OKC vann Golden State en ekkert breytist hjá LeBron og félögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 07:30 Russell Westbrook var frábær í nót. Vísir/Getty Tvö efstu lið deildanna í NBA-deildinni í körfubolta, Golden State Warriors og Boston Celtics, töpuðu bæði leikjum sínum í nótt og það gerði líka Cleveland Cavaliers. Houston Rockets nálgast hinsvegar toppinn í vestrinu eftir fimmta sigurinn í röð. Kristaps Porzingis, stjarna New York Knicks, sleit krossband í tapleik á móti Milwaukee Bucks.Russell Westbrook var með 34 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar í 125-105 útisigri Oklahoma City Thunder á meisturum Golden State Warriors. Paul George var síðan með 38 stig fyrir Thunder sem endaði þarna fjögurra leikja taphrinu. Kevin Durant skotaði 33 stig en fékk ekki mikla hjálp frá Skvettubræðrunum Stephen Curry og Klay Thompson sem hittu saman aðeisn úr 4 af 15 þriggja stiga skotum sínum. Þetta var þriðja tap Golden State liðsins í síðustu fjórum leikjum. Þetta var fyrsti sigur Oklahoma City Thunder á heimavelli Golden State síðan í apríl 2013 en liðið var búið að tapa sjö leikjum í röð í Oracle Arena. Russell Westbrook var ótrúlegur í fyrsta leikhluta þar sem hann skoraði 21 stig og hjálpaði Thunder að ná 42-30 forystu. Draymond Green var rekinn út úr húsi eftir að hafa fengið sína aðra tæknivillu og þá stóð Russell Westbrook upp og klappaði.Jonathon Simmons skoraði 22 af 34 stigum sínum í þriðja leikhlutanum þegar Orlando Magic vann 18 stiga sigur á Cleveland Cavaliers, 116-98. Cavaliers-liðið skoraði 43 stig í fyrsta leikhlutanum en skoraði síðan ekki í sex og hálfa mínútu í fjórða leikhlutanum. Þetta var fjórtánda tap Clevelands í síðasta 21 leik. Tyronn Lue, þjálfari Cleveland, yfirgaf salinn í öðrum leikhluta vegna veikinda og snéri ekki til baka eftir það. LeBron James var með 25 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar en var hvorki með stoðsendningu eða frákast í seinni hálfleiknum þar sem hann glímdi við villuvandræði.Kyle Lowry skoraði 23 stig fyrir Toronto Raptors sem endaði fjögurra leikja sigurgöngu Boston Celtics með 111-91 sigri. C.J. Miles var með 20 stig og DeMar DeRozan skoraði 15 stig. Þetta var fimmti heimasigur Toronto Raptors í röð á móti Boston. Kyrie Irving kom aftur inn í liðið hjá Boston eftir að hafa misst úr þrjá leiki vegna meiðsla. Irving var með 17 stig á 22 mínútum. Þetta var næststærsta tap Boston-liðsins á tímabilinu á eftir 23 stiga tapi á móti Chicago Bulls 11. desember.Giannis Antetokounmpo skoraði 23 stig þegar Milwaukee Bucks vann 103-89 sigur á New York Knicks. Kristaps Porzingis, stjórstjarna New York Knicks, sleit krossband í öðrum leikhluta þegar hann lenti eftir heppnað troðslu. Eric Bledsoe var með 23 stig fyrir Bucks-liðið og Khris Middleton skoraði 20 stig. Enes Kanter var atkvæðamestur hjá New York með 19 stig og 16 fráköst.James Harden var með 36 stig þegar Houston Rockets vann 123-113 sigur á Brooklyn Nets. Harden náði að skora sitt 15 þúsundasta stig í leiknum. Þetta var fimmti sigur Houston í röð en Chris Paul var með 25 stig í leiknum. DeMarre Carroll skoraði 21 stig í sjöunda tapi Brooklyn í síðustu átta leikjum.Joel Embiid skoraði 27 stig og tók 12 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 115-102 sigur á Washington Wizards. Dario Saric var með 20 stig og J.J. Redick skoraði 18 stig en Philadelpha endaði þar með fimm leikja sigurgöngu Wizards-liðsins. Bradley Beal skoraði 30 stig fyrir Washington sem tapaði sínum fyrsta leik eftir að þeir misstu John Wall í hnémeiðsli.Brandon Ingram skoraði 26 stig fyrir Los Angeles Lakers sem vann 112-93 sigur á Phoenix Suns. Þetta var ellefti sigur Lakers-liðsins í síðustu fjórtán leikjum. Julius Randle var með 21 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar og Joe Hart bætti við 15 stigum og 11 fráköstum.Úrslitin úr öllum leikjunum í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Oklahoma City Thunder 105-125 Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 112-93 Philadelphia 76ers - Washington Wizards 115-102 Atlanta Hawks - Memphis Grizzlies 108-82 Brooklyn Nets - Houston Rockets 113-123 New York Knicks - Milwaukee Bucks 89-103 Toronto Raptors - Boston Celtics 111-91 Orlando Magic - Cleveland Cavaliers 116-98 NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Sjá meira
Tvö efstu lið deildanna í NBA-deildinni í körfubolta, Golden State Warriors og Boston Celtics, töpuðu bæði leikjum sínum í nótt og það gerði líka Cleveland Cavaliers. Houston Rockets nálgast hinsvegar toppinn í vestrinu eftir fimmta sigurinn í röð. Kristaps Porzingis, stjarna New York Knicks, sleit krossband í tapleik á móti Milwaukee Bucks.Russell Westbrook var með 34 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar í 125-105 útisigri Oklahoma City Thunder á meisturum Golden State Warriors. Paul George var síðan með 38 stig fyrir Thunder sem endaði þarna fjögurra leikja taphrinu. Kevin Durant skotaði 33 stig en fékk ekki mikla hjálp frá Skvettubræðrunum Stephen Curry og Klay Thompson sem hittu saman aðeisn úr 4 af 15 þriggja stiga skotum sínum. Þetta var þriðja tap Golden State liðsins í síðustu fjórum leikjum. Þetta var fyrsti sigur Oklahoma City Thunder á heimavelli Golden State síðan í apríl 2013 en liðið var búið að tapa sjö leikjum í röð í Oracle Arena. Russell Westbrook var ótrúlegur í fyrsta leikhluta þar sem hann skoraði 21 stig og hjálpaði Thunder að ná 42-30 forystu. Draymond Green var rekinn út úr húsi eftir að hafa fengið sína aðra tæknivillu og þá stóð Russell Westbrook upp og klappaði.Jonathon Simmons skoraði 22 af 34 stigum sínum í þriðja leikhlutanum þegar Orlando Magic vann 18 stiga sigur á Cleveland Cavaliers, 116-98. Cavaliers-liðið skoraði 43 stig í fyrsta leikhlutanum en skoraði síðan ekki í sex og hálfa mínútu í fjórða leikhlutanum. Þetta var fjórtánda tap Clevelands í síðasta 21 leik. Tyronn Lue, þjálfari Cleveland, yfirgaf salinn í öðrum leikhluta vegna veikinda og snéri ekki til baka eftir það. LeBron James var með 25 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar en var hvorki með stoðsendningu eða frákast í seinni hálfleiknum þar sem hann glímdi við villuvandræði.Kyle Lowry skoraði 23 stig fyrir Toronto Raptors sem endaði fjögurra leikja sigurgöngu Boston Celtics með 111-91 sigri. C.J. Miles var með 20 stig og DeMar DeRozan skoraði 15 stig. Þetta var fimmti heimasigur Toronto Raptors í röð á móti Boston. Kyrie Irving kom aftur inn í liðið hjá Boston eftir að hafa misst úr þrjá leiki vegna meiðsla. Irving var með 17 stig á 22 mínútum. Þetta var næststærsta tap Boston-liðsins á tímabilinu á eftir 23 stiga tapi á móti Chicago Bulls 11. desember.Giannis Antetokounmpo skoraði 23 stig þegar Milwaukee Bucks vann 103-89 sigur á New York Knicks. Kristaps Porzingis, stjórstjarna New York Knicks, sleit krossband í öðrum leikhluta þegar hann lenti eftir heppnað troðslu. Eric Bledsoe var með 23 stig fyrir Bucks-liðið og Khris Middleton skoraði 20 stig. Enes Kanter var atkvæðamestur hjá New York með 19 stig og 16 fráköst.James Harden var með 36 stig þegar Houston Rockets vann 123-113 sigur á Brooklyn Nets. Harden náði að skora sitt 15 þúsundasta stig í leiknum. Þetta var fimmti sigur Houston í röð en Chris Paul var með 25 stig í leiknum. DeMarre Carroll skoraði 21 stig í sjöunda tapi Brooklyn í síðustu átta leikjum.Joel Embiid skoraði 27 stig og tók 12 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 115-102 sigur á Washington Wizards. Dario Saric var með 20 stig og J.J. Redick skoraði 18 stig en Philadelpha endaði þar með fimm leikja sigurgöngu Wizards-liðsins. Bradley Beal skoraði 30 stig fyrir Washington sem tapaði sínum fyrsta leik eftir að þeir misstu John Wall í hnémeiðsli.Brandon Ingram skoraði 26 stig fyrir Los Angeles Lakers sem vann 112-93 sigur á Phoenix Suns. Þetta var ellefti sigur Lakers-liðsins í síðustu fjórtán leikjum. Julius Randle var með 21 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar og Joe Hart bætti við 15 stigum og 11 fráköstum.Úrslitin úr öllum leikjunum í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Oklahoma City Thunder 105-125 Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 112-93 Philadelphia 76ers - Washington Wizards 115-102 Atlanta Hawks - Memphis Grizzlies 108-82 Brooklyn Nets - Houston Rockets 113-123 New York Knicks - Milwaukee Bucks 89-103 Toronto Raptors - Boston Celtics 111-91 Orlando Magic - Cleveland Cavaliers 116-98
NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Sjá meira