Prjónuðu bangsarnir veita börnum huggun í erfiðum aðstæðum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 14:15 Arndís Hilmarsdóttir og Brynja Bjarnadóttir afhentu 82 nýja bangsa fyrir jólin. Mynd/Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu Arndís Hilmarsdóttir setti af stað samfélagsverkefnið Sjúkrabílabangsar sem gengur út á að prjóna bangsa fyrir börn sem þurfa á aðstoð sjúkraflutningmanna að halda. Bangsinn er hugsaður sem huggun og fær barnið auðvitað að eiga bangsann. Verkefnið hefur stækkað ört og nokkur hundruð taka þátt í að prjóna bangsa sem tengiliðir um land allt sjá svo um að afhenda. „Við heyrðum af verkefni í Noregi með svona bangsa og ákváðum bara að fara í þetta og framkvæma.“Tengiliðir víða um landið Í nokkur ár hefur þessi hópur starfsfólks í Foldaskóla prjónað jólagjafir fyrir vökudeild Barnaspítala Hringsins og einnig prjónað föt fyrir Konukot og fleiri staði þar sem þörf er fyrir slíkt. Rétt fyrir jólin fór Arndís ásamt Brynju Bjarnadóttir og færði Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu 82 nýja bangsa frá starfsfólkinu í Foldaskóla en hópurinn afhenti alls 230 bangsa árið 2017. En þessi hópur er ekki einn að prjóna, um allt land eru fleiri sem taka þátt í þessu verkefni. „Ég er með tengiliði um allt land, mikið til í kvenfélögum á hverjum stað. Tengiliðirnir sjá um að afhenda bangsa og láta vita ef vantar svo hægt sé að dreifa þeim ef það er of mikið á einum stað en of lítið á öðrum.“ Upplýsingar um tengiliðina má finna á Facebook síðu verkefnisins.Staðsetning tengiliðanna er merkt með rauðum punktum á kortinu.Mynd/SjúkrabílabangsarBangsarnir hugga börnin Bangsarnir eru ekki aðeins fyrir börn sem flutt eru með sjúkrabíl heldur öll börn sem þurfa á aðstoð sjúkraflutningamanna að halda. Ef foreldri eða systkini barns er flutt í burtu með sjúkrabíl er barninu líka gefinn slíkur bangsi, sem getur hjálpað barninu í erfiðum eða stressandi aðstæðum.„Þetta á að veita smá huggun.“ Þeir einstaklingar sem taka þátt leggja sjálfir út fyrir efniskostnaði eða nota afgangsgarn sem til er á heimilinu. Arndís er mjög ánægð með þau viðbrögð sem þetta verkefni hefur fengið og vonar að enn fleiri vilji taka þátt. „Ég hef fengið góð viðbrögð bæði frá foreldrum barna sem þurfa að nota þetta og mjög góð viðbrögð frá slökkviliðinu og sjúkraflutningaþjónustum um landið.“Bangsarnir eru tilbúnir í sjúkrabílunum þegar á þarf að halda.Mynd/Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinuAllir geta hjálpað Bangsarnir eru flestir prjónaðir eftir uppskrift sem finna má á Facebook síðu Sjúkrabílabangsa en þeir eru misjafnir af stærð, áferð og lit eftir því hvernig garn er valið og á hvaða stærð af prjónum þeir eru gerðir. „Það er náttúrulega enginn skyldugur til þess að nota forskriftina en hún er svona hugsuð sem hjálpartæki til að koma fólki af stað.“ Flestir starfsmenn Foldaskóla taka þátt í verkefninu með einhverjum hætti. Arndís segir að margir prjóni, einhverjir troði í og sauma saman og aðrir kaupi efnið. Fundartímar eru nýttir vel og eiga starfsmenn ánægjulega samveru í kaffitímum að vinna að þessu verkefni. Hún skorar á starfsmenn annarra grunnskóla og alla aðra til að taka þátt í þessu samfélagsverkefni og halda því gangandi. „Það geta allir verið með og það þarf ekki að vera mikið frá hverjum og einum,“ segir Arndís að lokum. Heilbrigðismál Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Arndís Hilmarsdóttir setti af stað samfélagsverkefnið Sjúkrabílabangsar sem gengur út á að prjóna bangsa fyrir börn sem þurfa á aðstoð sjúkraflutningmanna að halda. Bangsinn er hugsaður sem huggun og fær barnið auðvitað að eiga bangsann. Verkefnið hefur stækkað ört og nokkur hundruð taka þátt í að prjóna bangsa sem tengiliðir um land allt sjá svo um að afhenda. „Við heyrðum af verkefni í Noregi með svona bangsa og ákváðum bara að fara í þetta og framkvæma.“Tengiliðir víða um landið Í nokkur ár hefur þessi hópur starfsfólks í Foldaskóla prjónað jólagjafir fyrir vökudeild Barnaspítala Hringsins og einnig prjónað föt fyrir Konukot og fleiri staði þar sem þörf er fyrir slíkt. Rétt fyrir jólin fór Arndís ásamt Brynju Bjarnadóttir og færði Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu 82 nýja bangsa frá starfsfólkinu í Foldaskóla en hópurinn afhenti alls 230 bangsa árið 2017. En þessi hópur er ekki einn að prjóna, um allt land eru fleiri sem taka þátt í þessu verkefni. „Ég er með tengiliði um allt land, mikið til í kvenfélögum á hverjum stað. Tengiliðirnir sjá um að afhenda bangsa og láta vita ef vantar svo hægt sé að dreifa þeim ef það er of mikið á einum stað en of lítið á öðrum.“ Upplýsingar um tengiliðina má finna á Facebook síðu verkefnisins.Staðsetning tengiliðanna er merkt með rauðum punktum á kortinu.Mynd/SjúkrabílabangsarBangsarnir hugga börnin Bangsarnir eru ekki aðeins fyrir börn sem flutt eru með sjúkrabíl heldur öll börn sem þurfa á aðstoð sjúkraflutningamanna að halda. Ef foreldri eða systkini barns er flutt í burtu með sjúkrabíl er barninu líka gefinn slíkur bangsi, sem getur hjálpað barninu í erfiðum eða stressandi aðstæðum.„Þetta á að veita smá huggun.“ Þeir einstaklingar sem taka þátt leggja sjálfir út fyrir efniskostnaði eða nota afgangsgarn sem til er á heimilinu. Arndís er mjög ánægð með þau viðbrögð sem þetta verkefni hefur fengið og vonar að enn fleiri vilji taka þátt. „Ég hef fengið góð viðbrögð bæði frá foreldrum barna sem þurfa að nota þetta og mjög góð viðbrögð frá slökkviliðinu og sjúkraflutningaþjónustum um landið.“Bangsarnir eru tilbúnir í sjúkrabílunum þegar á þarf að halda.Mynd/Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinuAllir geta hjálpað Bangsarnir eru flestir prjónaðir eftir uppskrift sem finna má á Facebook síðu Sjúkrabílabangsa en þeir eru misjafnir af stærð, áferð og lit eftir því hvernig garn er valið og á hvaða stærð af prjónum þeir eru gerðir. „Það er náttúrulega enginn skyldugur til þess að nota forskriftina en hún er svona hugsuð sem hjálpartæki til að koma fólki af stað.“ Flestir starfsmenn Foldaskóla taka þátt í verkefninu með einhverjum hætti. Arndís segir að margir prjóni, einhverjir troði í og sauma saman og aðrir kaupi efnið. Fundartímar eru nýttir vel og eiga starfsmenn ánægjulega samveru í kaffitímum að vinna að þessu verkefni. Hún skorar á starfsmenn annarra grunnskóla og alla aðra til að taka þátt í þessu samfélagsverkefni og halda því gangandi. „Það geta allir verið með og það þarf ekki að vera mikið frá hverjum og einum,“ segir Arndís að lokum.
Heilbrigðismál Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira