„Sársaukafullt“ þegar vegið var að starfsheiðrinum með ásökunum um kynferðislega áreitni Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 22:34 Ryan Seacrest við störf í hinni gríðarvinsælu sjónvarpsþáttaröð American Idol. Vísir/Getty Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest segir það hafa verið afar sársaukafullt að þurfa að sitja undir ásökunum um að hafa áreitt konu kynferðislega. Hann segir jafnframt mikilvægt að allir hlutaðeigandi í málum, sem nú koma upp á yfirborðið í kjölfer #MeToo-byltingarinnar, fái sanngjarna málsmeðferð. Seacrest, sem þekktastur er fyrir starf sitt sem kynnir bandarísku raunveruleikaþáttanna American Idol, er einn fjölmargra karlmanna í Hollywood sem sakaður var um kynferðislega áreitni og –ofbeldi á síðasta ári. Áður en ásakanirnar á hendur Seacrest litu dagsins ljós sendi hann þó frá sér yfirlýsingu þar sem hann þvertók fyrir þær. Fullviss um að ekkert væri hæft í ásökununum Í yfirlýsingunni í nóvember sagði Seacrest stílista, sem starfaði með honum hjá sjónvarpsstöðinni E! News fyrir tíu árum, hafa stigið fram og sakað hann um ósæmilega kynferðislega hegðun þegar þau unnu saman. Eins og áður sagði hafnaði Seacrest ásökununum, sagði þær „gálausar“ og að hann myndi vera samvinnuþýður hverjum þeim sem færi með rannsókn málsins. Seacrest tjáði sig aftur um málið í pistli sem birtist á vef The Hollywood Reporter eftir að E! News komst formlega að þeirri niðurstöðu að ekkert væri hæft í ásökunum konunnar. Í pistlinum, sem ber titilinn What happened after I was wrongly accused of harassment, segir Seacrest frá tímabilinu í lífi sínu sem tók við eftir að ásakanirnar voru gerðar opinberar. „Það var sársaukafullt þegar vegið var að starfsheiðri mínum. Ég hef alltaf reynt að koma fram við alla samstarfsfélaga mína með heiðarleika, virðingu og góðmennsku að leiðarljósi,“ skrifar Seacrest sem segist þó alltaf hafa verið þess fullviss að ekkert væri hæft í ásökununum. Mikilvægt að allir fái séns Í pistli sínum lagði Seacrest þó áherslu á að hann væri stuðningsmaður #MeToo-byltingarinnar og fór fögrum orðum um hinar hugrökku konur sem hafa stigið fram og sagt frá kerfisbundnu kynjamisrétti sem viðgengst hefur í Hollywood. „Ég vil taka þátt í breytingunum, framförunum, sem eru á sjóndeildarhringnum,“ segir Seacrest. Hann lagði þó áherslu á að mikilvægt væri að allir, „almenningur, einkareknar og opinberar stofnanir, kærendur og stefndir,“ eigi möguleika á sanngjarnri málsmeðferð. #MeToo-byltingin hefur farið hátt í fjölmiðlum og samfélaginu öllu síðan fjölmargar konur stigu fram og sökuðu kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og –ofbeldi í október í fyrra. Síðan þá hafa fleiri karlmenn verið sakaðir um sambærilega hegðun, og enn aðrir hafa fundið sig knúna til að koma starfsbræðrum sínum, sem liggja undir grun, til varnar. Þar á meðal eru leikararnir Liam Neeson og Alec Baldwin. MeToo Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Kate Upton sakar stofnanda Guess um kynferðislega áreitni Hlutabréf Guess hafa fallið eftir að Paul Marciano, listrænn stjórnandi merkisins, var sakaður um kynferðislega áreitni á fimmtudag. 2. febrúar 2018 21:45 Tarantino svarar fyrir sig „Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér.“ 6. febrúar 2018 11:15 Eftirminnilegustu augnablikin úr American Idol Síðasta serían af raunveruleikaþættinum vinsæla fer í loftið á næsta ári en hún er sú fimmtánda í röðinni. 13. maí 2015 12:30 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest segir það hafa verið afar sársaukafullt að þurfa að sitja undir ásökunum um að hafa áreitt konu kynferðislega. Hann segir jafnframt mikilvægt að allir hlutaðeigandi í málum, sem nú koma upp á yfirborðið í kjölfer #MeToo-byltingarinnar, fái sanngjarna málsmeðferð. Seacrest, sem þekktastur er fyrir starf sitt sem kynnir bandarísku raunveruleikaþáttanna American Idol, er einn fjölmargra karlmanna í Hollywood sem sakaður var um kynferðislega áreitni og –ofbeldi á síðasta ári. Áður en ásakanirnar á hendur Seacrest litu dagsins ljós sendi hann þó frá sér yfirlýsingu þar sem hann þvertók fyrir þær. Fullviss um að ekkert væri hæft í ásökununum Í yfirlýsingunni í nóvember sagði Seacrest stílista, sem starfaði með honum hjá sjónvarpsstöðinni E! News fyrir tíu árum, hafa stigið fram og sakað hann um ósæmilega kynferðislega hegðun þegar þau unnu saman. Eins og áður sagði hafnaði Seacrest ásökununum, sagði þær „gálausar“ og að hann myndi vera samvinnuþýður hverjum þeim sem færi með rannsókn málsins. Seacrest tjáði sig aftur um málið í pistli sem birtist á vef The Hollywood Reporter eftir að E! News komst formlega að þeirri niðurstöðu að ekkert væri hæft í ásökunum konunnar. Í pistlinum, sem ber titilinn What happened after I was wrongly accused of harassment, segir Seacrest frá tímabilinu í lífi sínu sem tók við eftir að ásakanirnar voru gerðar opinberar. „Það var sársaukafullt þegar vegið var að starfsheiðri mínum. Ég hef alltaf reynt að koma fram við alla samstarfsfélaga mína með heiðarleika, virðingu og góðmennsku að leiðarljósi,“ skrifar Seacrest sem segist þó alltaf hafa verið þess fullviss að ekkert væri hæft í ásökununum. Mikilvægt að allir fái séns Í pistli sínum lagði Seacrest þó áherslu á að hann væri stuðningsmaður #MeToo-byltingarinnar og fór fögrum orðum um hinar hugrökku konur sem hafa stigið fram og sagt frá kerfisbundnu kynjamisrétti sem viðgengst hefur í Hollywood. „Ég vil taka þátt í breytingunum, framförunum, sem eru á sjóndeildarhringnum,“ segir Seacrest. Hann lagði þó áherslu á að mikilvægt væri að allir, „almenningur, einkareknar og opinberar stofnanir, kærendur og stefndir,“ eigi möguleika á sanngjarnri málsmeðferð. #MeToo-byltingin hefur farið hátt í fjölmiðlum og samfélaginu öllu síðan fjölmargar konur stigu fram og sökuðu kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og –ofbeldi í október í fyrra. Síðan þá hafa fleiri karlmenn verið sakaðir um sambærilega hegðun, og enn aðrir hafa fundið sig knúna til að koma starfsbræðrum sínum, sem liggja undir grun, til varnar. Þar á meðal eru leikararnir Liam Neeson og Alec Baldwin.
MeToo Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Kate Upton sakar stofnanda Guess um kynferðislega áreitni Hlutabréf Guess hafa fallið eftir að Paul Marciano, listrænn stjórnandi merkisins, var sakaður um kynferðislega áreitni á fimmtudag. 2. febrúar 2018 21:45 Tarantino svarar fyrir sig „Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér.“ 6. febrúar 2018 11:15 Eftirminnilegustu augnablikin úr American Idol Síðasta serían af raunveruleikaþættinum vinsæla fer í loftið á næsta ári en hún er sú fimmtánda í röðinni. 13. maí 2015 12:30 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Kate Upton sakar stofnanda Guess um kynferðislega áreitni Hlutabréf Guess hafa fallið eftir að Paul Marciano, listrænn stjórnandi merkisins, var sakaður um kynferðislega áreitni á fimmtudag. 2. febrúar 2018 21:45
Tarantino svarar fyrir sig „Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér.“ 6. febrúar 2018 11:15
Eftirminnilegustu augnablikin úr American Idol Síðasta serían af raunveruleikaþættinum vinsæla fer í loftið á næsta ári en hún er sú fimmtánda í röðinni. 13. maí 2015 12:30