Puigdemont vill stýra Katalóníu frá Brussel Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. janúar 2018 07:00 Carles Puigdemont vill nýta tæknina til að stýra frá Brussel. Nordicphotos/AFP Carles Puigdemont sagði í gær að það væri ekkert að því að hann yrði aftur forseti héraðsstjórnar Katalóníu. Jafnvel þótt hann sé nú í útlegð í Brussel, hafi verið rekinn úr embættinu og sé ákærður fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna sjálfstæðisyfirlýsingar síðasta árs. „Þar sem ég er þingmaður er það fullkomlega í lagi að ég verði forseti,“ sagði Puigdemont við Catalunya Radio í gær en hann vill meðal annars styðjast við myndbandssímtöl, verði hann aftur héraðsforseti. „Ýmis stór verkefni nú til dags eru leyst með aðstoð tækninnar.“ Það var spænska ríkisstjórnin sem leysti upp þingið og rak héraðsstjórnina á síðasta ári. Til nýrra þingkosninga var boðað og héldu aðskilnaðarsinnar meirihluta sínum á katalónska þinginu. Puigdemont leiddi næststærsta flokk aðskilnaðarsinna, JxCat. Vegna þess að Puigdemont óttaðist að vera handtekinn og stungið í fangelsi flúði hann ásamt nokkrum ráðherrum héraðsstjórnarinnar til Brussel á meðan þeir ráðherrar sem voru eftir í Katalóníu voru hnepptir í gæsluvarðhald. Í viðtali sínu við Catalunya Radio útilokaði Puigdemont að snúa aftur í bráð. „Það er ekki hægt að stýra úr fangelsi,“ sagði hann. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, sagði á dögunum algjörlega útilokað að leyfa Puigdemont að setjast aftur á forsetastól. Ef hann myndi sækja þingfundi í gegnum Skype eða sambærileg myndbandssímtalsforrit myndi spænska ríkið kæra katalónska þingið. Undir þetta tók Inigo Mendez de Vigo, ráðherra og talsmaður spænsku ríkisstjórnarinnar. „Hann verður ekki forseti Katalóníu,“ sagði ráðherrann við Reuters í gær. Bætti de Vigo því við að ríkisstjórnin myndi umsvifalaust kæra skipan hans til dómstóla ef þingmenn kysu að útnefna „flóttamann í Brussel“ forseta héraðsins. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
Carles Puigdemont sagði í gær að það væri ekkert að því að hann yrði aftur forseti héraðsstjórnar Katalóníu. Jafnvel þótt hann sé nú í útlegð í Brussel, hafi verið rekinn úr embættinu og sé ákærður fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna sjálfstæðisyfirlýsingar síðasta árs. „Þar sem ég er þingmaður er það fullkomlega í lagi að ég verði forseti,“ sagði Puigdemont við Catalunya Radio í gær en hann vill meðal annars styðjast við myndbandssímtöl, verði hann aftur héraðsforseti. „Ýmis stór verkefni nú til dags eru leyst með aðstoð tækninnar.“ Það var spænska ríkisstjórnin sem leysti upp þingið og rak héraðsstjórnina á síðasta ári. Til nýrra þingkosninga var boðað og héldu aðskilnaðarsinnar meirihluta sínum á katalónska þinginu. Puigdemont leiddi næststærsta flokk aðskilnaðarsinna, JxCat. Vegna þess að Puigdemont óttaðist að vera handtekinn og stungið í fangelsi flúði hann ásamt nokkrum ráðherrum héraðsstjórnarinnar til Brussel á meðan þeir ráðherrar sem voru eftir í Katalóníu voru hnepptir í gæsluvarðhald. Í viðtali sínu við Catalunya Radio útilokaði Puigdemont að snúa aftur í bráð. „Það er ekki hægt að stýra úr fangelsi,“ sagði hann. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, sagði á dögunum algjörlega útilokað að leyfa Puigdemont að setjast aftur á forsetastól. Ef hann myndi sækja þingfundi í gegnum Skype eða sambærileg myndbandssímtalsforrit myndi spænska ríkið kæra katalónska þingið. Undir þetta tók Inigo Mendez de Vigo, ráðherra og talsmaður spænsku ríkisstjórnarinnar. „Hann verður ekki forseti Katalóníu,“ sagði ráðherrann við Reuters í gær. Bætti de Vigo því við að ríkisstjórnin myndi umsvifalaust kæra skipan hans til dómstóla ef þingmenn kysu að útnefna „flóttamann í Brussel“ forseta héraðsins.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira