86 manns sagt upp hjá Odda Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2018 13:40 Framleiðslu verður hætt í verksmiðjunum Plastprenti og Kassagerðinni. Vísir/anton 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að á sama tíma standi til að efla prentverk og öskjuframleiðslu fyrirtækisins. „Breytingunum er ætlað að tryggja framtíð Odda á íslenskum markaði með því að styrkja og efla félagið til langs tíma á grunni áratuga þekkingu á umbúðum og prentverki. Breytingarnar hafa í för með sér að á næstu mánuðum verður framleiðslu hætt í verksmiðjunum Plastprenti og Kassagerðinni og þess í stað lögð áhersla á að efla miðlæga starfsemi Odda í innflutningi umbúðalausna, prent- og öskjuframleiðslu og sölu og þjónustu við viðskiptavini. Við lögun starfseminnar að breyttum aðstæðum leggjast af 83 störf við framleiðslu og afleidd störf og fækkað verður um þrjá í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Stjórn og stjórnendum Odda þykir leitt að sjá á eftir því góða og reynslumikla starfsfólki sem nú skilur við fyrirtækið vegna þess og lögð verður áhersla á að veita því stuðning og aðstoð við næstu skref með virðingu fyrir hverjum einstaklingi í huga. Undanfarin ár hefur orðið hröð neikvæð þróun á starfsumhverfi íslenskra framleiðslufyrirtækja, sem m.a. má rekja til þess að sterkt gengi íslensku krónunnar og launahækkanir langt umfram það sem þekkist í samkeppnislöndum hafa veikt mjög samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu. Oddi hefur ekki farið varhluta af þeirri þróun og mikið umbótastarf hefur þegar verið unnið innan fyrirtækisins til að bregðast við breyttum aðstæðum,“ segir í tilkynningunni.Þungur rekstur Haft er eftir Kristjáni Geir Gunnarssyni, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Odda, að starfsumhverfi fyrirtækja eins og Odda sem séu í beinni samkeppni við erlenda framleiðslu hafi verið að þyngjast jafnt og þétt undanfarin ár. „Það er auðvitað ekki eini áhrifavaldurinn en hefur mikið að segja um niðurstöðuna og við teljum okkur þurfa að bregðast skýrt við breyttum aðstæðum í rekstrinum núna til að tryggja viðskiptavinum okkar áfram þau gæði og þjónustu sem Oddi stendur fyrir. Þetta er grundvallarbreyting á starfsemi fyrirtækisins og það er vissulega áhugaverð vinna fram undan við að byggja upp nýjan Odda. Á þessari stundu leggjum við hins vegar höfuðáherslu á að aðstoða okkar góða starfsfólk sem skilur við Odda í kjölfar breytinganna eins og við getum. Það er algert forgangsmál í okkar huga,“ segir Kristján Geir. Vistaskipti Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að á sama tíma standi til að efla prentverk og öskjuframleiðslu fyrirtækisins. „Breytingunum er ætlað að tryggja framtíð Odda á íslenskum markaði með því að styrkja og efla félagið til langs tíma á grunni áratuga þekkingu á umbúðum og prentverki. Breytingarnar hafa í för með sér að á næstu mánuðum verður framleiðslu hætt í verksmiðjunum Plastprenti og Kassagerðinni og þess í stað lögð áhersla á að efla miðlæga starfsemi Odda í innflutningi umbúðalausna, prent- og öskjuframleiðslu og sölu og þjónustu við viðskiptavini. Við lögun starfseminnar að breyttum aðstæðum leggjast af 83 störf við framleiðslu og afleidd störf og fækkað verður um þrjá í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Stjórn og stjórnendum Odda þykir leitt að sjá á eftir því góða og reynslumikla starfsfólki sem nú skilur við fyrirtækið vegna þess og lögð verður áhersla á að veita því stuðning og aðstoð við næstu skref með virðingu fyrir hverjum einstaklingi í huga. Undanfarin ár hefur orðið hröð neikvæð þróun á starfsumhverfi íslenskra framleiðslufyrirtækja, sem m.a. má rekja til þess að sterkt gengi íslensku krónunnar og launahækkanir langt umfram það sem þekkist í samkeppnislöndum hafa veikt mjög samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu. Oddi hefur ekki farið varhluta af þeirri þróun og mikið umbótastarf hefur þegar verið unnið innan fyrirtækisins til að bregðast við breyttum aðstæðum,“ segir í tilkynningunni.Þungur rekstur Haft er eftir Kristjáni Geir Gunnarssyni, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Odda, að starfsumhverfi fyrirtækja eins og Odda sem séu í beinni samkeppni við erlenda framleiðslu hafi verið að þyngjast jafnt og þétt undanfarin ár. „Það er auðvitað ekki eini áhrifavaldurinn en hefur mikið að segja um niðurstöðuna og við teljum okkur þurfa að bregðast skýrt við breyttum aðstæðum í rekstrinum núna til að tryggja viðskiptavinum okkar áfram þau gæði og þjónustu sem Oddi stendur fyrir. Þetta er grundvallarbreyting á starfsemi fyrirtækisins og það er vissulega áhugaverð vinna fram undan við að byggja upp nýjan Odda. Á þessari stundu leggjum við hins vegar höfuðáherslu á að aðstoða okkar góða starfsfólk sem skilur við Odda í kjölfar breytinganna eins og við getum. Það er algert forgangsmál í okkar huga,“ segir Kristján Geir.
Vistaskipti Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira