Systur spila með sitthvoru landsliðinu á Ólympíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 15:00 Marissa og Hannah Brandt. Instagram/marissacbrandt Marissa og Hannah Brandt eru systur og báðar að fara að keppa á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður-Kóreu. Þær munu hinsvegar ekki ganga saman inn á setningarhátíðina eða spila í sama liði á leikunum. CNN kannaði betur söguna á bak við það af hverju Marissa Brandt spilar með íshhokkiliði Suður Kóreu á leikunum en Hannah Brandt með íshokkíliði Bandaríkjanna. „Þetta er ruglað og ekki eitthvað sem við þurfum að láta okkur dreyma um,“ sagði Marissa Brandt í viðtali við CNN. Þær eru systur en Marissa var ættleidd frá Suður-Kóreu. Foreldrar þeirra, Greg og Robin Brandt frá Saint Paul í Minnesota, voru búin að gefa upp vonina um að eignast barn. Þau ákváðu því að ættleiða litla stelpu frá Suður-Kóreu og voru búin að ganga frá ættleiðingunni þegar hið ótrúlega gerðist. Greg og Robin voru ekki einu sinni búin að fá mynd senda af stelpunni þegar Robin komst að því að hún var ófrísk. Á einu augabragði voru þau komin með fjögurra manna fjölskyldu. „Við hefðum ekki getað verið ánægðari því við hugsuðum um alla þá gleði sem fylgdi því að eignast tvíbura,“ sagði Greg við CNN. Það má finna umfjöllun CNN hér fyrir neðan. Marissa var fjögurra mánaða þegar hún kom til Bandaríkjanna vorið 1993. Í nóvember eignaðist hún síðan litla systur þegar Hannah kom í heiminn. Þær ólust upp saman. „Við erum góðir vinir og höngum mikið ssaman. Fólk trúir því ekki að við séum systur af því að við erum svo ólíkar en ég gleymi því að hún hafi verið ættleidd. Hún er amerískari en ég,“ sagði Hannah við CNN. Hannah Brandt hefur unnið tvo heimsmeistaratitla og spilar með Minnesota Whitecaps en systir hennar var nánast búin að gefast upp á íshokkídraumnum þegar Suður-Kórea hafði samband. Hin bandaríska Rebecca Baker var farin að vinna fyrir suður-kóreska sambandið og var að leita að leikmönnum sem tengsli til Kóreu til að styrkja landsliðið sem spilar á heimavelli í PyeongChang. Nokkrum vikum síðar flaug Marissa til Suður-Kóreu í fyrsta sinn frá því hún var kornabarn. Hún fékk seinna suður-kóreskt ríkisfang og tók upp nafnið Park Yoon-Jung en henni var gefið það við fæðingu. Nú eru þær bæðar búnar að vinna sér sæti í Ólympíuliði sinna þjóða og þótt að þær mætist ekki í riðlakeppni leikanna þá fá þær báðar að upplifa Ólympíuleika í fyrsta sinn. „Ég hlakka sjálf til setningarhátíðarinnar en þar mun systir mín líka ganga inn á leikvanginn fyrir framan allt stuðningsfólkið frá Suður-Kóreu. Það verður mögnuð upplifun fyrir hana,“ sagði Hannah Brandt við CNN. Hér fyrir neðan má síðan sjá mynd af því þegar þær hittust í Ólympíuþorpinu í PyeongChang og ein mynd frá því þegar þær voru litlar. First thing I must do: find my sister as soon as possible can’t believe we are finally here in the Olympic Village!! #teamkorea #teamusa A post shared by Marissa Brandt (@marissacbrandt) on Feb 5, 2018 at 5:14pm PST HBD to the one and only @hannahbrandt22 I wouldn’t want to be considered anyone else’s sister. Wish I could be with you to celebrate! But I will see you soon. I love you #24thbirthday A post shared by Marissa Brandt (@marissacbrandt) on Nov 27, 2017 at 4:18pm PST Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Sjá meira
Marissa og Hannah Brandt eru systur og báðar að fara að keppa á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður-Kóreu. Þær munu hinsvegar ekki ganga saman inn á setningarhátíðina eða spila í sama liði á leikunum. CNN kannaði betur söguna á bak við það af hverju Marissa Brandt spilar með íshhokkiliði Suður Kóreu á leikunum en Hannah Brandt með íshokkíliði Bandaríkjanna. „Þetta er ruglað og ekki eitthvað sem við þurfum að láta okkur dreyma um,“ sagði Marissa Brandt í viðtali við CNN. Þær eru systur en Marissa var ættleidd frá Suður-Kóreu. Foreldrar þeirra, Greg og Robin Brandt frá Saint Paul í Minnesota, voru búin að gefa upp vonina um að eignast barn. Þau ákváðu því að ættleiða litla stelpu frá Suður-Kóreu og voru búin að ganga frá ættleiðingunni þegar hið ótrúlega gerðist. Greg og Robin voru ekki einu sinni búin að fá mynd senda af stelpunni þegar Robin komst að því að hún var ófrísk. Á einu augabragði voru þau komin með fjögurra manna fjölskyldu. „Við hefðum ekki getað verið ánægðari því við hugsuðum um alla þá gleði sem fylgdi því að eignast tvíbura,“ sagði Greg við CNN. Það má finna umfjöllun CNN hér fyrir neðan. Marissa var fjögurra mánaða þegar hún kom til Bandaríkjanna vorið 1993. Í nóvember eignaðist hún síðan litla systur þegar Hannah kom í heiminn. Þær ólust upp saman. „Við erum góðir vinir og höngum mikið ssaman. Fólk trúir því ekki að við séum systur af því að við erum svo ólíkar en ég gleymi því að hún hafi verið ættleidd. Hún er amerískari en ég,“ sagði Hannah við CNN. Hannah Brandt hefur unnið tvo heimsmeistaratitla og spilar með Minnesota Whitecaps en systir hennar var nánast búin að gefast upp á íshokkídraumnum þegar Suður-Kórea hafði samband. Hin bandaríska Rebecca Baker var farin að vinna fyrir suður-kóreska sambandið og var að leita að leikmönnum sem tengsli til Kóreu til að styrkja landsliðið sem spilar á heimavelli í PyeongChang. Nokkrum vikum síðar flaug Marissa til Suður-Kóreu í fyrsta sinn frá því hún var kornabarn. Hún fékk seinna suður-kóreskt ríkisfang og tók upp nafnið Park Yoon-Jung en henni var gefið það við fæðingu. Nú eru þær bæðar búnar að vinna sér sæti í Ólympíuliði sinna þjóða og þótt að þær mætist ekki í riðlakeppni leikanna þá fá þær báðar að upplifa Ólympíuleika í fyrsta sinn. „Ég hlakka sjálf til setningarhátíðarinnar en þar mun systir mín líka ganga inn á leikvanginn fyrir framan allt stuðningsfólkið frá Suður-Kóreu. Það verður mögnuð upplifun fyrir hana,“ sagði Hannah Brandt við CNN. Hér fyrir neðan má síðan sjá mynd af því þegar þær hittust í Ólympíuþorpinu í PyeongChang og ein mynd frá því þegar þær voru litlar. First thing I must do: find my sister as soon as possible can’t believe we are finally here in the Olympic Village!! #teamkorea #teamusa A post shared by Marissa Brandt (@marissacbrandt) on Feb 5, 2018 at 5:14pm PST HBD to the one and only @hannahbrandt22 I wouldn’t want to be considered anyone else’s sister. Wish I could be with you to celebrate! But I will see you soon. I love you #24thbirthday A post shared by Marissa Brandt (@marissacbrandt) on Nov 27, 2017 at 4:18pm PST
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti