Guðmundur til í uppgjör við Wilbek sem reyndi að láta reka hann Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. febrúar 2018 10:00 Guðmundur Guðmundsson og Ulrik Wilbek voru engir vinir þegar stormurinn var sem mestur. vísir/getty Guðmundur Þórður Guðmundsson var á þriðjudaginn ráðinn landsliðsþjálfari karla í handbolta í þriðja sinn en þessi sigursæli þjálfari var síðast þjálfari landsliðs Barein. Það var með danska landsliðinu þar sem hann náði sínum mesta árangri en hann gerði liðið að Ólympíumeistara árið 2016 í Ríó í skugga mikillar valdabaráttu og leiðinda. Ulrik Wilbek, fyrrverandi landsliðsþjálfari Dana og þáverandi íþróttastjóri danska handboltasambandsins, lét eins og kjáni á meðan Ólympíuleikunum stóð og reyndi að láta reka Guðmund á meðan mótinu stóð. Í skugga þess stóð Guðmundur uppi með gullið.Guðmundur var ráðinn í þriðja sinn til HSÍ á þriðjudaginn.tomUpplifað ýmislegt „Maður þarf að upplifa neikvæða hluti og jákvæða í þessu. Eins og með Danina. Ég geri þá að Ólympíumeisturum en svo eru bara endalaus leiðindi,“ segir Guðmundur, en hann var í ríflega hálftíma löngu viðtali í Akraborginni á X977 í gær sem óhætt er að mæla með að hlusta á. „Ég skil þetta ekki enn þá. En, svo eftir á, hugsa ég með mér að ég vann Ólympíugull með Dönum. Allt sem gerðist í kringum það fer bara í reynslubankann í dag.“ Það var á endanum Wilbek sem þurfti að víkja og Guðmudur fór með Danina á HM 2017 í Frakklandi en féll þar úr leik í átta liða úrslitum fyrir Svíþjóð. Hann var búinn að segja upp fyrir mótið og kvaddi sem Ólympíumeistari. „Ég er búinn að upplifa ýmislegt á mínum ferli og á endanum verð ég bara að taka það jákvæða út úr því. Ég endaði á því að kveðja Dani bara með virtum. Ég vildi ekki skella einhverjum hurðum. Ég hefði getað sagt frá öllu í viðtölum. Það hafa margir beðið mig um að koma í viðtal og segja frá mínum samskiptum við Ulrik Wilbek, danska sambandið og fréttamennina en ég ákvað að gera það ekki,“ segir Guðmundur.Guðmundur stýrði Barein síðast.vísir/gettyHann myndi heilsa mér „Mér fannst það ekki hafa neitt upp á sig. Ég bara nýtti þessa reynslu fyrir mig og tók þá ákvörðun að kúpla mig aðeins út úr þessu og fara til Barein. Það var frábær ákvörðun. Hluti af þeirri ákvörðun var að fara út úr þessu fjölmiðlafári og taka við liði sem kunni virkilega að meta mig. Þetta var stórkostlegur tími.“ Aðspurður hvort hann myndi heilsa Ulrik Wilbek í dag byrjar Guðmundur á því að skellihlæja en segir svo: „Já, ég hugsa það. Ég efast ekki um að hann myndi heilsa mér á móti. Staðreyndin er þessi: Ég lenti aldrei í neinum átökum við hann beint. Það sem að hann gerði einhvers staðar á bakvið tjöldin vissi ég ekki af. Ég hugsa að ég myndi bara tala við hann. Það þýðir lítið að vera í einhverjum deilum við hann eða láta sér líða illa yfir því. Alls ekki.“ Væri Guðmundur til í uppgjör við Wilbek? „Já, ég væri alveg til í það. Ég verð að segja það.“ Allt viðtalið má heyra hér að neðan. Íslenski handboltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson var á þriðjudaginn ráðinn landsliðsþjálfari karla í handbolta í þriðja sinn en þessi sigursæli þjálfari var síðast þjálfari landsliðs Barein. Það var með danska landsliðinu þar sem hann náði sínum mesta árangri en hann gerði liðið að Ólympíumeistara árið 2016 í Ríó í skugga mikillar valdabaráttu og leiðinda. Ulrik Wilbek, fyrrverandi landsliðsþjálfari Dana og þáverandi íþróttastjóri danska handboltasambandsins, lét eins og kjáni á meðan Ólympíuleikunum stóð og reyndi að láta reka Guðmund á meðan mótinu stóð. Í skugga þess stóð Guðmundur uppi með gullið.Guðmundur var ráðinn í þriðja sinn til HSÍ á þriðjudaginn.tomUpplifað ýmislegt „Maður þarf að upplifa neikvæða hluti og jákvæða í þessu. Eins og með Danina. Ég geri þá að Ólympíumeisturum en svo eru bara endalaus leiðindi,“ segir Guðmundur, en hann var í ríflega hálftíma löngu viðtali í Akraborginni á X977 í gær sem óhætt er að mæla með að hlusta á. „Ég skil þetta ekki enn þá. En, svo eftir á, hugsa ég með mér að ég vann Ólympíugull með Dönum. Allt sem gerðist í kringum það fer bara í reynslubankann í dag.“ Það var á endanum Wilbek sem þurfti að víkja og Guðmudur fór með Danina á HM 2017 í Frakklandi en féll þar úr leik í átta liða úrslitum fyrir Svíþjóð. Hann var búinn að segja upp fyrir mótið og kvaddi sem Ólympíumeistari. „Ég er búinn að upplifa ýmislegt á mínum ferli og á endanum verð ég bara að taka það jákvæða út úr því. Ég endaði á því að kveðja Dani bara með virtum. Ég vildi ekki skella einhverjum hurðum. Ég hefði getað sagt frá öllu í viðtölum. Það hafa margir beðið mig um að koma í viðtal og segja frá mínum samskiptum við Ulrik Wilbek, danska sambandið og fréttamennina en ég ákvað að gera það ekki,“ segir Guðmundur.Guðmundur stýrði Barein síðast.vísir/gettyHann myndi heilsa mér „Mér fannst það ekki hafa neitt upp á sig. Ég bara nýtti þessa reynslu fyrir mig og tók þá ákvörðun að kúpla mig aðeins út úr þessu og fara til Barein. Það var frábær ákvörðun. Hluti af þeirri ákvörðun var að fara út úr þessu fjölmiðlafári og taka við liði sem kunni virkilega að meta mig. Þetta var stórkostlegur tími.“ Aðspurður hvort hann myndi heilsa Ulrik Wilbek í dag byrjar Guðmundur á því að skellihlæja en segir svo: „Já, ég hugsa það. Ég efast ekki um að hann myndi heilsa mér á móti. Staðreyndin er þessi: Ég lenti aldrei í neinum átökum við hann beint. Það sem að hann gerði einhvers staðar á bakvið tjöldin vissi ég ekki af. Ég hugsa að ég myndi bara tala við hann. Það þýðir lítið að vera í einhverjum deilum við hann eða láta sér líða illa yfir því. Alls ekki.“ Væri Guðmundur til í uppgjör við Wilbek? „Já, ég væri alveg til í það. Ég verð að segja það.“ Allt viðtalið má heyra hér að neðan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Sjá meira