Framkvæmdastjórinn fagnar úttekt á fjárreiðum þjóðgarðsins Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 06:00 Margar af fegurustu náttúruperlum landsins má finna í Vatnajökulsþjóðgarði. Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé bara fínt fyrir alla að þetta sé skoðað, farið sé ofan í þetta og ég fagna því bara. Það er alls ekkert óeðlilegt,“ segir Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, um úttekt á fjárreiðum og rekstri þjóðgarðsins í fyrra sem nú stendur yfir að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.Fréttablaðið greindi frá málinu í gær en tilefni úttektarinnar er framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun þjóðgarðsins sem Þórður tilkynnti hvorki stjórn né ráðuneytinu um eins og lög gera ráð fyrir. Ráðuneytið taldi útskýringar sem gefnar voru á frávikunum ófullnægjandi og óskaði eftir úttekt með vísan í lög um opinber fjármál. Þórður segir að um sé að ræða um 70 milljóna króna framúrkeyrslu, fyrst og fremst á launalið, sem hafi þrjár meginskýringar. Í fyrsta lagi 15 milljónir sem féllu á garðinn eftir dóm er varðaði fjarvistaruppbót stórs hluta starfsmanna. Sjá einnig: Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Í annan stað hafi Vatnajökulsþjóðgarður tekið óvænt við jörðinni Felli sem Jökulsárlón heyrir til, með tilheyrandi kostnaði við landverði og eftirlit. „Við fengum ágiskaða einhverja upphæð í það sem dugði ekki og við þurfum að leggja 17 milljónir úr okkar sjóðum,“ segir Þórður.Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.Þá hafi 40 milljónir farið í fullnustu á stofnanasamningi við Starfsgreinasambandið fyrir hönd landvarða og aukna landvörslu á svæðunum. Aðspurður hvers vegna ráðuneytið telji þessar skýringar ófullnægjandi segir Þórður það líklega tengjast því að frávikin hafi ekki verið tilkynnt. Lagaákvæðið sem vísað sé til sé tiltölulega nýtt og einhvern tímann verði að reyna á það. Ekkert í málinu þoli ekki skoðun. „Nei, það á ekki að vera. Þetta er allt uppi á borðum hjá okkur. Útgjöld vegna launamála starfsmanna eru öll uppi á borðunum. Launaliðurinn var á sjötta hundrað milljónir í fyrra, svo þetta er ansi mikill rekstur hjá okkur.“ Þórður segir að sem forstöðumaður verði hann að axla þá ábyrgð sem stjórnarformaðurinn varpaði á hann með bókun á stjórnarfundi á dögunum. „Það er enginn að skorast undan því.“ Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Tengdar fréttir Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni. 6. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Sjá meira
„Ég held að það sé bara fínt fyrir alla að þetta sé skoðað, farið sé ofan í þetta og ég fagna því bara. Það er alls ekkert óeðlilegt,“ segir Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, um úttekt á fjárreiðum og rekstri þjóðgarðsins í fyrra sem nú stendur yfir að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.Fréttablaðið greindi frá málinu í gær en tilefni úttektarinnar er framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun þjóðgarðsins sem Þórður tilkynnti hvorki stjórn né ráðuneytinu um eins og lög gera ráð fyrir. Ráðuneytið taldi útskýringar sem gefnar voru á frávikunum ófullnægjandi og óskaði eftir úttekt með vísan í lög um opinber fjármál. Þórður segir að um sé að ræða um 70 milljóna króna framúrkeyrslu, fyrst og fremst á launalið, sem hafi þrjár meginskýringar. Í fyrsta lagi 15 milljónir sem féllu á garðinn eftir dóm er varðaði fjarvistaruppbót stórs hluta starfsmanna. Sjá einnig: Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Í annan stað hafi Vatnajökulsþjóðgarður tekið óvænt við jörðinni Felli sem Jökulsárlón heyrir til, með tilheyrandi kostnaði við landverði og eftirlit. „Við fengum ágiskaða einhverja upphæð í það sem dugði ekki og við þurfum að leggja 17 milljónir úr okkar sjóðum,“ segir Þórður.Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.Þá hafi 40 milljónir farið í fullnustu á stofnanasamningi við Starfsgreinasambandið fyrir hönd landvarða og aukna landvörslu á svæðunum. Aðspurður hvers vegna ráðuneytið telji þessar skýringar ófullnægjandi segir Þórður það líklega tengjast því að frávikin hafi ekki verið tilkynnt. Lagaákvæðið sem vísað sé til sé tiltölulega nýtt og einhvern tímann verði að reyna á það. Ekkert í málinu þoli ekki skoðun. „Nei, það á ekki að vera. Þetta er allt uppi á borðum hjá okkur. Útgjöld vegna launamála starfsmanna eru öll uppi á borðunum. Launaliðurinn var á sjötta hundrað milljónir í fyrra, svo þetta er ansi mikill rekstur hjá okkur.“ Þórður segir að sem forstöðumaður verði hann að axla þá ábyrgð sem stjórnarformaðurinn varpaði á hann með bókun á stjórnarfundi á dögunum. „Það er enginn að skorast undan því.“
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Tengdar fréttir Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni. 6. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Sjá meira
Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni. 6. febrúar 2018 06:00
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent