Cleveland hefur verið í tómu tjóni að undanförnu og það bjuggust því allir við einhverjum breytingum á liðinu. Það gat samt enginn séð fyrir það sem gerðist í gær.
Cavaliers sendi frá sér Isaiah Tomas og Channing Frye til Los Angeles Lakers, Jae Crowder og Derrick Rose til Utah Jazz, Iman Shumpert til Sacramento Kings og Dwyane Wade til Miami Heat.
Liðið fékk hinsvegar þá Jordan Clarkson og Larry Nance yngri frá Los Angeles Lakers og þá George Hill og Rodney Hood frá Utah Jazz.
Cleveland er líka með tvö laus pláss í liðinu eftir öll þessi skipti og þar gæti liðið fengið til sína einhverja reynslubolta.
Eins og sjá má hér fyrir neðan þá tók ESPN saman breytingar á liði Cleveland frá því í lokaúrslitunum í júní.
A lot has changed in Cleveland since the 2017 NBA Finals. pic.twitter.com/qrEkeErRFA
— ESPN (@espn) February 8, 2018
Hér fyrir neðan má einnig sjá aðra tölfræði um þessar miklu breytingar sem urðu á Cleveland liðinu í gær.
The Cavaliers have overhauled their roster in the last hour or so.
The potentially departing players represent:
- 29% of player games started (78)
- 31% of individual minutes played (3,950) pic.twitter.com/8PaZI0AK8U
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 8, 2018