Systur spila með sitthvoru landsliðinu á Ólympíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 15:00 Marissa og Hannah Brandt. Instagram/marissacbrandt Marissa og Hannah Brandt eru systur og báðar að fara að keppa á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður-Kóreu. Þær munu hinsvegar ekki ganga saman inn á setningarhátíðina eða spila í sama liði á leikunum. CNN kannaði betur söguna á bak við það af hverju Marissa Brandt spilar með íshhokkiliði Suður Kóreu á leikunum en Hannah Brandt með íshokkíliði Bandaríkjanna. „Þetta er ruglað og ekki eitthvað sem við þurfum að láta okkur dreyma um,“ sagði Marissa Brandt í viðtali við CNN. Þær eru systur en Marissa var ættleidd frá Suður-Kóreu. Foreldrar þeirra, Greg og Robin Brandt frá Saint Paul í Minnesota, voru búin að gefa upp vonina um að eignast barn. Þau ákváðu því að ættleiða litla stelpu frá Suður-Kóreu og voru búin að ganga frá ættleiðingunni þegar hið ótrúlega gerðist. Greg og Robin voru ekki einu sinni búin að fá mynd senda af stelpunni þegar Robin komst að því að hún var ófrísk. Á einu augabragði voru þau komin með fjögurra manna fjölskyldu. „Við hefðum ekki getað verið ánægðari því við hugsuðum um alla þá gleði sem fylgdi því að eignast tvíbura,“ sagði Greg við CNN. Það má finna umfjöllun CNN hér fyrir neðan. Marissa var fjögurra mánaða þegar hún kom til Bandaríkjanna vorið 1993. Í nóvember eignaðist hún síðan litla systur þegar Hannah kom í heiminn. Þær ólust upp saman. „Við erum góðir vinir og höngum mikið ssaman. Fólk trúir því ekki að við séum systur af því að við erum svo ólíkar en ég gleymi því að hún hafi verið ættleidd. Hún er amerískari en ég,“ sagði Hannah við CNN. Hannah Brandt hefur unnið tvo heimsmeistaratitla og spilar með Minnesota Whitecaps en systir hennar var nánast búin að gefast upp á íshokkídraumnum þegar Suður-Kórea hafði samband. Hin bandaríska Rebecca Baker var farin að vinna fyrir suður-kóreska sambandið og var að leita að leikmönnum sem tengsli til Kóreu til að styrkja landsliðið sem spilar á heimavelli í PyeongChang. Nokkrum vikum síðar flaug Marissa til Suður-Kóreu í fyrsta sinn frá því hún var kornabarn. Hún fékk seinna suður-kóreskt ríkisfang og tók upp nafnið Park Yoon-Jung en henni var gefið það við fæðingu. Nú eru þær bæðar búnar að vinna sér sæti í Ólympíuliði sinna þjóða og þótt að þær mætist ekki í riðlakeppni leikanna þá fá þær báðar að upplifa Ólympíuleika í fyrsta sinn. „Ég hlakka sjálf til setningarhátíðarinnar en þar mun systir mín líka ganga inn á leikvanginn fyrir framan allt stuðningsfólkið frá Suður-Kóreu. Það verður mögnuð upplifun fyrir hana,“ sagði Hannah Brandt við CNN. Hér fyrir neðan má síðan sjá mynd af því þegar þær hittust í Ólympíuþorpinu í PyeongChang og ein mynd frá því þegar þær voru litlar. First thing I must do: find my sister as soon as possible can’t believe we are finally here in the Olympic Village!! #teamkorea #teamusa A post shared by Marissa Brandt (@marissacbrandt) on Feb 5, 2018 at 5:14pm PST HBD to the one and only @hannahbrandt22 I wouldn’t want to be considered anyone else’s sister. Wish I could be with you to celebrate! But I will see you soon. I love you #24thbirthday A post shared by Marissa Brandt (@marissacbrandt) on Nov 27, 2017 at 4:18pm PST Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Sjá meira
Marissa og Hannah Brandt eru systur og báðar að fara að keppa á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður-Kóreu. Þær munu hinsvegar ekki ganga saman inn á setningarhátíðina eða spila í sama liði á leikunum. CNN kannaði betur söguna á bak við það af hverju Marissa Brandt spilar með íshhokkiliði Suður Kóreu á leikunum en Hannah Brandt með íshokkíliði Bandaríkjanna. „Þetta er ruglað og ekki eitthvað sem við þurfum að láta okkur dreyma um,“ sagði Marissa Brandt í viðtali við CNN. Þær eru systur en Marissa var ættleidd frá Suður-Kóreu. Foreldrar þeirra, Greg og Robin Brandt frá Saint Paul í Minnesota, voru búin að gefa upp vonina um að eignast barn. Þau ákváðu því að ættleiða litla stelpu frá Suður-Kóreu og voru búin að ganga frá ættleiðingunni þegar hið ótrúlega gerðist. Greg og Robin voru ekki einu sinni búin að fá mynd senda af stelpunni þegar Robin komst að því að hún var ófrísk. Á einu augabragði voru þau komin með fjögurra manna fjölskyldu. „Við hefðum ekki getað verið ánægðari því við hugsuðum um alla þá gleði sem fylgdi því að eignast tvíbura,“ sagði Greg við CNN. Það má finna umfjöllun CNN hér fyrir neðan. Marissa var fjögurra mánaða þegar hún kom til Bandaríkjanna vorið 1993. Í nóvember eignaðist hún síðan litla systur þegar Hannah kom í heiminn. Þær ólust upp saman. „Við erum góðir vinir og höngum mikið ssaman. Fólk trúir því ekki að við séum systur af því að við erum svo ólíkar en ég gleymi því að hún hafi verið ættleidd. Hún er amerískari en ég,“ sagði Hannah við CNN. Hannah Brandt hefur unnið tvo heimsmeistaratitla og spilar með Minnesota Whitecaps en systir hennar var nánast búin að gefast upp á íshokkídraumnum þegar Suður-Kórea hafði samband. Hin bandaríska Rebecca Baker var farin að vinna fyrir suður-kóreska sambandið og var að leita að leikmönnum sem tengsli til Kóreu til að styrkja landsliðið sem spilar á heimavelli í PyeongChang. Nokkrum vikum síðar flaug Marissa til Suður-Kóreu í fyrsta sinn frá því hún var kornabarn. Hún fékk seinna suður-kóreskt ríkisfang og tók upp nafnið Park Yoon-Jung en henni var gefið það við fæðingu. Nú eru þær bæðar búnar að vinna sér sæti í Ólympíuliði sinna þjóða og þótt að þær mætist ekki í riðlakeppni leikanna þá fá þær báðar að upplifa Ólympíuleika í fyrsta sinn. „Ég hlakka sjálf til setningarhátíðarinnar en þar mun systir mín líka ganga inn á leikvanginn fyrir framan allt stuðningsfólkið frá Suður-Kóreu. Það verður mögnuð upplifun fyrir hana,“ sagði Hannah Brandt við CNN. Hér fyrir neðan má síðan sjá mynd af því þegar þær hittust í Ólympíuþorpinu í PyeongChang og ein mynd frá því þegar þær voru litlar. First thing I must do: find my sister as soon as possible can’t believe we are finally here in the Olympic Village!! #teamkorea #teamusa A post shared by Marissa Brandt (@marissacbrandt) on Feb 5, 2018 at 5:14pm PST HBD to the one and only @hannahbrandt22 I wouldn’t want to be considered anyone else’s sister. Wish I could be with you to celebrate! But I will see you soon. I love you #24thbirthday A post shared by Marissa Brandt (@marissacbrandt) on Nov 27, 2017 at 4:18pm PST
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Sjá meira