Teslan mun hendast út úr sólkerfinu eða brenna upp Kjartan Kjartansson skrifar 8. febrúar 2018 15:00 Bíllinn með gínu um borð nálgast braut jarðar aftur 1. september 2019 þegar hann verður í sólnánd sporbrautar sinnar. SpaceX Rafbíllinn sem geimferðafyrirtækið SpaceX skaut út í geim í vikunni er kominn út fyrir braut tunglsins og stefnir hraðbyri út í sólkerfið, út fyrir braut Mars. Sérfræðingar segja að bílnum verði á endanum annað hvort slöngvað út úr sólkerfinu eða að hann brenni upp nálægt sólinni. Upphaflega áætlaði SpaceX að Tesla Roadster-bifreiðin færi á braut um sólina sem væri í sólfirð við sporbraut reikistjörnunnar Mars. Elon Musk, eigandi SpaceX, birti hins vegar skýringarmynd í gær sem benti til þess að bíllinn myndi líklega ná alla leið út í smástirnabeltið á milli Mars og Júpíters. Teslan var farmur Falcon Heavy-eldflaugar fyrirtækisins sem fór í sitt fyrsta tilraunaflug á þriðjudag. Eldflaugin er sú öflugasta sem nú er í notkun í heiminum. Nú hefur SpaceX hins vegar uppfært útreikninga sína og segir að braut bílsins muni ná aðeins út fyrir braut Mars eins og upphaflega stóð til, að því er segir í frétt Spaceflight Now. Þegar Teslan verður næst Mars í byrjun júní verður hún í um 111 milljón kílómetra fjarlægð. Fjærsti punktur sporbrautar bílsins er í um 254 milljón kílómetra fjarlægð frá sólinni 19. nóvember.Þyngdarkraftur Júpíters hefur sitt að segja Musk hefur sagt að Teslan verði á braut sinni um sólkerfið á milli jarðarinnar og Mars í hundruð milljónir ára og jafnvel milljarða ára. Sérfræðingar segja hins vegar að tveir kraftar muni verka á bílinn sem verði til þess að hann endist ekki svo lengi. Í fyrsta lagi hefur þyngdartog Júpíters áhrif á fyrirbæri í smástirnabeltinu og mun að líkindum einnig breyta sporbraut Teslunnar. Þá geta örlitlar breytingar á hitastigi valdið hröðun yfir tímaskeið sem er talið í milljónum ára sem gæti á endanum leitt til þess að bíllinn byrji að falla í átt að sólinni. Jonathan McDowell, stjörnufræðingur við Harvard-Smithsonian-stjarneðlisfræðimiðstöðina, telur að það verði keppni á milli þessara tveggja krafta um hvor örlög bílsins verða. „Flest smástirni í grennd við jörðina enda á því að gufa upp af völdum sólarinnar eða Júpíter slöngvar þeim út úr sólkerfinu. Bílar í grennd við jörðina ættu að gera það sama,“ segir Alan Fitzsimmons, stjörnufræðingur við Drottningarháskólann í Belfast á Norður-Írlandi, við Spaceflight Now. Samkvæmt útreikningum hans ætti Teslan hins vegar að halda sig á þessari braut að minnsta kosti næstu tíu þúsund árin. Eftir það byrji Júpíter að hafa meiri áhrif á brautina. Geimurinn Júpíter Mars Tengdar fréttir Upplifðu geimskotið eins og þú sért á staðnum Að sjá geimskotið er þó ef til vill ekki það flottasta við að vera á staðnum. 7. febrúar 2018 18:03 Bíll Musk á leiðinni út í smástirnabeltið Upphaflega stóð til að Tesla-rafbillinn færi á braut um sólina við sporbraut Mars. Falcon Heavy-eldflaugin virðist hafa gert gott betur. 7. febrúar 2018 11:45 Síðasta myndin af Stjörnumanni Elon Musk Hann þeysist nú um geiminn á rauðum sportbíl sem Musk sjálfur átti eftir að hafa verið skotið út í geim í gær. 7. febrúar 2018 23:00 Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Rafbíllinn sem geimferðafyrirtækið SpaceX skaut út í geim í vikunni er kominn út fyrir braut tunglsins og stefnir hraðbyri út í sólkerfið, út fyrir braut Mars. Sérfræðingar segja að bílnum verði á endanum annað hvort slöngvað út úr sólkerfinu eða að hann brenni upp nálægt sólinni. Upphaflega áætlaði SpaceX að Tesla Roadster-bifreiðin færi á braut um sólina sem væri í sólfirð við sporbraut reikistjörnunnar Mars. Elon Musk, eigandi SpaceX, birti hins vegar skýringarmynd í gær sem benti til þess að bíllinn myndi líklega ná alla leið út í smástirnabeltið á milli Mars og Júpíters. Teslan var farmur Falcon Heavy-eldflaugar fyrirtækisins sem fór í sitt fyrsta tilraunaflug á þriðjudag. Eldflaugin er sú öflugasta sem nú er í notkun í heiminum. Nú hefur SpaceX hins vegar uppfært útreikninga sína og segir að braut bílsins muni ná aðeins út fyrir braut Mars eins og upphaflega stóð til, að því er segir í frétt Spaceflight Now. Þegar Teslan verður næst Mars í byrjun júní verður hún í um 111 milljón kílómetra fjarlægð. Fjærsti punktur sporbrautar bílsins er í um 254 milljón kílómetra fjarlægð frá sólinni 19. nóvember.Þyngdarkraftur Júpíters hefur sitt að segja Musk hefur sagt að Teslan verði á braut sinni um sólkerfið á milli jarðarinnar og Mars í hundruð milljónir ára og jafnvel milljarða ára. Sérfræðingar segja hins vegar að tveir kraftar muni verka á bílinn sem verði til þess að hann endist ekki svo lengi. Í fyrsta lagi hefur þyngdartog Júpíters áhrif á fyrirbæri í smástirnabeltinu og mun að líkindum einnig breyta sporbraut Teslunnar. Þá geta örlitlar breytingar á hitastigi valdið hröðun yfir tímaskeið sem er talið í milljónum ára sem gæti á endanum leitt til þess að bíllinn byrji að falla í átt að sólinni. Jonathan McDowell, stjörnufræðingur við Harvard-Smithsonian-stjarneðlisfræðimiðstöðina, telur að það verði keppni á milli þessara tveggja krafta um hvor örlög bílsins verða. „Flest smástirni í grennd við jörðina enda á því að gufa upp af völdum sólarinnar eða Júpíter slöngvar þeim út úr sólkerfinu. Bílar í grennd við jörðina ættu að gera það sama,“ segir Alan Fitzsimmons, stjörnufræðingur við Drottningarháskólann í Belfast á Norður-Írlandi, við Spaceflight Now. Samkvæmt útreikningum hans ætti Teslan hins vegar að halda sig á þessari braut að minnsta kosti næstu tíu þúsund árin. Eftir það byrji Júpíter að hafa meiri áhrif á brautina.
Geimurinn Júpíter Mars Tengdar fréttir Upplifðu geimskotið eins og þú sért á staðnum Að sjá geimskotið er þó ef til vill ekki það flottasta við að vera á staðnum. 7. febrúar 2018 18:03 Bíll Musk á leiðinni út í smástirnabeltið Upphaflega stóð til að Tesla-rafbillinn færi á braut um sólina við sporbraut Mars. Falcon Heavy-eldflaugin virðist hafa gert gott betur. 7. febrúar 2018 11:45 Síðasta myndin af Stjörnumanni Elon Musk Hann þeysist nú um geiminn á rauðum sportbíl sem Musk sjálfur átti eftir að hafa verið skotið út í geim í gær. 7. febrúar 2018 23:00 Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Upplifðu geimskotið eins og þú sért á staðnum Að sjá geimskotið er þó ef til vill ekki það flottasta við að vera á staðnum. 7. febrúar 2018 18:03
Bíll Musk á leiðinni út í smástirnabeltið Upphaflega stóð til að Tesla-rafbillinn færi á braut um sólina við sporbraut Mars. Falcon Heavy-eldflaugin virðist hafa gert gott betur. 7. febrúar 2018 11:45
Síðasta myndin af Stjörnumanni Elon Musk Hann þeysist nú um geiminn á rauðum sportbíl sem Musk sjálfur átti eftir að hafa verið skotið út í geim í gær. 7. febrúar 2018 23:00
Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00