Körfubolti

Önnur risaskiptin í NBA | Wade snýr aftur til Miami

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wade í leik með Cleveland.
Wade í leik með Cleveland. vísir/getty
Það er nóg að gerast í NBA-körfuboltanum í dag, en eins og við greindum frá fyrr í dag þá skipti Isaiah Thomas frá Cleveland til LA Lakers og Cleveland heldur áfram að skipta út liðinu sínu.

Nú síðdegis var greint frá því að liðið hafði látið hinn 36 ára gamla Dwyane Wade fara til Miami Heat, en þetta eru rosalega óvænt skipti. Adrian Wojnarowski, blaðamaður ESPN, greinir frá þessu.

Í stað þess að gefa frá sér Wade til Miami er talið að Cleveland fái annað valið í nýliðavalinu frá Miami, en þetta herma sömu heimildir Adrian frá EPSN.

Wade og LeBron James eru miklir og góðir mátar, en LeBron spilar með Cleveland eins og kunnugt er. Margir eru í áfalli yfir þessum fréttum, en Wade spilaði lengi vel með Miami og vann þar þrjá titla.

Einhverjir halda því fram að ástæða skiptanna og þessari brunaútsölu Cleveland í dag sé ástæða þess að liðið var komið í öfgar með launakjör sín og þurfti að lækka kaup og kjör vegna launaþaksins í NBA-deildinni.

Cleveland spilar gegn Boston á sunnudaginn og það verður fróðlegt að fylgjast með næstu mínútum og klukkustundum í NBA-deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×