Framkvæmdastjórinn fagnar úttekt á fjárreiðum þjóðgarðsins Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 06:00 Margar af fegurustu náttúruperlum landsins má finna í Vatnajökulsþjóðgarði. Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé bara fínt fyrir alla að þetta sé skoðað, farið sé ofan í þetta og ég fagna því bara. Það er alls ekkert óeðlilegt,“ segir Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, um úttekt á fjárreiðum og rekstri þjóðgarðsins í fyrra sem nú stendur yfir að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.Fréttablaðið greindi frá málinu í gær en tilefni úttektarinnar er framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun þjóðgarðsins sem Þórður tilkynnti hvorki stjórn né ráðuneytinu um eins og lög gera ráð fyrir. Ráðuneytið taldi útskýringar sem gefnar voru á frávikunum ófullnægjandi og óskaði eftir úttekt með vísan í lög um opinber fjármál. Þórður segir að um sé að ræða um 70 milljóna króna framúrkeyrslu, fyrst og fremst á launalið, sem hafi þrjár meginskýringar. Í fyrsta lagi 15 milljónir sem féllu á garðinn eftir dóm er varðaði fjarvistaruppbót stórs hluta starfsmanna. Sjá einnig: Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Í annan stað hafi Vatnajökulsþjóðgarður tekið óvænt við jörðinni Felli sem Jökulsárlón heyrir til, með tilheyrandi kostnaði við landverði og eftirlit. „Við fengum ágiskaða einhverja upphæð í það sem dugði ekki og við þurfum að leggja 17 milljónir úr okkar sjóðum,“ segir Þórður.Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.Þá hafi 40 milljónir farið í fullnustu á stofnanasamningi við Starfsgreinasambandið fyrir hönd landvarða og aukna landvörslu á svæðunum. Aðspurður hvers vegna ráðuneytið telji þessar skýringar ófullnægjandi segir Þórður það líklega tengjast því að frávikin hafi ekki verið tilkynnt. Lagaákvæðið sem vísað sé til sé tiltölulega nýtt og einhvern tímann verði að reyna á það. Ekkert í málinu þoli ekki skoðun. „Nei, það á ekki að vera. Þetta er allt uppi á borðum hjá okkur. Útgjöld vegna launamála starfsmanna eru öll uppi á borðunum. Launaliðurinn var á sjötta hundrað milljónir í fyrra, svo þetta er ansi mikill rekstur hjá okkur.“ Þórður segir að sem forstöðumaður verði hann að axla þá ábyrgð sem stjórnarformaðurinn varpaði á hann með bókun á stjórnarfundi á dögunum. „Það er enginn að skorast undan því.“ Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Tengdar fréttir Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni. 6. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
„Ég held að það sé bara fínt fyrir alla að þetta sé skoðað, farið sé ofan í þetta og ég fagna því bara. Það er alls ekkert óeðlilegt,“ segir Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, um úttekt á fjárreiðum og rekstri þjóðgarðsins í fyrra sem nú stendur yfir að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.Fréttablaðið greindi frá málinu í gær en tilefni úttektarinnar er framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun þjóðgarðsins sem Þórður tilkynnti hvorki stjórn né ráðuneytinu um eins og lög gera ráð fyrir. Ráðuneytið taldi útskýringar sem gefnar voru á frávikunum ófullnægjandi og óskaði eftir úttekt með vísan í lög um opinber fjármál. Þórður segir að um sé að ræða um 70 milljóna króna framúrkeyrslu, fyrst og fremst á launalið, sem hafi þrjár meginskýringar. Í fyrsta lagi 15 milljónir sem féllu á garðinn eftir dóm er varðaði fjarvistaruppbót stórs hluta starfsmanna. Sjá einnig: Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Í annan stað hafi Vatnajökulsþjóðgarður tekið óvænt við jörðinni Felli sem Jökulsárlón heyrir til, með tilheyrandi kostnaði við landverði og eftirlit. „Við fengum ágiskaða einhverja upphæð í það sem dugði ekki og við þurfum að leggja 17 milljónir úr okkar sjóðum,“ segir Þórður.Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.Þá hafi 40 milljónir farið í fullnustu á stofnanasamningi við Starfsgreinasambandið fyrir hönd landvarða og aukna landvörslu á svæðunum. Aðspurður hvers vegna ráðuneytið telji þessar skýringar ófullnægjandi segir Þórður það líklega tengjast því að frávikin hafi ekki verið tilkynnt. Lagaákvæðið sem vísað sé til sé tiltölulega nýtt og einhvern tímann verði að reyna á það. Ekkert í málinu þoli ekki skoðun. „Nei, það á ekki að vera. Þetta er allt uppi á borðum hjá okkur. Útgjöld vegna launamála starfsmanna eru öll uppi á borðunum. Launaliðurinn var á sjötta hundrað milljónir í fyrra, svo þetta er ansi mikill rekstur hjá okkur.“ Þórður segir að sem forstöðumaður verði hann að axla þá ábyrgð sem stjórnarformaðurinn varpaði á hann með bókun á stjórnarfundi á dögunum. „Það er enginn að skorast undan því.“
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Tengdar fréttir Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni. 6. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni. 6. febrúar 2018 06:00