Íslenska landsliðið í snjóbrettafimi keppti á móti í Zillertal Arena í Austurríki um helgina og strákarnir stóðu sig vel.
Mótið átti upphaflega að fara fram í gær en vegna slæmrar veðurspár var ákveðið að flýta mótinu og halda það á laugardaginn.
Íslensku strákarnir stóðu sig virkilega vel og tveir þeirra enduðu á verðlaunapalli. Skíðasambandið segir frá þessu á heimasíðu sinni.
Baldur Vilhelmsson sigraði sinn flokk og Egill Gunnar Kristjánsson endaði í þriðja sæti í sínum flokki. Auk þess fékk Marino Kristjánsson verðlaun fyrir bestu brelluna.
Hópurinn hélt síðan heim til Íslands í dag, mánudag, eftir vel heppnaða æfinga- og keppnisferð. Strákarnir höfðu með sér risastórar ávísanir sem þeir fengu fyrir árangurinn.
Egill Gunnar fékk mest eða 75 evrur (9500 krónur), Baldur fékk 70 evrur (8800 krónur)og Marino Kristjánsson fékk 50 evrur (6300 krónur).
Árangur íslensku landsliðsstrákanna
Karlaflokkur
3.sæti - Egill Gunnar Kristjánsson
8.sæti - Aron Snorri Davíðsson
Nýliðar - strákar
1.sæti - Baldur Vilhelmsson
5.sæti - Marino Kristjánsson
6.sæti - Bjarki Arnarsson
9.sæti - Reynir Birgisson
Groms - strákar
4.sæti - Benni Friðbjörnsson
Heim til Íslands með risastórar ávísanir eftir snjóbrettamót
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
