Eggert hefur ekki gefið upp alla von og er þakklátur fyrir stuðninginn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 16:00 Eggert, Eggert og Michelle hafa búið hér á landi síðustu ár og vilja verða íslenskir ríkisborgarar. Facebook/Michelle Nielson „Gærdagurinn var smá yfirþyrmandi,“ segir Eggert Einer Nielsen um viðbrögðin eftir að viðtal við hann birtist á Vísi í gær. Hann hefur ekki enn fengið svör um áframhaldandi dvalarleyfi en eins og kom fram á Vísi í gær þá sótti hann um ríkisborgararétt fyrir sig og fjölskyldu sína en fékk neitun. Eftir höfnunina sótti hann um áframhaldandi dvalarleyfi, eftir að fresturinn var runninn út. Eggert hefur búið hér á landi ásamt eiginkonu og syni síðan árið 2010 og þurft að sækja um leyfi á hverju ári. Hann segist hrærður yfir viðbrögðum fólks í gær.Ókunnugir Íslendingar senda þeim kveðjur„Ég vil bara þakka fjölskyldu og vinum og fólkinu sem ég þekki ekki fyrir allan stuðninginn. Það er það sem er svo frábært, fólk um allt Ísland sem ég þekki ekkert hefur verið að senda mér skilaboð. Fólk hefur samúð með mér í þessum aðstæðum og hvetur mig til að gefast ekki upp, til að fara ekki.“ Eggert starfar í hlutastarfi í grunnskólanum á Súðavík og dreymir hann um að fá dvalarleyfi og ætlar þá að fá sér meiri vinnu hér á landi. Fjölskyldan hefur sterk tengsl við landið og eiga líka fjölskyldu hér. „Við myndum vilja ganga frá okkar málum og fá að vera hérna áfram.“ Í samtali við mbl.is í dag sagði Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis að hann hafi kallað eftir upplýsingum um mál Eggerts. óskað var eftir upplýsingum frá bæði Útlendingastofnun og lögmanni Eggerts. Telur hann að málið hljóti að koma til kasta nefndarinnar þegar næst verður ákveðið hverjir fá íslenskan ríkisborgararétt. Þetta er gert tvisvar á ári. Eggert er með bandarískan ríkisborgararétt þar sem hann flutti þangað sjö ára gamall. „Miðað við það sem ég hef séð um málið finnst mér borðleggjandi að mál hans fái jákvæða afgreiðslu.“Facebook/Michelle NielsonEkki búin að gefast uppEins og kom fram á Vísi í gær hefur Eggert verið með dvalarleyfi hér á landi síðan árið 2010 en sótti um ríkisborgararétt á síðasta ári. Hann er fæddur á Íslandi og bjó hér fyrstu sjö ár ævi sinnar. Móðir hans er íslensk en faðir hans danskur. „Við Michelle og sonur okkar erum svo þakklát öllum þeim sem hafa sýnt okkur stuðning og sagt þessa fallegu hluti. Þetta hefur látið okkur líða svo vel.“ Hann hefur þó sterkar rætur á Íslandi og langar að verða íslenskur ríkisborgari. Það var þó ekki hægt þar sem hann er fæddur árið 1957, áður en lögunum var breytt. Í samtali við Vísi segir Eggert að hann hefði getað sótt um danskan ríkisborgararétt þegar hann var yngri en hafði engan áhuga á því, enda ekki með mikil tengsl við Danmörku. „Þegar ég sótti síðast um dvalarleyfi var mér sagt að ég væri hér ólöglega en lögfræðingurinn minn er að aðstoða mig. Vonandi heyri ég eitthvað frá þeim. Þau hafa verið með gögnin frá mér í einn og hálfan mánuð. Ég hef sótt um á hverju ári í sjö ár, af hverju þarf þetta að vera svona flókið?“ Hús fjölskyldunnar er komið á sölu en Eggert er þó ekki búinn að gefa upp alla von. „Ég ber höfuðið hátt og held í trúna.“ Tengdar fréttir Eggert og fjölskylda fengu ekki ríkisborgararétt: „Þetta er bilun“ Vestur-Íslendingurinn Eggert Einer Nielson fæddist á Landspítalanum árið 1957 og á íslenska móður. Hann hefur heimsótt Ísland alla sína ævi og hefur búið hér síðustu átta ár. 6. febrúar 2018 14:30 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
„Gærdagurinn var smá yfirþyrmandi,“ segir Eggert Einer Nielsen um viðbrögðin eftir að viðtal við hann birtist á Vísi í gær. Hann hefur ekki enn fengið svör um áframhaldandi dvalarleyfi en eins og kom fram á Vísi í gær þá sótti hann um ríkisborgararétt fyrir sig og fjölskyldu sína en fékk neitun. Eftir höfnunina sótti hann um áframhaldandi dvalarleyfi, eftir að fresturinn var runninn út. Eggert hefur búið hér á landi ásamt eiginkonu og syni síðan árið 2010 og þurft að sækja um leyfi á hverju ári. Hann segist hrærður yfir viðbrögðum fólks í gær.Ókunnugir Íslendingar senda þeim kveðjur„Ég vil bara þakka fjölskyldu og vinum og fólkinu sem ég þekki ekki fyrir allan stuðninginn. Það er það sem er svo frábært, fólk um allt Ísland sem ég þekki ekkert hefur verið að senda mér skilaboð. Fólk hefur samúð með mér í þessum aðstæðum og hvetur mig til að gefast ekki upp, til að fara ekki.“ Eggert starfar í hlutastarfi í grunnskólanum á Súðavík og dreymir hann um að fá dvalarleyfi og ætlar þá að fá sér meiri vinnu hér á landi. Fjölskyldan hefur sterk tengsl við landið og eiga líka fjölskyldu hér. „Við myndum vilja ganga frá okkar málum og fá að vera hérna áfram.“ Í samtali við mbl.is í dag sagði Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis að hann hafi kallað eftir upplýsingum um mál Eggerts. óskað var eftir upplýsingum frá bæði Útlendingastofnun og lögmanni Eggerts. Telur hann að málið hljóti að koma til kasta nefndarinnar þegar næst verður ákveðið hverjir fá íslenskan ríkisborgararétt. Þetta er gert tvisvar á ári. Eggert er með bandarískan ríkisborgararétt þar sem hann flutti þangað sjö ára gamall. „Miðað við það sem ég hef séð um málið finnst mér borðleggjandi að mál hans fái jákvæða afgreiðslu.“Facebook/Michelle NielsonEkki búin að gefast uppEins og kom fram á Vísi í gær hefur Eggert verið með dvalarleyfi hér á landi síðan árið 2010 en sótti um ríkisborgararétt á síðasta ári. Hann er fæddur á Íslandi og bjó hér fyrstu sjö ár ævi sinnar. Móðir hans er íslensk en faðir hans danskur. „Við Michelle og sonur okkar erum svo þakklát öllum þeim sem hafa sýnt okkur stuðning og sagt þessa fallegu hluti. Þetta hefur látið okkur líða svo vel.“ Hann hefur þó sterkar rætur á Íslandi og langar að verða íslenskur ríkisborgari. Það var þó ekki hægt þar sem hann er fæddur árið 1957, áður en lögunum var breytt. Í samtali við Vísi segir Eggert að hann hefði getað sótt um danskan ríkisborgararétt þegar hann var yngri en hafði engan áhuga á því, enda ekki með mikil tengsl við Danmörku. „Þegar ég sótti síðast um dvalarleyfi var mér sagt að ég væri hér ólöglega en lögfræðingurinn minn er að aðstoða mig. Vonandi heyri ég eitthvað frá þeim. Þau hafa verið með gögnin frá mér í einn og hálfan mánuð. Ég hef sótt um á hverju ári í sjö ár, af hverju þarf þetta að vera svona flókið?“ Hús fjölskyldunnar er komið á sölu en Eggert er þó ekki búinn að gefa upp alla von. „Ég ber höfuðið hátt og held í trúna.“
Tengdar fréttir Eggert og fjölskylda fengu ekki ríkisborgararétt: „Þetta er bilun“ Vestur-Íslendingurinn Eggert Einer Nielson fæddist á Landspítalanum árið 1957 og á íslenska móður. Hann hefur heimsótt Ísland alla sína ævi og hefur búið hér síðustu átta ár. 6. febrúar 2018 14:30 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Eggert og fjölskylda fengu ekki ríkisborgararétt: „Þetta er bilun“ Vestur-Íslendingurinn Eggert Einer Nielson fæddist á Landspítalanum árið 1957 og á íslenska móður. Hann hefur heimsótt Ísland alla sína ævi og hefur búið hér síðustu átta ár. 6. febrúar 2018 14:30