Stjarnan skilur lítið í Öglu Maríu: „Með því óvæntara sem maður hefur lent í“ Benedikt Bóas skrifar 30. janúar 2018 11:00 Agla María Albertsdóttir skoraði 11 mörk í 43 leikjum fyrir Stjörnuna. „Ég er eldri en tvævetur í þessum bransa og búinn að vera formaður í rúm níu ár. Maður kippir sér ekki upp við þessa hluti en þetta er með því óvæntara og sérstakara sem maður hefur lent í,“ segir Einar Páll Tamimi, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni um félagaskipti landsliðskonunnar Öglu Maríu Albertsdóttur frá Stjörnunni til Breiðabliks. Það kom mörgum í opna skjöldu að Agla skyldi færa sig um set. Stjarnan hefur verið bikar- eða Íslandsmeistari síðustu ár á meðan Blikar hafa misst margar stelpur og stór skörð verið höggvin í liðið sem endaði í öðru sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra. Agla sjálf sagði í viðtali við mbl.is í kjölfar félagaskiptanna að það sem væri í gangi hjá Breiðabliki væri meira spennandi en hjá Stjörnunni. Við það vill Einar ekki kannast. „Ég átta mig ekki á þessum ummælum. Þetta er fyrsta tímabilið í sjö ár þar sem við vinnum ekki titil, annaðhvort deild eða bikar eða hvort tveggja. Förum í 16 liða úrslit í Meistaradeildinni og það eru engin áform önnur en að endurheimta eitthvað af þessum titlum þannig að ég átta mig ekki á þessum ummælum.Kom á óvart Eins og kemur fram í fréttatilkynningunni þá kemur hún til okkar sem ungur og efnilegur leikmaður, búin að spila einn leik með Blikum og eitthvað með Val. Hún fer frá okkur sem A-landsliðsmaður og ég veit ekki hvað hefði verið hægt að gera meira fyrir hana.“ Einar segir að mörgum hafi komið félagaskiptin á óvart, meðal annars honum sjálfum, en Agla var samningslaus eftir að hafa nýtt sér riftunarákvæðið í samningnum sínum eftir tímabilið. „Mér sjálfum var ekki tilkynnt þessi ákvörðun heldur tilkynntu forsvarsmenn hennar þjálfaranum þessa ákvörðun þannig að ég hef enga vitneskju um þetta. Hún ákvað að gera breytingu, hún var auðvitað samningslaus og þetta er frjálst land. Hún nýtti ákvæðið og við ræddum við forsvarsmenn hennar og gerðum henni tilboð í byrjun desember, þegar við vorum á milli leikja í Meistaradeildinni. Við fengum svo engin viðbrögð við því á þessum sjö vikum.“Fimm landsliðsmenn farnir Einar segir þó að Stjarnan sé vel mannað lið og stefnan er sett hátt fyrir komandi tímabil. Hann segir að hann sé stoltur af þætti Stjörnunnar í vexti Öglu sem sló í gegn á hægri væng Íslands á EM í Hollandi. „Agla er góð stúlka og hefur reynst okkur vel og við óskum henni velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur.“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Blika, fagnar komu Öglu til liðsins enda eru margar lykilkonur farnar í atvinnumennsku. „Liðið hefur breyst, það er ekki hægt að neita því. Fimm landsliðsmenn eru farnir en við erum bjartsýn. Það er gott að fá landsliðsmann, það hjálpar til. Það er stefnan í sumar að berjast um allt sem í boði er, það breytist ekkert og engin ástæða til þess.“ Þorsteinn segir að Blikar verði með yngra lið en oft áður á komandi tímabili en stefnan sé engu að síður sett á að vera við toppinn – og helst að enda þar í hvaða keppni sem er. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Agla María komin aftur í grænt Agla María Albertsdóttir hefur gengið aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik frá Stjörnunni. 28. janúar 2018 19:25 Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjörn niðurstaða þegar hvorugt lið vill sækja til sigurs Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
„Ég er eldri en tvævetur í þessum bransa og búinn að vera formaður í rúm níu ár. Maður kippir sér ekki upp við þessa hluti en þetta er með því óvæntara og sérstakara sem maður hefur lent í,“ segir Einar Páll Tamimi, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni um félagaskipti landsliðskonunnar Öglu Maríu Albertsdóttur frá Stjörnunni til Breiðabliks. Það kom mörgum í opna skjöldu að Agla skyldi færa sig um set. Stjarnan hefur verið bikar- eða Íslandsmeistari síðustu ár á meðan Blikar hafa misst margar stelpur og stór skörð verið höggvin í liðið sem endaði í öðru sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra. Agla sjálf sagði í viðtali við mbl.is í kjölfar félagaskiptanna að það sem væri í gangi hjá Breiðabliki væri meira spennandi en hjá Stjörnunni. Við það vill Einar ekki kannast. „Ég átta mig ekki á þessum ummælum. Þetta er fyrsta tímabilið í sjö ár þar sem við vinnum ekki titil, annaðhvort deild eða bikar eða hvort tveggja. Förum í 16 liða úrslit í Meistaradeildinni og það eru engin áform önnur en að endurheimta eitthvað af þessum titlum þannig að ég átta mig ekki á þessum ummælum.Kom á óvart Eins og kemur fram í fréttatilkynningunni þá kemur hún til okkar sem ungur og efnilegur leikmaður, búin að spila einn leik með Blikum og eitthvað með Val. Hún fer frá okkur sem A-landsliðsmaður og ég veit ekki hvað hefði verið hægt að gera meira fyrir hana.“ Einar segir að mörgum hafi komið félagaskiptin á óvart, meðal annars honum sjálfum, en Agla var samningslaus eftir að hafa nýtt sér riftunarákvæðið í samningnum sínum eftir tímabilið. „Mér sjálfum var ekki tilkynnt þessi ákvörðun heldur tilkynntu forsvarsmenn hennar þjálfaranum þessa ákvörðun þannig að ég hef enga vitneskju um þetta. Hún ákvað að gera breytingu, hún var auðvitað samningslaus og þetta er frjálst land. Hún nýtti ákvæðið og við ræddum við forsvarsmenn hennar og gerðum henni tilboð í byrjun desember, þegar við vorum á milli leikja í Meistaradeildinni. Við fengum svo engin viðbrögð við því á þessum sjö vikum.“Fimm landsliðsmenn farnir Einar segir þó að Stjarnan sé vel mannað lið og stefnan er sett hátt fyrir komandi tímabil. Hann segir að hann sé stoltur af þætti Stjörnunnar í vexti Öglu sem sló í gegn á hægri væng Íslands á EM í Hollandi. „Agla er góð stúlka og hefur reynst okkur vel og við óskum henni velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur.“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Blika, fagnar komu Öglu til liðsins enda eru margar lykilkonur farnar í atvinnumennsku. „Liðið hefur breyst, það er ekki hægt að neita því. Fimm landsliðsmenn eru farnir en við erum bjartsýn. Það er gott að fá landsliðsmann, það hjálpar til. Það er stefnan í sumar að berjast um allt sem í boði er, það breytist ekkert og engin ástæða til þess.“ Þorsteinn segir að Blikar verði með yngra lið en oft áður á komandi tímabili en stefnan sé engu að síður sett á að vera við toppinn – og helst að enda þar í hvaða keppni sem er.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Agla María komin aftur í grænt Agla María Albertsdóttir hefur gengið aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik frá Stjörnunni. 28. janúar 2018 19:25 Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjörn niðurstaða þegar hvorugt lið vill sækja til sigurs Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Agla María komin aftur í grænt Agla María Albertsdóttir hefur gengið aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik frá Stjörnunni. 28. janúar 2018 19:25
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjörn niðurstaða þegar hvorugt lið vill sækja til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjörn niðurstaða þegar hvorugt lið vill sækja til sigurs Íslenski boltinn