Gríska fríkið hoppaði yfir andstæðing í einni troðslunni sinni í nótt | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 11:00 Giannis Antetokounmpo. Vísir/Getty Giannis Antetokounmpo átti rosalega troðslu í NBA-deildinni í nótt þegar lið hans Milwaukee Bucks sótti sigur í Madison Square Garden í New York. Giannis Antetokounmpo eða „Gríska fríkið“ eins og hann er kallaður sýndi magnaðan stökkkraft sinn í nótt þegar hann hreinlega hoppaði yfir einn leikmann New York áður en hann tróð boltanum í körfuna. Troðslan kom í hraðaupphlaupi þar sem Giannis Antetokounmpo fékk háa sendingu frá liðsfélaga sínum Khris Middleton og hoppaði yfir Tim Hardaway Jr. áður en hann tróð. Tim Hardaway Jr. er enginn strumpur því hann er 198 sentímetrar á hæð og það var því magnað að sjá hinn 211 sentímetra Giannis Antetokounmpo hoppa yfir hann. „Ég tók ekki eftir Tim Hardaway undir mér. Ég reyndi bara að ná boltanum,“ sagði Giannis Antetokounmpo eftir leikinn. „Þetta var annars slæm sending frá Khris Middleton,“ grínaðist Giannis með þegar blaðamennirnir hópuðust í kringum hann eftir leikinn. Troðsluna hans Antetokounmpo má sjá hér fyrir neðan. Menn voru fljótir að rifja upp heimsfræga troðslu Vince Carter á Ólympíuleikunum í Syndey 2000 en hann hoppaði þá yfir 218 sentímetra Frakka. Þá nefndi fólk einnig troðslu LeBron James yfir bakvörðinn John Lucas III á tímabilinu 2011-12.Bruh. (via @NBA) pic.twitter.com/PDjQYA7r2F — Bleacher Report (@BleacherReport) February 7, 2018 Yes, #Giannis DID JUMP OVER HIM!! pic.twitter.com/RGa6LsPUg3 — Milwaukee Bucks (@Bucks) February 7, 2018 After beating the Knicks, @Giannis_An34 greeted Greek fans outside of the The Garden!! #ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/WZk5PkEizO — Milwaukee Bucks (@Bucks) February 7, 2018 NBA Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira
Giannis Antetokounmpo átti rosalega troðslu í NBA-deildinni í nótt þegar lið hans Milwaukee Bucks sótti sigur í Madison Square Garden í New York. Giannis Antetokounmpo eða „Gríska fríkið“ eins og hann er kallaður sýndi magnaðan stökkkraft sinn í nótt þegar hann hreinlega hoppaði yfir einn leikmann New York áður en hann tróð boltanum í körfuna. Troðslan kom í hraðaupphlaupi þar sem Giannis Antetokounmpo fékk háa sendingu frá liðsfélaga sínum Khris Middleton og hoppaði yfir Tim Hardaway Jr. áður en hann tróð. Tim Hardaway Jr. er enginn strumpur því hann er 198 sentímetrar á hæð og það var því magnað að sjá hinn 211 sentímetra Giannis Antetokounmpo hoppa yfir hann. „Ég tók ekki eftir Tim Hardaway undir mér. Ég reyndi bara að ná boltanum,“ sagði Giannis Antetokounmpo eftir leikinn. „Þetta var annars slæm sending frá Khris Middleton,“ grínaðist Giannis með þegar blaðamennirnir hópuðust í kringum hann eftir leikinn. Troðsluna hans Antetokounmpo má sjá hér fyrir neðan. Menn voru fljótir að rifja upp heimsfræga troðslu Vince Carter á Ólympíuleikunum í Syndey 2000 en hann hoppaði þá yfir 218 sentímetra Frakka. Þá nefndi fólk einnig troðslu LeBron James yfir bakvörðinn John Lucas III á tímabilinu 2011-12.Bruh. (via @NBA) pic.twitter.com/PDjQYA7r2F — Bleacher Report (@BleacherReport) February 7, 2018 Yes, #Giannis DID JUMP OVER HIM!! pic.twitter.com/RGa6LsPUg3 — Milwaukee Bucks (@Bucks) February 7, 2018 After beating the Knicks, @Giannis_An34 greeted Greek fans outside of the The Garden!! #ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/WZk5PkEizO — Milwaukee Bucks (@Bucks) February 7, 2018
NBA Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira