Símsvari Hvíta hússins veldur usla Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2018 14:00 Skilaboðin hafa verið harðlega gagnrýnd og jafnvel sögð vera ólögleg. Vísir/Getty Þegar íbúar Bandaríkjanna hringdu í Hvíta húsið um helgina heyrðu þeir í símsvara sem sakaði þingmenn Demókrataflokksins um að halda stjórnvöldum Bandaríkjanna í gíslingu vegna innflytjenda og að ógna öryggi Bandaríkjanna. Skilaboðin hafa verið harðlega gagnrýnd og jafnvel sögð vera ólögleg. Skilaboðin hljóma svo: „Takk fyrir að hringja í Hvíta húsið. Því miður getum við ekki svarað þér í dag þar sem þingmenn Demókrata helda fjármögnun til stjórnvalda, og þar á meðal fjármögnun til hermanna okkar og annarra mála sem snúa að þjóðaröryggi, í gíslingu vegna ótengdrar umræðu um innflytjendur. Vegna þessarar hindrunar er ríkisstjórnin ekki starfandi. Í millitíðinni getur þú skilið eftir skilaboð til forsetans á www.whitehouse.gov/contact. Við hlökkum til að taka við símtölum frá þér um leið og stjórnvöld taka aftur til starfa.“@jaketapper I didn't believe it. So I called. @WhiteHouse comment line recording pic.twitter.com/WxlS9PUrd0 — Favian Quezada (@FavianQuezada) January 20, 2018 Þingmönnum Bandaríkjanna hefur ekki tekist að semja um greiðsluheimildir til áframhaldandi starfsemi stjórnvalda þar og snúa deilur þingmanna að fjármögnun til byggingar Veggsins umdeilda á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og lagaramma sem tryggir veru um 700 þúsund einstaklinga sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna af foreldrum sínum í Bandaríkjunum. Repúblikanar segja að ekki komi til greina að semja um innflytjendamálin fyrr en starfsemi stjórnvalda hefur verið tryggð. Demókratar segja ekki koma til greina að sem tryggja starfsemi stjórnvalda fyrr en búið er að semja um innflytjendamálin. 60 atkvæði í öldungadeildinni þarf til að samþykkja fjárlög til langs tíma. Þegar kosið var um málið á föstudaginn greiddu hins vegar einungis 50 með tillögunni. Þar á meðal voru nokkrir Demókratar og kusu nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins gegn því. Stöðvun stjórnvalda snýr þó ekki að hernum og ýmsum öryggisstofnunum. Hermenn vinna áfram vinnu sína þar til deilurnar verða leystar og hið sama má segja um lögregluþjóna og flesta starfsmenn Alríkislögreglunnar.Fleiri á því að Repúblikönum sé um að kennaMiðað við könnun Politico telja fleiri Bandaríkjamenn að Repúblikönum, sem stjórna báðum deildum þingsins og Hvíta húsinu, sé um að kenna. 41 prósent svarenda sögðu Repúblikönum um að kenna og 36 prósent sögðu Demókrötum um að kenna. Kjósendur Demókrataflokksins voru mun líklegri til að kenna Repúblikönum um og öfugt, en fleiri óháðir kenndu Repúblikönum um en öfugt. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Sjá meira
Þegar íbúar Bandaríkjanna hringdu í Hvíta húsið um helgina heyrðu þeir í símsvara sem sakaði þingmenn Demókrataflokksins um að halda stjórnvöldum Bandaríkjanna í gíslingu vegna innflytjenda og að ógna öryggi Bandaríkjanna. Skilaboðin hafa verið harðlega gagnrýnd og jafnvel sögð vera ólögleg. Skilaboðin hljóma svo: „Takk fyrir að hringja í Hvíta húsið. Því miður getum við ekki svarað þér í dag þar sem þingmenn Demókrata helda fjármögnun til stjórnvalda, og þar á meðal fjármögnun til hermanna okkar og annarra mála sem snúa að þjóðaröryggi, í gíslingu vegna ótengdrar umræðu um innflytjendur. Vegna þessarar hindrunar er ríkisstjórnin ekki starfandi. Í millitíðinni getur þú skilið eftir skilaboð til forsetans á www.whitehouse.gov/contact. Við hlökkum til að taka við símtölum frá þér um leið og stjórnvöld taka aftur til starfa.“@jaketapper I didn't believe it. So I called. @WhiteHouse comment line recording pic.twitter.com/WxlS9PUrd0 — Favian Quezada (@FavianQuezada) January 20, 2018 Þingmönnum Bandaríkjanna hefur ekki tekist að semja um greiðsluheimildir til áframhaldandi starfsemi stjórnvalda þar og snúa deilur þingmanna að fjármögnun til byggingar Veggsins umdeilda á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og lagaramma sem tryggir veru um 700 þúsund einstaklinga sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna af foreldrum sínum í Bandaríkjunum. Repúblikanar segja að ekki komi til greina að semja um innflytjendamálin fyrr en starfsemi stjórnvalda hefur verið tryggð. Demókratar segja ekki koma til greina að sem tryggja starfsemi stjórnvalda fyrr en búið er að semja um innflytjendamálin. 60 atkvæði í öldungadeildinni þarf til að samþykkja fjárlög til langs tíma. Þegar kosið var um málið á föstudaginn greiddu hins vegar einungis 50 með tillögunni. Þar á meðal voru nokkrir Demókratar og kusu nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins gegn því. Stöðvun stjórnvalda snýr þó ekki að hernum og ýmsum öryggisstofnunum. Hermenn vinna áfram vinnu sína þar til deilurnar verða leystar og hið sama má segja um lögregluþjóna og flesta starfsmenn Alríkislögreglunnar.Fleiri á því að Repúblikönum sé um að kennaMiðað við könnun Politico telja fleiri Bandaríkjamenn að Repúblikönum, sem stjórna báðum deildum þingsins og Hvíta húsinu, sé um að kenna. 41 prósent svarenda sögðu Repúblikönum um að kenna og 36 prósent sögðu Demókrötum um að kenna. Kjósendur Demókrataflokksins voru mun líklegri til að kenna Repúblikönum um og öfugt, en fleiri óháðir kenndu Repúblikönum um en öfugt.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Sjá meira