Þokast í samkomulagsátt um fjárlög í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 7. febrúar 2018 13:15 Eftir átök sem hafa tíðum verið hatrömm virðist meiri sáttatónn vera í McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, (t.v.) og Chuck Schumer, leiðtoga demókrata, þessa dagana. Vísir/AFP Þrátt fyrir fullyrðingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að hann sé tilbúinn að láta rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvast eru merki um að leiðtogar repúblikana og demókrata séu að ná saman um frumvarp að fjárlögum. Frestur til að framlenga útgjöld til alríkisstofnana rennur út á morgun. Neðri deild Bandaríkjaþings samþykkti bráðabirgðalausn til að fjármagna rekstur alríkisstjórnarinnar eftir að fé til hans klárast á morgun. Leiðtogar flokkanna í öldungadeildinni eru nú sagðir vinna að lausn til lengri tíma sem myndi fela í sér aukin útgjöld til hernaðarmála sem repúblikanar vilja en einnig frekari fjárútlát innanlands sem demókratar sækjast eftir. Alríkisstjórnin hefur verið fjármögnuð með röð bráðabirgðafrumvarpa frá því að síðasta fjárlagaári lauk í lok september. Þingmönnum tókst ekki að koma sér saman um fjárlög þá. Síðan þá hefur lokun alríkisstjórnarinnar vofað yfir í hvert skipti sem þurft hefur að samþykkja nýja skammtímalausn. Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist að hluta til í þrjá daga í janúar þegar demókratar neituðu að samþykkja bráðabirgðalausn til að knýja á um að staða innflytjenda sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn yrði tryggð. Trump batt enda á DACA-áætlunina sem hefur varið þá fyrir brottvísun í fyrra.Viðræður í skugga hótana forsetansAP-fréttastofan segir að demókratar hafi látið þá kröfu falla niður og reyni frekar að fá repúblikana til að fallast á tuga milljarða fjárframlög til annarra málefna sem þeir telja brýn. Treysta þeir á að samkomulag náist um innflytjendamál síðar. Á meðal þess sem Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, og Chuck Schumer, oddviti demókrata, ræða nú er hækkun svonefnds skuldaþaks ríkissjóðs til að hægt verði að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins í framtíðinni. Yfirlýsingar Trump forseta í gær voru hins vegar í litlu samráði við þennan nýfundna sáttahug hjá leiðtogum flokkanna. Fullyrti hann að hann væri til í að láta rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvast til að hann gæti náð sínu fram í innflytjendamálum. „Ég myndi elska að sjá lokun ef við getum ekki fengið þessi mál í gegn,“ sagði Trump.John Kelly er haukur í innflytjendamálum. Lýsing hans á innflytjendum sem lötum féll ekki í kramið hjá demókrötum.Vísir/AFPGaf í skyn að innflytjendur væru latirÞá féllu orð Johns Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, um innflytjendur í grýttan jarðveg hjá demókrötum. Trump lagði til vernd fyrir fleiri innflytjendur en þá sem hafa fallið undir DACA-áætlunina í janúar. Það var þó skilyrðum háð að þingið samþykkti tugi milljarða í byggingu landamæramúrs við Mexíkó og að innflytjendum sem koma löglega til Bandaríkjanna verði fækkað verulega. Kelly sagði að tillaga Trump myndi ekki aðeins tryggja skjólstæðingum DACA vernd heldur einnig þeim innflytjendum sem „sumir myndu segja að séu of hræddir til að skrá sig en aðrir myndu segja að væru of latir til að hreyfa sig af rassinum en þeir skráðu sig ekki.“ „Ég harma þessa lýsingu. Hún kemur mér ekki á óvart komandi frá Kelly herforingja,“ segir Dick Durbin, öldungadeildarþingmaður demókrata sem hefur farið fyrir viðræðum þeirra við repúblikana um innflytjendamál. Kelly er einn helsti harðlínumaðurinn í innflytjendamálum í Hvíta húsinu. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs hafa fullyrt að Kelly og Stephen Miller, ráðgjafi Trump, séu þeir sem hafi fyrst og fremst komið í veg fyrir að forsetinn styðji við tilraunir til að ná þverpólitísku samkomulagi um endurskoðun innflytjendakerfis Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Leggja til skammtímalausn til að forðast lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískir þingmenn reyna að semja um bráðabirgðafjárlög áður en frestur til þess rennur út á fimmtudag. 6. febrúar 2018 16:14 Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sjá meira
Þrátt fyrir fullyrðingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að hann sé tilbúinn að láta rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvast eru merki um að leiðtogar repúblikana og demókrata séu að ná saman um frumvarp að fjárlögum. Frestur til að framlenga útgjöld til alríkisstofnana rennur út á morgun. Neðri deild Bandaríkjaþings samþykkti bráðabirgðalausn til að fjármagna rekstur alríkisstjórnarinnar eftir að fé til hans klárast á morgun. Leiðtogar flokkanna í öldungadeildinni eru nú sagðir vinna að lausn til lengri tíma sem myndi fela í sér aukin útgjöld til hernaðarmála sem repúblikanar vilja en einnig frekari fjárútlát innanlands sem demókratar sækjast eftir. Alríkisstjórnin hefur verið fjármögnuð með röð bráðabirgðafrumvarpa frá því að síðasta fjárlagaári lauk í lok september. Þingmönnum tókst ekki að koma sér saman um fjárlög þá. Síðan þá hefur lokun alríkisstjórnarinnar vofað yfir í hvert skipti sem þurft hefur að samþykkja nýja skammtímalausn. Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist að hluta til í þrjá daga í janúar þegar demókratar neituðu að samþykkja bráðabirgðalausn til að knýja á um að staða innflytjenda sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn yrði tryggð. Trump batt enda á DACA-áætlunina sem hefur varið þá fyrir brottvísun í fyrra.Viðræður í skugga hótana forsetansAP-fréttastofan segir að demókratar hafi látið þá kröfu falla niður og reyni frekar að fá repúblikana til að fallast á tuga milljarða fjárframlög til annarra málefna sem þeir telja brýn. Treysta þeir á að samkomulag náist um innflytjendamál síðar. Á meðal þess sem Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, og Chuck Schumer, oddviti demókrata, ræða nú er hækkun svonefnds skuldaþaks ríkissjóðs til að hægt verði að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins í framtíðinni. Yfirlýsingar Trump forseta í gær voru hins vegar í litlu samráði við þennan nýfundna sáttahug hjá leiðtogum flokkanna. Fullyrti hann að hann væri til í að láta rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvast til að hann gæti náð sínu fram í innflytjendamálum. „Ég myndi elska að sjá lokun ef við getum ekki fengið þessi mál í gegn,“ sagði Trump.John Kelly er haukur í innflytjendamálum. Lýsing hans á innflytjendum sem lötum féll ekki í kramið hjá demókrötum.Vísir/AFPGaf í skyn að innflytjendur væru latirÞá féllu orð Johns Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, um innflytjendur í grýttan jarðveg hjá demókrötum. Trump lagði til vernd fyrir fleiri innflytjendur en þá sem hafa fallið undir DACA-áætlunina í janúar. Það var þó skilyrðum háð að þingið samþykkti tugi milljarða í byggingu landamæramúrs við Mexíkó og að innflytjendum sem koma löglega til Bandaríkjanna verði fækkað verulega. Kelly sagði að tillaga Trump myndi ekki aðeins tryggja skjólstæðingum DACA vernd heldur einnig þeim innflytjendum sem „sumir myndu segja að séu of hræddir til að skrá sig en aðrir myndu segja að væru of latir til að hreyfa sig af rassinum en þeir skráðu sig ekki.“ „Ég harma þessa lýsingu. Hún kemur mér ekki á óvart komandi frá Kelly herforingja,“ segir Dick Durbin, öldungadeildarþingmaður demókrata sem hefur farið fyrir viðræðum þeirra við repúblikana um innflytjendamál. Kelly er einn helsti harðlínumaðurinn í innflytjendamálum í Hvíta húsinu. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs hafa fullyrt að Kelly og Stephen Miller, ráðgjafi Trump, séu þeir sem hafi fyrst og fremst komið í veg fyrir að forsetinn styðji við tilraunir til að ná þverpólitísku samkomulagi um endurskoðun innflytjendakerfis Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Leggja til skammtímalausn til að forðast lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískir þingmenn reyna að semja um bráðabirgðafjárlög áður en frestur til þess rennur út á fimmtudag. 6. febrúar 2018 16:14 Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sjá meira
Leggja til skammtímalausn til að forðast lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískir þingmenn reyna að semja um bráðabirgðafjárlög áður en frestur til þess rennur út á fimmtudag. 6. febrúar 2018 16:14