Það er nú endanlega ljóst að Alex Smith verður ekki áfram leikstjórnandi hjá Kansas City Chiefs. Hann er á leiðinni til Washington þar sem hann mun spila með Redskins.
Redskins ákvað að losa sig við Kirk Cousins og veðja á Smith sem verður 34 ára í maí. Félagið ætlar að greiða honum 23,5 milljónir dollara á ári eða 2,3 milljarða króna.
Smith hefur spilað frábærlega síðustu ár þó svo hann hafi ekki náð að skila neinu í úrslitakeppninni. Enn ein vonbrigðin í úrslitakeppninni í ár urðu til þess að Chiefs var til í að skipta honum út.
Leikstjórnendur hafa verið að blómstra á aldrei Smith og fram til fertugs eins og Tom Brady. Drew Brees er enn frábær þó svo hann sé 38 ára gamall. Redskins treystir á að Smith verði áfram góður næstu árin.
Redskins ákvað að veðja á Smith
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
