Ætla að nýta sjóði VR til íbúðakaupa Kristinn Ingi Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 07:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Stefán Forsvarsmenn VR hyggjast nýta digra sjóði stéttarfélagsins til þess að koma á fót leigufélagi sem myndi leigja íbúðir á 15 til 30 prósenta lægra verði en gengur og gerist á almennum leigumarkaði. Ekki hefur verið ákveðið hve miklu fjármagni verður varið í kaup á íbúðum en það mun meðal annars ráðast af því hvort félagið fái meðfjárfesta, til dæmis banka, lífeyrissjóði eða félagasamtök, til þess að leggja félaginu til fé. Stéttarfélagið á eignir upp á tólf milljarða króna sem ávaxtaðar eru með meðal annars kaupum á skuldabréfum og hlutabréfum. Standa eignirnar undir sjóðum félagsins, svo sem sjúkrasjóði, varasjóði og starfsmenntasjóði, sem félagsmenn geta sótt um styrki úr. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist þegar hafa fundað með nokkrum bönkum og lífeyrissjóðum. Jákvætt svar hafi þegar fengist frá einum banka en kjörin sem bankinn hafi boðið hafi þó ekki verið í samræmi við hans vonir. „Við viljum auðvitað fá meðfjárfesta með okkur í verkefnið. En ef markaðurinn streitist á móti hugmyndum okkar – um að koma á fót eðlilegum og sanngjörnum leigumarkaði – þá munum við örugglega á endanum gera þetta sjálf,“ nefnir hann. „Við munum aldrei setja alla okkar fjármuni í verkefnið en við munum sannarlega geta nýtt hluta af okkar sjóðum.Gefa ekki peninga Eigum við frekar að kaupa hlutabréf í smásölufyrirtæki? Eigum við þannig að vera í mótsögn við sjálf okkur, sem stéttarfélag, þar sem við erum að semja um betri kjör og hærri laun, og eiga hlutabréf þar sem ávöxtunarkrafan er hærri álagning og lægra kaupgjald? Hvar eiga mörk sjóðasöfnunar og stéttabaráttunnar að liggja þegar við getum ekki nýtt sjóðina okkar í góða ávöxtun?“ spyr Ragnar Þór. Félagið ætli sér síður en svo að gefa peninga. „Við erum fremur að tala um að fá góða, hóflega og ásættanlega ávöxtun fyrir félagssjóði okkar í stað þess að fara með peningana okkar á hlutabréfamarkað og vera þannig í mótsögn við tilgang okkar.“ Ragnar Þór segir að ekki liggi fyrir á þessari stundu hve miklum fjármunum verður varið í stofnun leigufélagsins, ef af áformunum verður. „Ef við myndum, í dæmaskyni, setja 1,5 til 2 milljarða króna í verkefnið og fengjum öfluga meðfjárfesta með okkur, þá sé ég fyrir mér að við gætum keypt 160 til 200 íbúðir. Ef við gerum þetta ein gætum við kannski keypt 80 til 100 íbúðir. Það er mitt mat. En auðvitað mun það ráðast af því hvað félagsmenn okkar eru tilbúnir til að setja mikið fé í þetta,“ segir Ragnar Þór. Stjórn og trúnaðarráð stéttarfélagsins þurfi að leggja blessun sína yfir áformin. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Sjá meira
Forsvarsmenn VR hyggjast nýta digra sjóði stéttarfélagsins til þess að koma á fót leigufélagi sem myndi leigja íbúðir á 15 til 30 prósenta lægra verði en gengur og gerist á almennum leigumarkaði. Ekki hefur verið ákveðið hve miklu fjármagni verður varið í kaup á íbúðum en það mun meðal annars ráðast af því hvort félagið fái meðfjárfesta, til dæmis banka, lífeyrissjóði eða félagasamtök, til þess að leggja félaginu til fé. Stéttarfélagið á eignir upp á tólf milljarða króna sem ávaxtaðar eru með meðal annars kaupum á skuldabréfum og hlutabréfum. Standa eignirnar undir sjóðum félagsins, svo sem sjúkrasjóði, varasjóði og starfsmenntasjóði, sem félagsmenn geta sótt um styrki úr. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist þegar hafa fundað með nokkrum bönkum og lífeyrissjóðum. Jákvætt svar hafi þegar fengist frá einum banka en kjörin sem bankinn hafi boðið hafi þó ekki verið í samræmi við hans vonir. „Við viljum auðvitað fá meðfjárfesta með okkur í verkefnið. En ef markaðurinn streitist á móti hugmyndum okkar – um að koma á fót eðlilegum og sanngjörnum leigumarkaði – þá munum við örugglega á endanum gera þetta sjálf,“ nefnir hann. „Við munum aldrei setja alla okkar fjármuni í verkefnið en við munum sannarlega geta nýtt hluta af okkar sjóðum.Gefa ekki peninga Eigum við frekar að kaupa hlutabréf í smásölufyrirtæki? Eigum við þannig að vera í mótsögn við sjálf okkur, sem stéttarfélag, þar sem við erum að semja um betri kjör og hærri laun, og eiga hlutabréf þar sem ávöxtunarkrafan er hærri álagning og lægra kaupgjald? Hvar eiga mörk sjóðasöfnunar og stéttabaráttunnar að liggja þegar við getum ekki nýtt sjóðina okkar í góða ávöxtun?“ spyr Ragnar Þór. Félagið ætli sér síður en svo að gefa peninga. „Við erum fremur að tala um að fá góða, hóflega og ásættanlega ávöxtun fyrir félagssjóði okkar í stað þess að fara með peningana okkar á hlutabréfamarkað og vera þannig í mótsögn við tilgang okkar.“ Ragnar Þór segir að ekki liggi fyrir á þessari stundu hve miklum fjármunum verður varið í stofnun leigufélagsins, ef af áformunum verður. „Ef við myndum, í dæmaskyni, setja 1,5 til 2 milljarða króna í verkefnið og fengjum öfluga meðfjárfesta með okkur, þá sé ég fyrir mér að við gætum keypt 160 til 200 íbúðir. Ef við gerum þetta ein gætum við kannski keypt 80 til 100 íbúðir. Það er mitt mat. En auðvitað mun það ráðast af því hvað félagsmenn okkar eru tilbúnir til að setja mikið fé í þetta,“ segir Ragnar Þór. Stjórn og trúnaðarráð stéttarfélagsins þurfi að leggja blessun sína yfir áformin.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Sjá meira