Andstæðir pólar tókust á um ágæti borgarlínu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. febrúar 2018 16:00 Frosti Sigurjónsson og Þorsteinn R. Hermansson ræddu um borgarlínu. Vísir/Hjalti Segja má að fulltrúar andstæðra póla um hvort byggja ætti hina svokölluðu borgarlínu eða ekki hafi tekist á á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í dag. Samgöngustjóri Reykjavíkurborgar og Frosti Sigurjónsson héldu erindi og svöruðu spurningum. Fundurinn bar yfirskriftina „Borgarlína: Bót eða bruðl“ og var haldinn á Nauthóli í hádeginu. Þar var Þorsteini R. Hermannssyni, samgöngustjóra, og Frosta boðið að kynna annars vegar stefnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu borgarlínunnar og hins vegar sjónarmið Frosta sem hefur verið gagnrýninn á þessi áform. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna á að á næstu áratugum verði byggt upp nýtt almenningssamgöngukerfi sem eigi að vera hagkvæm og vistvæn leið til þess mæta fjölgun íbúa til ársins 2040 og því álagi sem reiknað er með að slík fjölgun muni hafa á vegakerfi höfuðborgarsvæðisins. Áætlanir nú gera ráð fyrir því að um 70 milljarðar verði lagðir í uppbygginguna á næstu áratugum. Leiðir sem fyrirhuguð borgarlína mun aka.mynd/borgarlinan.is„Getum dælt og dælt peningum í gatnakerfið en við náum mjög takmörkuðum árangri“ Í máli Þorsteins kom fram að eitt helsta viðfangsefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu væri að mæta áætlaðri fjölgun íbúa fram til ársins 2040. Reiknað er með að íbúum höfuðborgarsvæðisins muni fjölga um 70 þúsund á þessu tímabili. „Það er gríðarlega mikilvæg spurning og mikil ábyrgð sem hvílir á okkur sem hér búum hvar eigi 70 þúsund íbúar til viðbótar að búa, hvar þeir eigi að starfa og hvernig þeir eigi að komast á milli staða,“ sagði Þorsteinn. Sýndi hann myndir sem sýndu að frá árinu 1985 til dagsins í dag hafi íbúum á höfuðborgarsvæðinu hafi fjölgað um 70 þúsund. Þá hafi byggt land á höfuðborgarsvæðinu þakið 25 ferkílómetra en að nú þeki það 58 ferkílómetra. Ekki væri mikið svigrúm til þess að mæta áætlaðri fjölgun íbúa með slíkri útþenslu byggðar. „Við sjáum að landrými er af skornum skammti og tal um þéttingu byggðar og annað er ekki gælumál heldur nauðsyn ef við ætlum að koma fólki fyrir á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Þorsteinn. Í takt við þess útþenslu byggðar hafi umferð um helstu umferðaræðar höfuðborgarsvæðisins aukist mikið. Samkvæmt umferðarspá í tengslum við núgildandi aðalskipulag og miðað við óbreytta stefnu frá fyrra skipulagi í samgöngumálum þar sem ekki væri gert ráð fyrir borgarlínu eða sambærilegu almenningssamgöngukerfi væri gert ráð fyrir að umferðartafir myndu aukast um 80 prósent til ársins 2040, þrátt fyrir yfir 100 milljarða áætlaða fjárfestingu í stofnvegakerfinu. „Umferðarlíkanið sýnir okkur það að við getum dælt og dælt peningum í gatnakerfið en við nið náum mjög takmörkuð árangri í að reyna að lágmarka umferðartafir í framtíðinni. Þetta er óvinnandi vegur eins og nánast allar borgir í heiminum hafa komist að,“ sagði Þorsteinn.Strætisvagnarnir gulu verða áfram á götunum verði borgarlínan að veruleika.Vísir/PjeturEkki spurning um hversu marga bíla heldur hversu mikið af fólki Til þess að reyna að mæta þessu vandamáli hafi sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu lagt höfuðið í bleyti, ráðfært sig við sérfræðinga og úr hafi orðið hugmyndin um borgarlínuna. Augljóst væri að horfa þyrfti með öðrum hætti á það hvernig væri hægt að komast á milli staða en eingöngu með því að horfa til einkabílsins. „Við vorum alltaf að spyrja okkur spurningarinnar „hversu mörgum bílum komum við á milli staða?“ og reyna að hamast við það verkefni en núna er spurningin sem vaxandi borgarsvæði standa frammi fyrir „hversu mikið af fólki komum við á milli staða á sem hagkvæmastan og vistvænan hátt?“ Við getum ekki lengur spurt okkur að bílaspurningunni. Það er bara ekki lengur í boði.“ Legið hafi verið yfir leiðarvali og horft til þess hvar fólk búi, hvar það muni búi og starfa, hvar væri mestar líkur á uppbyggingu og þar fram eftir götunum. Markmiðið væri að borgarlínan væri ekki bara samgöngukerfi heldur tæki til uppbyggingar, hryggjarstykki í vaxtaráætlunum á höfuðborgarsvæðinu. Nefndi Þorsteinn sem dæmi í tengslum við það hvernig borgarlínan væri miðpunktur í fyrirhuguðum uppbyggingarverkefnum í Reykjavíkurborg, nýju hverfi á Ártúnshöfða, Vogabyggð, uppbyggingu í Skeifunni og Kringlunni. Þetta þyrfti að haldast í hendur, þétting byggðar og uppbygging góðra almenningssamgangna. Svona sjá arkitektar fyrir sér að umhverfi í kringum borgarlínuna geti verið.Mynd/TripólíEkki verið að finna upp hjólið Með borgarlínu væri átt við samgöngukerfi sem væri að stærstum hluta á sérakreinum fyrir almenningssamgöngu þannig að vagnarnir væru sem mest í sérrými. Þannig gæti ferðatíminn alltaf verið sá sami óháð því hvenær lagt væri af stað, hvort sem það væri í háannatíma eða ekki. Horft væri til þess að tíðni ferða væri um 7,5 mínúta og alltaf ætti að vera hægt að ganga að vísu að stutt væri í næsta vagn. „Farartækið skiptir eiginlega minnstu máli, hvort það er á teinum eða á gúmmíhjólum, hvort það er ökumaður, hvort það tekur 150 manns eða 40 manns, hvort það er sjálfkeyrandi og svo framvegis. Þetta snýst um innviðina og að byggja upp þessar borgarlínubrautir, biðstöðvar og þetta kerfi til þess að búa til þessa kjarnainnviði í samgöngukerfinu okkar,“ sagði Þorsteinn. Eins og áður sagði er áætlað að uppbygging borgarlínunnar muni kosta 70 milljarða en lagði Þorsteinn áherslu á það að verkið yrði ekki unnið á einum degi, það yrði gert í áföngum og horft væri til þess að 30 kílómetrar af borgarlínu væri komið upp fyrir árið 2030. Sagði Þorsteinn að vöxtur borga kallaði einfaldlega á fjárfestingu í samgöngukerfum til þess að mæta fjölgun íbúa og hér á Íslandi bættist mikill fjöldi ferðamanna við. Því væri ekki hægt að setja milljarð hér og milljarð þar í verkefni, til þess að auka líkurnar á uppbyggingin myndi heppnast þyrfti að leggja metnað í það. Bætti hann einnig við að sambærileg uppbygging á samgöngukerfum og fyrirhuguð er hér væri vel þekkt. „Það er ekki verið að finna upp neitt hjól hér, það er verið að beita þekktri aðferðarfræði sem er í notkun um allan heim.“Frosti Sigurjónsson hefur látið sig málefni borgarlínunnar varða.Stórefast um fullyrðingar borgar- og bæjarstjóra Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi Alþingismaður Framsóknarflokksins, vakti athygli á dögunum með færslu á vefsíðu hans þar sem hann gagnrýndi áform um borgarlínu harðlega. Sagði hann að kveikjan að þeim skrifum hafi verið grein sem borgar- og bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu birtu á Vísi í desember 2016. „Ég fór að skoða hvort það væri mögulegt að þetta standist sem þeir eru að gera sér í hugarlund,“ sagði Frosti. Í greininni sem Frosti vísar til er því meðal annars haldið fram að með borgarlínu sé hægt að stórauka flutningsgetu samgöngukerfisins, draga úr kostnaði, lækka byggingarkostnað, bæta þjónustu við íbúa og lífsgæði þeirra. Sagði Frosti að þessar fullyrðingar hefðu vakið athygli sína og því hafi hann farið að kanna hvort að þær gætu staðist. Taldi Frosti að mjög líklega yrði tap af rekstri borgarlínunnar á ári hverju, líkt og þekkist víða í rekstri almenningssamgangna. „Það getur orðið mjög verulegt tap á þessu ef væntingar manna um notkunina standast ekki. Núna eru fjögur prósent af ferðum á höfuðborgarsvæðinu í strætó. Hvað ef þetta markmið um að þrefalda þetta næst ekki?,“ sagði Frosti. Ljóst yrði að ef þetta markmið myndi ekki nást yrði taprekstur á hverju ári gríðarlegur og myndi líklega hlaupa á milljörðum. Þrátt fyrir að mikilvægt væri að reka almenningssamgangnakerfi væri þetta líklega ekki besta leiðin til þess. Þá gagnrýndi Frosti mjög áform um að búa til sérstakar borgarlínubrautir sem aðeins borgarlínuvagnar myndu fá að keyra um. „Þess á milli má enginn annar nota akreinina. Þetta er hugmyndin. Þá munum við bara vera föst í umferðinni og horfa á tóma akreinina. Það myndi ekki gera mig mjög hressan,“ sagði Frosti. Í því væri innbyggð óhagkvæmni og slík nýting á borgarlandi gæti ekki talist skynsamleg. Að mati Frosta væri líklegt að vagnarnir væru fullir á háannatíma en þess á milli yrðu þeir hálftómir. „Það er ekkert hagkvæmt að keyra fimm manns í margra tuga tonna ferlíki, jafnvel þó hann sé rafknúinn, þá er greinilega miklu hagkvæmara að þetta fólk tæki bara leigubíl eða færi bara í litlum léttum rafbílum,“ sagði Frosti.Umferðin er oft á tíðum bara í aðra áttina á hánnatímum.vísir/vilhelmFáir kjósi strætó á kostnað bílsins Þá gerði Frosti einnig athugasemdir við fullyrðingar borgar- og bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu um að borgarlínan myndi auka lífsgæði Nefndi Frosti aftur að fjögur prósent höfuðborgarbúa kysu að nýta sér strætisvagna. „Er hugsanlegt að íbúar vilji bara fremur í eigin bíl en að fara í almenningsvagna?“ sagði Frosti og benti á að ólíkar aðstæður væru fyrir hendi hér en í til dæmis Kaupmannahöfn eða London. „Það telst ekki aukning á lífsgæðum frá mínum sjónarhóli að þrengja svo að bílaumferð svo mikið að ég þurfi að neyðast til þess að nota almenningssamgöngur en það er það sem stendur til,“ sagði Frosti. Ein helsta gagnrýni Frosta snerist þó um flutningsgetu borgarlínunnar. Taldi Frosti að vissulega myndi borgarlínan auka flutningsgeta en hún væri af rangri tegund. „Tegundinni sem við kjósum ekki, við viljum auka flutningsgetu vegakerfisins virðist vera, fyrir bílana sem veita okkur þetta frelsi til að fara frá okkar dyrum að þeim dyrum sem við viljum fara til, þegar við viljum og þegar okkur sýnist. Við viljum ekki fara og vera geymd á lager, þó að það sé upphitað biðskýli,“ sagði Frosti, það væri ekki sinn draumur. Þá væri einnig óvíst að ein helsta forsenda borgarlínunnar, að íbúum fjölgi hér um 70 þúsund á næstu áratugum. Láspá Hagstofunnar gerði ráð fyrir fjölgun um 30 þúsund íbúa. Einnig væri útilokað að borgarlínan kæmi íbúum á milli staða hraðar en einkabíllinn. „Það er gjörsamlega útilokað. Maður þarf að ganga út á stoppistöð, það eru fimm mínútur. Það eru að meðaltali fimm hundruð metrar. Maður þarf að bíða eftir vagninum. Það eru fimm mínútur. Maður þarf að ganga frá stoppistöð,“ sagði Frosti. Allt tæki þetta tíma. Á einkabíl væri hins vegar hægt að leggja af stað strax en að vísu færi tími í það að finna bílastæði.Myndband um þróun sjálfkeyrandi bíla sem Frosti sýndi gestum fundarinsTæknibylting framundanAð lokum nefndi Frosti að til þess gæti komið að þegar borgarlínan væri klár, stjórnmálamennirnir mættir til að klippa á borðann og notendur gætu ferðast um í henni væri kerfið úrelt.„Sjálfkeyrandi rafbílar sem menga ekki neitt og fara með okkur akkúrat þangað sem við viljum, þegar við viljum,“ sagði Frosti.Þörfin á bíleign yrði úr sögunni með tilkomu sjálfkeyrandi bíla því að alltaf væri hægt að fá skutl á hagkvæmu verði.Sagði Frosti að margar borgir væru að leggja áherslu á undirbúa þessa tækni og að greiða götu hennar.„Er skynsamlegt að setja núna 70 milljarða meira í gamla tækni þegar það er tæknibylting augljóslega fram undan,“ spurði Frosti. Borgarlína Borgarstjórn Skipulag Tengdar fréttir Vilja færa einkabílinn ofan í jörðina Hægt væri að fjölga íbúum umhverfis Miklubraut um nokkur þúsund með því að færa hluta götunnar í stokk. Niðurstaða frumgreiningar á svæðinu verður kynnt á íbúafundi í Hlíðunum í kvöld, en áætlaður framkvæmdakostnaður er um 20 milljarðar. 1. febrúar 2018 20:00 Hilmar Þór Björnsson um Borgarlínuna: „Það vantar eitthvað á hinn endann“ HIlmar Þór Björnsson arkitekt segir að skipuleggja þurfi borgarlínuna betur áður en farið er út í það að gefa heimildir og byggja í nágrenni við hana. 21. janúar 2018 14:30 Meirihluti Íslendinga hlynntur Borgarlínunni Fleiri Íslendingar á aldrinum 18 til 75 ára eru hlynntir en andvígir Borgarlínunni samkvæmt könnun sem rannsóknarfyrirtækið Maskína framkvæmdi á dögunum. 26. janúar 2018 19:18 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Segja má að fulltrúar andstæðra póla um hvort byggja ætti hina svokölluðu borgarlínu eða ekki hafi tekist á á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í dag. Samgöngustjóri Reykjavíkurborgar og Frosti Sigurjónsson héldu erindi og svöruðu spurningum. Fundurinn bar yfirskriftina „Borgarlína: Bót eða bruðl“ og var haldinn á Nauthóli í hádeginu. Þar var Þorsteini R. Hermannssyni, samgöngustjóra, og Frosta boðið að kynna annars vegar stefnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu borgarlínunnar og hins vegar sjónarmið Frosta sem hefur verið gagnrýninn á þessi áform. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna á að á næstu áratugum verði byggt upp nýtt almenningssamgöngukerfi sem eigi að vera hagkvæm og vistvæn leið til þess mæta fjölgun íbúa til ársins 2040 og því álagi sem reiknað er með að slík fjölgun muni hafa á vegakerfi höfuðborgarsvæðisins. Áætlanir nú gera ráð fyrir því að um 70 milljarðar verði lagðir í uppbygginguna á næstu áratugum. Leiðir sem fyrirhuguð borgarlína mun aka.mynd/borgarlinan.is„Getum dælt og dælt peningum í gatnakerfið en við náum mjög takmörkuðum árangri“ Í máli Þorsteins kom fram að eitt helsta viðfangsefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu væri að mæta áætlaðri fjölgun íbúa fram til ársins 2040. Reiknað er með að íbúum höfuðborgarsvæðisins muni fjölga um 70 þúsund á þessu tímabili. „Það er gríðarlega mikilvæg spurning og mikil ábyrgð sem hvílir á okkur sem hér búum hvar eigi 70 þúsund íbúar til viðbótar að búa, hvar þeir eigi að starfa og hvernig þeir eigi að komast á milli staða,“ sagði Þorsteinn. Sýndi hann myndir sem sýndu að frá árinu 1985 til dagsins í dag hafi íbúum á höfuðborgarsvæðinu hafi fjölgað um 70 þúsund. Þá hafi byggt land á höfuðborgarsvæðinu þakið 25 ferkílómetra en að nú þeki það 58 ferkílómetra. Ekki væri mikið svigrúm til þess að mæta áætlaðri fjölgun íbúa með slíkri útþenslu byggðar. „Við sjáum að landrými er af skornum skammti og tal um þéttingu byggðar og annað er ekki gælumál heldur nauðsyn ef við ætlum að koma fólki fyrir á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Þorsteinn. Í takt við þess útþenslu byggðar hafi umferð um helstu umferðaræðar höfuðborgarsvæðisins aukist mikið. Samkvæmt umferðarspá í tengslum við núgildandi aðalskipulag og miðað við óbreytta stefnu frá fyrra skipulagi í samgöngumálum þar sem ekki væri gert ráð fyrir borgarlínu eða sambærilegu almenningssamgöngukerfi væri gert ráð fyrir að umferðartafir myndu aukast um 80 prósent til ársins 2040, þrátt fyrir yfir 100 milljarða áætlaða fjárfestingu í stofnvegakerfinu. „Umferðarlíkanið sýnir okkur það að við getum dælt og dælt peningum í gatnakerfið en við nið náum mjög takmörkuð árangri í að reyna að lágmarka umferðartafir í framtíðinni. Þetta er óvinnandi vegur eins og nánast allar borgir í heiminum hafa komist að,“ sagði Þorsteinn.Strætisvagnarnir gulu verða áfram á götunum verði borgarlínan að veruleika.Vísir/PjeturEkki spurning um hversu marga bíla heldur hversu mikið af fólki Til þess að reyna að mæta þessu vandamáli hafi sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu lagt höfuðið í bleyti, ráðfært sig við sérfræðinga og úr hafi orðið hugmyndin um borgarlínuna. Augljóst væri að horfa þyrfti með öðrum hætti á það hvernig væri hægt að komast á milli staða en eingöngu með því að horfa til einkabílsins. „Við vorum alltaf að spyrja okkur spurningarinnar „hversu mörgum bílum komum við á milli staða?“ og reyna að hamast við það verkefni en núna er spurningin sem vaxandi borgarsvæði standa frammi fyrir „hversu mikið af fólki komum við á milli staða á sem hagkvæmastan og vistvænan hátt?“ Við getum ekki lengur spurt okkur að bílaspurningunni. Það er bara ekki lengur í boði.“ Legið hafi verið yfir leiðarvali og horft til þess hvar fólk búi, hvar það muni búi og starfa, hvar væri mestar líkur á uppbyggingu og þar fram eftir götunum. Markmiðið væri að borgarlínan væri ekki bara samgöngukerfi heldur tæki til uppbyggingar, hryggjarstykki í vaxtaráætlunum á höfuðborgarsvæðinu. Nefndi Þorsteinn sem dæmi í tengslum við það hvernig borgarlínan væri miðpunktur í fyrirhuguðum uppbyggingarverkefnum í Reykjavíkurborg, nýju hverfi á Ártúnshöfða, Vogabyggð, uppbyggingu í Skeifunni og Kringlunni. Þetta þyrfti að haldast í hendur, þétting byggðar og uppbygging góðra almenningssamgangna. Svona sjá arkitektar fyrir sér að umhverfi í kringum borgarlínuna geti verið.Mynd/TripólíEkki verið að finna upp hjólið Með borgarlínu væri átt við samgöngukerfi sem væri að stærstum hluta á sérakreinum fyrir almenningssamgöngu þannig að vagnarnir væru sem mest í sérrými. Þannig gæti ferðatíminn alltaf verið sá sami óháð því hvenær lagt væri af stað, hvort sem það væri í háannatíma eða ekki. Horft væri til þess að tíðni ferða væri um 7,5 mínúta og alltaf ætti að vera hægt að ganga að vísu að stutt væri í næsta vagn. „Farartækið skiptir eiginlega minnstu máli, hvort það er á teinum eða á gúmmíhjólum, hvort það er ökumaður, hvort það tekur 150 manns eða 40 manns, hvort það er sjálfkeyrandi og svo framvegis. Þetta snýst um innviðina og að byggja upp þessar borgarlínubrautir, biðstöðvar og þetta kerfi til þess að búa til þessa kjarnainnviði í samgöngukerfinu okkar,“ sagði Þorsteinn. Eins og áður sagði er áætlað að uppbygging borgarlínunnar muni kosta 70 milljarða en lagði Þorsteinn áherslu á það að verkið yrði ekki unnið á einum degi, það yrði gert í áföngum og horft væri til þess að 30 kílómetrar af borgarlínu væri komið upp fyrir árið 2030. Sagði Þorsteinn að vöxtur borga kallaði einfaldlega á fjárfestingu í samgöngukerfum til þess að mæta fjölgun íbúa og hér á Íslandi bættist mikill fjöldi ferðamanna við. Því væri ekki hægt að setja milljarð hér og milljarð þar í verkefni, til þess að auka líkurnar á uppbyggingin myndi heppnast þyrfti að leggja metnað í það. Bætti hann einnig við að sambærileg uppbygging á samgöngukerfum og fyrirhuguð er hér væri vel þekkt. „Það er ekki verið að finna upp neitt hjól hér, það er verið að beita þekktri aðferðarfræði sem er í notkun um allan heim.“Frosti Sigurjónsson hefur látið sig málefni borgarlínunnar varða.Stórefast um fullyrðingar borgar- og bæjarstjóra Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi Alþingismaður Framsóknarflokksins, vakti athygli á dögunum með færslu á vefsíðu hans þar sem hann gagnrýndi áform um borgarlínu harðlega. Sagði hann að kveikjan að þeim skrifum hafi verið grein sem borgar- og bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu birtu á Vísi í desember 2016. „Ég fór að skoða hvort það væri mögulegt að þetta standist sem þeir eru að gera sér í hugarlund,“ sagði Frosti. Í greininni sem Frosti vísar til er því meðal annars haldið fram að með borgarlínu sé hægt að stórauka flutningsgetu samgöngukerfisins, draga úr kostnaði, lækka byggingarkostnað, bæta þjónustu við íbúa og lífsgæði þeirra. Sagði Frosti að þessar fullyrðingar hefðu vakið athygli sína og því hafi hann farið að kanna hvort að þær gætu staðist. Taldi Frosti að mjög líklega yrði tap af rekstri borgarlínunnar á ári hverju, líkt og þekkist víða í rekstri almenningssamgangna. „Það getur orðið mjög verulegt tap á þessu ef væntingar manna um notkunina standast ekki. Núna eru fjögur prósent af ferðum á höfuðborgarsvæðinu í strætó. Hvað ef þetta markmið um að þrefalda þetta næst ekki?,“ sagði Frosti. Ljóst yrði að ef þetta markmið myndi ekki nást yrði taprekstur á hverju ári gríðarlegur og myndi líklega hlaupa á milljörðum. Þrátt fyrir að mikilvægt væri að reka almenningssamgangnakerfi væri þetta líklega ekki besta leiðin til þess. Þá gagnrýndi Frosti mjög áform um að búa til sérstakar borgarlínubrautir sem aðeins borgarlínuvagnar myndu fá að keyra um. „Þess á milli má enginn annar nota akreinina. Þetta er hugmyndin. Þá munum við bara vera föst í umferðinni og horfa á tóma akreinina. Það myndi ekki gera mig mjög hressan,“ sagði Frosti. Í því væri innbyggð óhagkvæmni og slík nýting á borgarlandi gæti ekki talist skynsamleg. Að mati Frosta væri líklegt að vagnarnir væru fullir á háannatíma en þess á milli yrðu þeir hálftómir. „Það er ekkert hagkvæmt að keyra fimm manns í margra tuga tonna ferlíki, jafnvel þó hann sé rafknúinn, þá er greinilega miklu hagkvæmara að þetta fólk tæki bara leigubíl eða færi bara í litlum léttum rafbílum,“ sagði Frosti.Umferðin er oft á tíðum bara í aðra áttina á hánnatímum.vísir/vilhelmFáir kjósi strætó á kostnað bílsins Þá gerði Frosti einnig athugasemdir við fullyrðingar borgar- og bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu um að borgarlínan myndi auka lífsgæði Nefndi Frosti aftur að fjögur prósent höfuðborgarbúa kysu að nýta sér strætisvagna. „Er hugsanlegt að íbúar vilji bara fremur í eigin bíl en að fara í almenningsvagna?“ sagði Frosti og benti á að ólíkar aðstæður væru fyrir hendi hér en í til dæmis Kaupmannahöfn eða London. „Það telst ekki aukning á lífsgæðum frá mínum sjónarhóli að þrengja svo að bílaumferð svo mikið að ég þurfi að neyðast til þess að nota almenningssamgöngur en það er það sem stendur til,“ sagði Frosti. Ein helsta gagnrýni Frosta snerist þó um flutningsgetu borgarlínunnar. Taldi Frosti að vissulega myndi borgarlínan auka flutningsgeta en hún væri af rangri tegund. „Tegundinni sem við kjósum ekki, við viljum auka flutningsgetu vegakerfisins virðist vera, fyrir bílana sem veita okkur þetta frelsi til að fara frá okkar dyrum að þeim dyrum sem við viljum fara til, þegar við viljum og þegar okkur sýnist. Við viljum ekki fara og vera geymd á lager, þó að það sé upphitað biðskýli,“ sagði Frosti, það væri ekki sinn draumur. Þá væri einnig óvíst að ein helsta forsenda borgarlínunnar, að íbúum fjölgi hér um 70 þúsund á næstu áratugum. Láspá Hagstofunnar gerði ráð fyrir fjölgun um 30 þúsund íbúa. Einnig væri útilokað að borgarlínan kæmi íbúum á milli staða hraðar en einkabíllinn. „Það er gjörsamlega útilokað. Maður þarf að ganga út á stoppistöð, það eru fimm mínútur. Það eru að meðaltali fimm hundruð metrar. Maður þarf að bíða eftir vagninum. Það eru fimm mínútur. Maður þarf að ganga frá stoppistöð,“ sagði Frosti. Allt tæki þetta tíma. Á einkabíl væri hins vegar hægt að leggja af stað strax en að vísu færi tími í það að finna bílastæði.Myndband um þróun sjálfkeyrandi bíla sem Frosti sýndi gestum fundarinsTæknibylting framundanAð lokum nefndi Frosti að til þess gæti komið að þegar borgarlínan væri klár, stjórnmálamennirnir mættir til að klippa á borðann og notendur gætu ferðast um í henni væri kerfið úrelt.„Sjálfkeyrandi rafbílar sem menga ekki neitt og fara með okkur akkúrat þangað sem við viljum, þegar við viljum,“ sagði Frosti.Þörfin á bíleign yrði úr sögunni með tilkomu sjálfkeyrandi bíla því að alltaf væri hægt að fá skutl á hagkvæmu verði.Sagði Frosti að margar borgir væru að leggja áherslu á undirbúa þessa tækni og að greiða götu hennar.„Er skynsamlegt að setja núna 70 milljarða meira í gamla tækni þegar það er tæknibylting augljóslega fram undan,“ spurði Frosti.
Borgarlína Borgarstjórn Skipulag Tengdar fréttir Vilja færa einkabílinn ofan í jörðina Hægt væri að fjölga íbúum umhverfis Miklubraut um nokkur þúsund með því að færa hluta götunnar í stokk. Niðurstaða frumgreiningar á svæðinu verður kynnt á íbúafundi í Hlíðunum í kvöld, en áætlaður framkvæmdakostnaður er um 20 milljarðar. 1. febrúar 2018 20:00 Hilmar Þór Björnsson um Borgarlínuna: „Það vantar eitthvað á hinn endann“ HIlmar Þór Björnsson arkitekt segir að skipuleggja þurfi borgarlínuna betur áður en farið er út í það að gefa heimildir og byggja í nágrenni við hana. 21. janúar 2018 14:30 Meirihluti Íslendinga hlynntur Borgarlínunni Fleiri Íslendingar á aldrinum 18 til 75 ára eru hlynntir en andvígir Borgarlínunni samkvæmt könnun sem rannsóknarfyrirtækið Maskína framkvæmdi á dögunum. 26. janúar 2018 19:18 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Vilja færa einkabílinn ofan í jörðina Hægt væri að fjölga íbúum umhverfis Miklubraut um nokkur þúsund með því að færa hluta götunnar í stokk. Niðurstaða frumgreiningar á svæðinu verður kynnt á íbúafundi í Hlíðunum í kvöld, en áætlaður framkvæmdakostnaður er um 20 milljarðar. 1. febrúar 2018 20:00
Hilmar Þór Björnsson um Borgarlínuna: „Það vantar eitthvað á hinn endann“ HIlmar Þór Björnsson arkitekt segir að skipuleggja þurfi borgarlínuna betur áður en farið er út í það að gefa heimildir og byggja í nágrenni við hana. 21. janúar 2018 14:30
Meirihluti Íslendinga hlynntur Borgarlínunni Fleiri Íslendingar á aldrinum 18 til 75 ára eru hlynntir en andvígir Borgarlínunni samkvæmt könnun sem rannsóknarfyrirtækið Maskína framkvæmdi á dögunum. 26. janúar 2018 19:18