Nýtt evrópskt regluverk sagt of dýrt og íþyngjandi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. janúar 2018 08:30 MiFID II tilskipunin mun leiða til viðamikilla breytinga á evrópskum fjármálamörkuðum, þeirra mestu í áratug. Markmiðið er að gera markaði gagnsærri og samræmdari en áður. Vísir/EPA Tímamótabreytingar á regluverki evrópsks verðbréfamarkaðar, sem tóku gildi í ríkjum Evrópusambandsins í byrjun ársins og verða innleiddar í íslenska löggjöf á næsta ári, munu kosta evrópska fjárfestingarbanka 4,4 milljarða dala, jafnvirði 445 milljarða króna, á ári eða sem nemur um 2,6 prósentum af árlegum tekjum, samkvæmt greiningu ráðgjafarfyrirtækisins Coalition. „Regluverkið mun valda skjálfta í bankageiranum en greining okkar gefur þó til kynna að áhrifin verði viðráðanleg,“ segir Eric Li, greinandi hjá Coalition. Innleiðing reglugerðarinnar, sem nefnist MiFID II (e. Markets in Financial Instruments Directive) og er enn einn liðurinn í viðbrögðum Evrópusambandsins við þeim brestum sem fjármálakreppan árið 2008 afhjúpaði, í íslenskan rétt mun þannig höggva skarð í tekjur íslensku viðskiptabankanna af fjárfestingarbankastarfsemi, að sögn viðmælenda Markaðarins, en þær eru um 10 prósent af heildartekjum þeirra. Greining Coalition sýnir að reglugerðin muni skaða hvað mest greiningarþjónustu evrópskra banka og leiða til um 20 prósenta samdráttar í tekjum af slíkri þjónustu. MiFID II gerir þá kröfu til banka að þeir rukki viðskiptavini sína sérstaklega fyrir greiningar en láti þær ekki fylgja með í kaupunum þegar þóknun er greidd í verðbréfaviðskiptum. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir ekki ólíklegt að mörg evrópsk fjármálafyrirtæki dragi af þeim sökum úr greiningarþjónustu sinni, líkt og sum þeirra hafa þegar boðað. Stjórnendur Arion banka og Landsbankans hafa ekki ákveðið hvernig greiningarvinnu bankanna verði háttað eftir að regluverkið verður að lögum. Annar viðmælandi nefnir að regluverkið, sem er nærri sjö þúsund blaðsíður að lengd og var í ríflega sjö ár í smíðum, muni reynast litlum fjármálafyrirtækjum sérstaklega íþyngjandi því löggjöfin sé miðuð við stórfyrirtæki. Heildarkostnaður evrópskra fjármálafyrirtækja við innleiðingu regluverksins nemur yfir 2,5 milljörðum evra, sem jafngildir um 311 milljörðum króna, að mati ráðgjafarfyrirtækisins Opimas. Viðmælandi Markaðarins, sem þekkir vel til mála, segir að kostnaðurinn hlaupi á hundruðum milljóna króna hér á landi. Meðal annars þurfi að þjálfa starfsfólk, breyta verklagi og uppfæra tölvukerfi. Margrét Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs Arion banka, segir reglurnar viðamiklar og kostnaðinn því mikinn, sér í lagi fyrir minni fyrirtæki á markaðinum. Í því sambandi bendir hún á að fyrirtæki hér á landi þurfi að gangast undir sömu skilyrði og erlend fyrirtæki á stærri mörkuðum. „Það er talið að breytingarnar séu þær mestu sem gerðar hafa verið á löggjöf evrópsks verðbréfamarkaðar frá því að MiFID I tilskipunin tók gildi árið 2007. Þetta er heilmikil vinna en við reynum að haga undirbúningnum með eins hagkvæmum hætti og við getum,“ nefnir hún.Margrét Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs Arion bankaTekur gildi á næsta ári Eins og áður sagði tók MiFID II tilskipunin gildi í ríkjum Evrópusambandsins í byrjun árs. Hún hefur hins vegar ekki enn verið tekin upp í EES-samninginn. Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu er stefnt að því að leggja fram frumvarp á Alþingi á næsta ári sem innleiðir tilskipunina. Sérstök nefnd, sem falið var að undirbúa innleiðingu tilskipunarinnar í íslenskan rétt, hefur verið að störfum um nokkurt skeið, en í nefndinni eiga meðal annars sæti fulltrúar fjármálaráðuneytisins, Samtaka fjármálafyrirtækja, Seðlabanka Íslands, Kauphallarinnar og Fjármálaeftirlitsins. Í ársriti Samtaka fjármálafyrirtækja fyrir síðasta ár segir að MiFID II tilskipuninni sé ætlað að „mynda samhæfða umgjörð um allar tegundir viðskipta með fjármálagerninga með það að markmiði að auka fjárfestavernd og efla eftirlitsstofnanir sem meðal annars fá heimildir til að stöðva eða takmarka markaðssetningu og dreifingu ákveðinna fjármálaafurða undir ákveðnum kringumstæðum“. Til viðbótar við auknar valdheimildir eftirlitsstofnana eru gerðar strangari kröfur en áður til upplýsingagjafar af hálfu fjármálafyrirtækja. Fyrirtækin þurfa meðal annars að upplýsa viðskiptavini um alla mögulega hagsmunaárekstra og láta eftirlitsstofnunum auk þess í té gögn um hver og ein viðskipti með verðbréf á markaði.Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða hjá LandsbankanumBúa sig undir breytingar Stóru viðskiptabankarnir þrír – Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn – búa sig nú allir undir þær breytingar sem eru í vændum. Undirbúningsvinnan hófst fyrir nokkrum árum og er hún mislangt á veg komin. Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða hjá Landsbankanum, segir bankann hafa tekið málið föstum tökum. Undirbúningsvinnan hafi hafist snemma og bankinn sé því vel búinn undir breytingarnar. „Við byrjuðum á því að greina væntanleg áhrif regluverksins fyrir um tveimur árum og erum nú komin í næsta fasa sem felst í því að velja þá sérfræðinga sem við munum vinna með í innleiðingunni sem er fram undan,“ útskýrir hún. Hrefna tekur þó fram að enn sé langt í að regluverkið verði leitt í lög hér á landi. „Engu að síður eigum við í miklum alþjóðaviðskiptum og viljum ávallt viðhafa bestu mögulegu vinnubrögð. Við höfum því þegar tekið tillit til margra þátta, sem kveðið er á um í nýja regluverkinu, í okkar starfsemi. Lögð er mikil áhersla á aukna neytendavernd í tilskipuninni og að því leytinu til er hún afar jákvæð fyrir viðskiptavini okkar. Tilskipunin mun auk þess styrkja alla umgjörð verðbréfamarkaðarins sem við lítum jákvæðum augum. Ég fagna því þessum breytingum og vil horfa á þær sem tækifæri,“ nefnir Hrefna Ösp. Margrét segir að Arion banki hafi unnið mikla undirbúningsvinnu fyrir breytingarnar. „Við höfum kortlagt hvaða áhrif breytingarnar geta haft í för með sér og eins hvað við þurfum að gera til þess að bregðast við þeim. Við lítum breytingarnar almennt jákvæðum augum, að verið sé að auka gegnsæi á fjármálamarkaði og bæta þannig virkni markaðarins, og munum reyna að nýta okkur tækifærin sem geta falist í þeim. Lögð er mikil áhersla á fjárfestavernd og gegnsæi í upplýsingagjöf. Í því geta falist tækifæri til þess að bæta þjónustuna við viðskiptavini og hjálpa þeim að taka enn betri ákvarðanir um fjárfestingar í verðbréfum. Vonandi tekst okkur að koma því til leiðar.“ Margrét útskýrir að hluti regluverksins hafi þegar tekið gildi 3. janúar síðastliðinn að kröfu Fjármálaeftirlitsins. „Sá hluti varðar upplýsingagjöf til eftirlitsaðila um hver og ein viðskipti með verðbréf á markaði og er reglunum ætlað að auka gegnsæi í slíkum viðskiptum. Við hófum strax í byrjun ársins að skila þeim upplýsingum til eftirlitsaðila, jafnvel þótt tilskipunin í heild verði ekki innleidd hér á landi.“ Aðspurð segir Margrét ekki hafa verið lagt mat á það með nákvæmum hætti hver kostnaðurinn við reglurnar verður. Þó sé ljóst að reglurnar séu viðamiklar og kostnaðurinn því mikill, sér í lagi fyrir minni fyrirtæki. Eins og áður hefur verið minnst á verður tilskipunin ekki innleidd í íslenska löggjöf fyrr en á næsta ári, meira en ári eftir að hún tók gildi í ríkjum Evrópusambandsins. Margrét segir það hafa bæði kosti og galla í för með sér. „Vegna þess að við erum aðeins á eftir öðrum Evrópuríkjum getum við fylgst betur með því hvernig framkvæmd reglnanna gengur þar – hvað virkar best – og lært af því. Þannig getum við vonandi forðast byrjunarörðugleika sem sum ríki hafa þurft að glíma við.“ The Financial Times hefur á undanförnum vikum fjallað ítarlega um umrædda örðugleika. Í nýlegri fréttaskýringu blaðsins kemur fram að þrátt fyrir að hafa fjárfest fyrir milljarða dala á síðasta ári til þess að mæta kröfum regluverksins séu mörg fyrirtæki hreinlega ekki í stakk búin til að takast á við allar þær áskoranir sem reglurnar fela í sér. Þau þurfi lengri tíma. Upphaflega stóð til að reglurnar tækju gildi 3. janúar 2017 en innleiðingunni var hins vegar frestað, að kröfu fjármálafyrirtækja, um eitt ár. Það virðist þó ekki hafa dugað til. Í nýlegri könnun netfyrirtækisins Timico á meðal bankamanna sagðist 41 prósent aðspurða ekki vita hvort starfsfélögum sínum væri kunnugt um þær kröfur sem regluverkið gerir til banka eða hvort þeir hefðu verið fræddir um reglurnar. Gagnrýnendur MiFID II segja reglurnar auk þess of íþyngjandi og til þess fallnar að flækja einfalda hluti að óþörfu. „Ég held að þetta sé versta lagasetning sem ég hef séð á mínum ferli,“ segir Jeff Sprecher, forstjóri Intercontinental Exchange, í samtali við The Financial Times.Greiningardeildir breytast Sú breyting sem hefur vakið hvað mesta athygli í nýja regluverkinu snýr að starfsemi greiningardeilda fjármálafyrirtækja. „Ef fjármálastofnanir dreifa greiningum á fjárfestingarkostum til afmarkaðs hóps viðskiptavina, fagfjárfesta, sem hluta af þjónustu viðkomandi stofnana, þá ber þeim samkvæmt regluverkinu að verðleggja og rukka sérstaklega fyrir greiningarþjónustuna,“ útskýrir Jón Bjarki. Ekki megi láta slíkt greiningarefni fylgja með í kaupunum þegar þóknun er greidd í verðbréfaviðskiptum. „Þetta er veruleg breyting frá því sem hefur tíðkast þar sem fjármálastofnunum hefur hingað til verið meira í sjálfsvald sett með hvaða hætti þær verðleggja greiningar sínar. Nú þurfa þær hins vegar að tilgreina hvaða hluti af kostnaðinum við þjónustu þeirra kemur til vegna greiningarefnisins. Það þarf að vera skýrt afmarkað frá annarri þjónustu á borð við afgreiðslu á viðskiptapöntunum, vinnu miðlara og öðru utanumhaldi um viðskiptin.“ Hrefna Ösp hjá Landsbankanum segir að „umtalsverð breyting“ felist í því að bankar þurfi að verðleggja greiningarþjónustu sína alveg sérstaklega. „Við höfum ekki tekið ákvörðun um hvernig greiningarvinnan hjá okkur verður skipulögð til framtíðar. Það er ágætt að regluverkið hafi þegar tekið gildi í Evrópusambandinu því þá getum við fylgst með því hvernig greiningardeildir erlendra banka munu bregðast við. Við þurfum þá ekki að finna upp hjólið.“ Aðspurð segir Margrét hjá Arion banka að enn hafi ekki verið ákveðið hvernig greiningarvinnu bankans verði háttað eftir að tilskipunin verður að lögum á næsta ári. „Við erum í ákveðnu millibilsástandi eins og er. Það er mjög ólíkt hvernig erlend fjármálafyrirtæki hafa brugðist við reglunum og aðskilið greiningarþjónustu frá annarri þjónustu. Sumar greiningardeildir eru með verðskrá þar sem hægt er að kaupa mismunandi pakka, ef svo má segja, á ólíku verði. En þetta á eftir að skýrast betur eftir því sem nær dregur.“Jón Bjarki segir að breytingarnar snerti ekki Íslandsbanka með sama hætti og hina viðskiptabankana. „Frá því í fyrravor höfum við ekki unnið neinar greiningar á fjárfestingarkostum sem við sendum til viðskiptavina verðbréfamiðlunar bankans með þeim hætti sem áður var. Mín eining heyrir nú undir skrifstofu bankastjóra og allt okkar greiningarefni er opinbert og öllum aðgengilegt. Þannig að við erum ekki lengur undir þessa kvöð sett,“ nefnir hann. Í regluverkinu er mikil áhersla lögð á aukið gegnsæi, að sögn Jóns Bjarka. Að það liggi ljóst fyrir hvernig þóknanamyndun í verðbréfaviðskiptum sé háttað. „Það eru ýmis ákvæði í MiFID II sem miða einmitt að því sama, að auka gegnsæi og vonandi þá í kjölfarið skilvirkni markaðarins.“Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiblaði Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Evrópusambandið Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Tímamótabreytingar á regluverki evrópsks verðbréfamarkaðar, sem tóku gildi í ríkjum Evrópusambandsins í byrjun ársins og verða innleiddar í íslenska löggjöf á næsta ári, munu kosta evrópska fjárfestingarbanka 4,4 milljarða dala, jafnvirði 445 milljarða króna, á ári eða sem nemur um 2,6 prósentum af árlegum tekjum, samkvæmt greiningu ráðgjafarfyrirtækisins Coalition. „Regluverkið mun valda skjálfta í bankageiranum en greining okkar gefur þó til kynna að áhrifin verði viðráðanleg,“ segir Eric Li, greinandi hjá Coalition. Innleiðing reglugerðarinnar, sem nefnist MiFID II (e. Markets in Financial Instruments Directive) og er enn einn liðurinn í viðbrögðum Evrópusambandsins við þeim brestum sem fjármálakreppan árið 2008 afhjúpaði, í íslenskan rétt mun þannig höggva skarð í tekjur íslensku viðskiptabankanna af fjárfestingarbankastarfsemi, að sögn viðmælenda Markaðarins, en þær eru um 10 prósent af heildartekjum þeirra. Greining Coalition sýnir að reglugerðin muni skaða hvað mest greiningarþjónustu evrópskra banka og leiða til um 20 prósenta samdráttar í tekjum af slíkri þjónustu. MiFID II gerir þá kröfu til banka að þeir rukki viðskiptavini sína sérstaklega fyrir greiningar en láti þær ekki fylgja með í kaupunum þegar þóknun er greidd í verðbréfaviðskiptum. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir ekki ólíklegt að mörg evrópsk fjármálafyrirtæki dragi af þeim sökum úr greiningarþjónustu sinni, líkt og sum þeirra hafa þegar boðað. Stjórnendur Arion banka og Landsbankans hafa ekki ákveðið hvernig greiningarvinnu bankanna verði háttað eftir að regluverkið verður að lögum. Annar viðmælandi nefnir að regluverkið, sem er nærri sjö þúsund blaðsíður að lengd og var í ríflega sjö ár í smíðum, muni reynast litlum fjármálafyrirtækjum sérstaklega íþyngjandi því löggjöfin sé miðuð við stórfyrirtæki. Heildarkostnaður evrópskra fjármálafyrirtækja við innleiðingu regluverksins nemur yfir 2,5 milljörðum evra, sem jafngildir um 311 milljörðum króna, að mati ráðgjafarfyrirtækisins Opimas. Viðmælandi Markaðarins, sem þekkir vel til mála, segir að kostnaðurinn hlaupi á hundruðum milljóna króna hér á landi. Meðal annars þurfi að þjálfa starfsfólk, breyta verklagi og uppfæra tölvukerfi. Margrét Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs Arion banka, segir reglurnar viðamiklar og kostnaðinn því mikinn, sér í lagi fyrir minni fyrirtæki á markaðinum. Í því sambandi bendir hún á að fyrirtæki hér á landi þurfi að gangast undir sömu skilyrði og erlend fyrirtæki á stærri mörkuðum. „Það er talið að breytingarnar séu þær mestu sem gerðar hafa verið á löggjöf evrópsks verðbréfamarkaðar frá því að MiFID I tilskipunin tók gildi árið 2007. Þetta er heilmikil vinna en við reynum að haga undirbúningnum með eins hagkvæmum hætti og við getum,“ nefnir hún.Margrét Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs Arion bankaTekur gildi á næsta ári Eins og áður sagði tók MiFID II tilskipunin gildi í ríkjum Evrópusambandsins í byrjun árs. Hún hefur hins vegar ekki enn verið tekin upp í EES-samninginn. Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu er stefnt að því að leggja fram frumvarp á Alþingi á næsta ári sem innleiðir tilskipunina. Sérstök nefnd, sem falið var að undirbúa innleiðingu tilskipunarinnar í íslenskan rétt, hefur verið að störfum um nokkurt skeið, en í nefndinni eiga meðal annars sæti fulltrúar fjármálaráðuneytisins, Samtaka fjármálafyrirtækja, Seðlabanka Íslands, Kauphallarinnar og Fjármálaeftirlitsins. Í ársriti Samtaka fjármálafyrirtækja fyrir síðasta ár segir að MiFID II tilskipuninni sé ætlað að „mynda samhæfða umgjörð um allar tegundir viðskipta með fjármálagerninga með það að markmiði að auka fjárfestavernd og efla eftirlitsstofnanir sem meðal annars fá heimildir til að stöðva eða takmarka markaðssetningu og dreifingu ákveðinna fjármálaafurða undir ákveðnum kringumstæðum“. Til viðbótar við auknar valdheimildir eftirlitsstofnana eru gerðar strangari kröfur en áður til upplýsingagjafar af hálfu fjármálafyrirtækja. Fyrirtækin þurfa meðal annars að upplýsa viðskiptavini um alla mögulega hagsmunaárekstra og láta eftirlitsstofnunum auk þess í té gögn um hver og ein viðskipti með verðbréf á markaði.Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða hjá LandsbankanumBúa sig undir breytingar Stóru viðskiptabankarnir þrír – Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn – búa sig nú allir undir þær breytingar sem eru í vændum. Undirbúningsvinnan hófst fyrir nokkrum árum og er hún mislangt á veg komin. Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða hjá Landsbankanum, segir bankann hafa tekið málið föstum tökum. Undirbúningsvinnan hafi hafist snemma og bankinn sé því vel búinn undir breytingarnar. „Við byrjuðum á því að greina væntanleg áhrif regluverksins fyrir um tveimur árum og erum nú komin í næsta fasa sem felst í því að velja þá sérfræðinga sem við munum vinna með í innleiðingunni sem er fram undan,“ útskýrir hún. Hrefna tekur þó fram að enn sé langt í að regluverkið verði leitt í lög hér á landi. „Engu að síður eigum við í miklum alþjóðaviðskiptum og viljum ávallt viðhafa bestu mögulegu vinnubrögð. Við höfum því þegar tekið tillit til margra þátta, sem kveðið er á um í nýja regluverkinu, í okkar starfsemi. Lögð er mikil áhersla á aukna neytendavernd í tilskipuninni og að því leytinu til er hún afar jákvæð fyrir viðskiptavini okkar. Tilskipunin mun auk þess styrkja alla umgjörð verðbréfamarkaðarins sem við lítum jákvæðum augum. Ég fagna því þessum breytingum og vil horfa á þær sem tækifæri,“ nefnir Hrefna Ösp. Margrét segir að Arion banki hafi unnið mikla undirbúningsvinnu fyrir breytingarnar. „Við höfum kortlagt hvaða áhrif breytingarnar geta haft í för með sér og eins hvað við þurfum að gera til þess að bregðast við þeim. Við lítum breytingarnar almennt jákvæðum augum, að verið sé að auka gegnsæi á fjármálamarkaði og bæta þannig virkni markaðarins, og munum reyna að nýta okkur tækifærin sem geta falist í þeim. Lögð er mikil áhersla á fjárfestavernd og gegnsæi í upplýsingagjöf. Í því geta falist tækifæri til þess að bæta þjónustuna við viðskiptavini og hjálpa þeim að taka enn betri ákvarðanir um fjárfestingar í verðbréfum. Vonandi tekst okkur að koma því til leiðar.“ Margrét útskýrir að hluti regluverksins hafi þegar tekið gildi 3. janúar síðastliðinn að kröfu Fjármálaeftirlitsins. „Sá hluti varðar upplýsingagjöf til eftirlitsaðila um hver og ein viðskipti með verðbréf á markaði og er reglunum ætlað að auka gegnsæi í slíkum viðskiptum. Við hófum strax í byrjun ársins að skila þeim upplýsingum til eftirlitsaðila, jafnvel þótt tilskipunin í heild verði ekki innleidd hér á landi.“ Aðspurð segir Margrét ekki hafa verið lagt mat á það með nákvæmum hætti hver kostnaðurinn við reglurnar verður. Þó sé ljóst að reglurnar séu viðamiklar og kostnaðurinn því mikill, sér í lagi fyrir minni fyrirtæki. Eins og áður hefur verið minnst á verður tilskipunin ekki innleidd í íslenska löggjöf fyrr en á næsta ári, meira en ári eftir að hún tók gildi í ríkjum Evrópusambandsins. Margrét segir það hafa bæði kosti og galla í för með sér. „Vegna þess að við erum aðeins á eftir öðrum Evrópuríkjum getum við fylgst betur með því hvernig framkvæmd reglnanna gengur þar – hvað virkar best – og lært af því. Þannig getum við vonandi forðast byrjunarörðugleika sem sum ríki hafa þurft að glíma við.“ The Financial Times hefur á undanförnum vikum fjallað ítarlega um umrædda örðugleika. Í nýlegri fréttaskýringu blaðsins kemur fram að þrátt fyrir að hafa fjárfest fyrir milljarða dala á síðasta ári til þess að mæta kröfum regluverksins séu mörg fyrirtæki hreinlega ekki í stakk búin til að takast á við allar þær áskoranir sem reglurnar fela í sér. Þau þurfi lengri tíma. Upphaflega stóð til að reglurnar tækju gildi 3. janúar 2017 en innleiðingunni var hins vegar frestað, að kröfu fjármálafyrirtækja, um eitt ár. Það virðist þó ekki hafa dugað til. Í nýlegri könnun netfyrirtækisins Timico á meðal bankamanna sagðist 41 prósent aðspurða ekki vita hvort starfsfélögum sínum væri kunnugt um þær kröfur sem regluverkið gerir til banka eða hvort þeir hefðu verið fræddir um reglurnar. Gagnrýnendur MiFID II segja reglurnar auk þess of íþyngjandi og til þess fallnar að flækja einfalda hluti að óþörfu. „Ég held að þetta sé versta lagasetning sem ég hef séð á mínum ferli,“ segir Jeff Sprecher, forstjóri Intercontinental Exchange, í samtali við The Financial Times.Greiningardeildir breytast Sú breyting sem hefur vakið hvað mesta athygli í nýja regluverkinu snýr að starfsemi greiningardeilda fjármálafyrirtækja. „Ef fjármálastofnanir dreifa greiningum á fjárfestingarkostum til afmarkaðs hóps viðskiptavina, fagfjárfesta, sem hluta af þjónustu viðkomandi stofnana, þá ber þeim samkvæmt regluverkinu að verðleggja og rukka sérstaklega fyrir greiningarþjónustuna,“ útskýrir Jón Bjarki. Ekki megi láta slíkt greiningarefni fylgja með í kaupunum þegar þóknun er greidd í verðbréfaviðskiptum. „Þetta er veruleg breyting frá því sem hefur tíðkast þar sem fjármálastofnunum hefur hingað til verið meira í sjálfsvald sett með hvaða hætti þær verðleggja greiningar sínar. Nú þurfa þær hins vegar að tilgreina hvaða hluti af kostnaðinum við þjónustu þeirra kemur til vegna greiningarefnisins. Það þarf að vera skýrt afmarkað frá annarri þjónustu á borð við afgreiðslu á viðskiptapöntunum, vinnu miðlara og öðru utanumhaldi um viðskiptin.“ Hrefna Ösp hjá Landsbankanum segir að „umtalsverð breyting“ felist í því að bankar þurfi að verðleggja greiningarþjónustu sína alveg sérstaklega. „Við höfum ekki tekið ákvörðun um hvernig greiningarvinnan hjá okkur verður skipulögð til framtíðar. Það er ágætt að regluverkið hafi þegar tekið gildi í Evrópusambandinu því þá getum við fylgst með því hvernig greiningardeildir erlendra banka munu bregðast við. Við þurfum þá ekki að finna upp hjólið.“ Aðspurð segir Margrét hjá Arion banka að enn hafi ekki verið ákveðið hvernig greiningarvinnu bankans verði háttað eftir að tilskipunin verður að lögum á næsta ári. „Við erum í ákveðnu millibilsástandi eins og er. Það er mjög ólíkt hvernig erlend fjármálafyrirtæki hafa brugðist við reglunum og aðskilið greiningarþjónustu frá annarri þjónustu. Sumar greiningardeildir eru með verðskrá þar sem hægt er að kaupa mismunandi pakka, ef svo má segja, á ólíku verði. En þetta á eftir að skýrast betur eftir því sem nær dregur.“Jón Bjarki segir að breytingarnar snerti ekki Íslandsbanka með sama hætti og hina viðskiptabankana. „Frá því í fyrravor höfum við ekki unnið neinar greiningar á fjárfestingarkostum sem við sendum til viðskiptavina verðbréfamiðlunar bankans með þeim hætti sem áður var. Mín eining heyrir nú undir skrifstofu bankastjóra og allt okkar greiningarefni er opinbert og öllum aðgengilegt. Þannig að við erum ekki lengur undir þessa kvöð sett,“ nefnir hann. Í regluverkinu er mikil áhersla lögð á aukið gegnsæi, að sögn Jóns Bjarka. Að það liggi ljóst fyrir hvernig þóknanamyndun í verðbréfaviðskiptum sé háttað. „Það eru ýmis ákvæði í MiFID II sem miða einmitt að því sama, að auka gegnsæi og vonandi þá í kjölfarið skilvirkni markaðarins.“Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiblaði Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Evrópusambandið Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira