir myndbandi með Þórdísi sem sýnir tilraun sem gerð var í Japan fyrir nokkrum árum. Myndbandið á að sýna hvaða áhrif breytilegur hraði bíla í umferðinni hefur á hversu vel umferðin gengur fyrir sig.
Veður Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Sjá meira