Toppar bandaríska fimleikasambandsins segja af sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2018 10:00 Stelpurnar í bandaríska fimleikaliðinu sem vann ÓL-gull í London 2012. Fjórar þeirra voru misnotaðar af Nassar. Vísir/Getty Bandaríska fimleikasambandið hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna þess að læknir bandaríska fimleikalandsliðsins komst upp með að misnota fjölda fimleikastúlkna í tvo áratugi. Læknirinn Larry Nassar er á leiðinni í fangelsi en það er líka ljóst að miklar breytingar eru framundan hjá bandaríska fimleikasambandinu. Það hefur þó tekið sinn tíma að fá fólk hjá sambandinu til að taka ábyrgð á málinu en eftir að hver konan á fætur annarri hefur komið fram og sagt frá hræðilegri reynslu sinni af misnotkun Nassar þá ákvað forystufólk sambandsins að segja af sér. Þrír hátt settir stjórnarmenn bandaríska fimleikasambandsins létu af störfum í gær en það eru formaður fimleikasambandsins Paul Parilla,, varaformaðurinn Jay Binder og gjaldkerinn Bitsy Kelley. NBC segir frá. Síðast en ekki síst þá hefur John Geddert, þjálfara fimleikalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Lundúnum 2012 og nánum samstarfsmanni Larry Nassar, verið vikið tímabundið frá störfum vegna rannsóknar á málum hans. Fjórir liðsmenn bandaríska liðsins sem vann Ólympíugullið í London 2012, Aly Raisman, Jordyn Wieber, Gabby Douglas og McKayla Maroney, eru meðal þeirra sem voru misnotaðar af Larry Nassar. Meira en hundrað konur hafa sagt frá kynferðislegu ofbeldi og áreitni Larry Nassar. Hann hefur sjálfur játað á sig tíu kynferðisbrot og gæti verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir það. Nassar hefur þegar verið dæmdur í 60 ára fangelsi fyrir vörslu barnakláms. Talsmaður bandarísku Ólympíunefndarnnar greindi einnig frá því að háttsettir menn innan nefndarinnar hefðu beðið Parilla um að segja af sér 11. janúar síðastliðinn á sérstökum fundi í Colorado. „Við styðjum ákvörðun þeirra að segja af sér á þessum tímapunkti,“ sagði Kerry Perry, sem er núverandi forseti og framkvæmdastjóri bandaríska fimleiksambandsins. „Við trúum því að þetta skref muni gefa okkur betra tækifæri til að koma á breytingum innan sambandsins,“ sagði Perry. Fimleikar MeToo Mál Larry Nassar Tengdar fréttir Ólympíumeistarinn tjáir sig um Nassar: Ég hélt ég myndi deyja McKayla Maroney er ein af hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. 19. janúar 2018 09:30 Ólympíuhafi mætti Nassar í dómsal: „Þú ert svo sjúkur“ Fimleikakonan Aly Raisman varð í gær 73. þolandi læknisins Larry Nassar til að lesa yfirlýsingu í dómsal fyrir framan Nassar. 20. janúar 2018 22:44 Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Sport Fleiri fréttir Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Sjá meira
Bandaríska fimleikasambandið hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna þess að læknir bandaríska fimleikalandsliðsins komst upp með að misnota fjölda fimleikastúlkna í tvo áratugi. Læknirinn Larry Nassar er á leiðinni í fangelsi en það er líka ljóst að miklar breytingar eru framundan hjá bandaríska fimleikasambandinu. Það hefur þó tekið sinn tíma að fá fólk hjá sambandinu til að taka ábyrgð á málinu en eftir að hver konan á fætur annarri hefur komið fram og sagt frá hræðilegri reynslu sinni af misnotkun Nassar þá ákvað forystufólk sambandsins að segja af sér. Þrír hátt settir stjórnarmenn bandaríska fimleikasambandsins létu af störfum í gær en það eru formaður fimleikasambandsins Paul Parilla,, varaformaðurinn Jay Binder og gjaldkerinn Bitsy Kelley. NBC segir frá. Síðast en ekki síst þá hefur John Geddert, þjálfara fimleikalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Lundúnum 2012 og nánum samstarfsmanni Larry Nassar, verið vikið tímabundið frá störfum vegna rannsóknar á málum hans. Fjórir liðsmenn bandaríska liðsins sem vann Ólympíugullið í London 2012, Aly Raisman, Jordyn Wieber, Gabby Douglas og McKayla Maroney, eru meðal þeirra sem voru misnotaðar af Larry Nassar. Meira en hundrað konur hafa sagt frá kynferðislegu ofbeldi og áreitni Larry Nassar. Hann hefur sjálfur játað á sig tíu kynferðisbrot og gæti verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir það. Nassar hefur þegar verið dæmdur í 60 ára fangelsi fyrir vörslu barnakláms. Talsmaður bandarísku Ólympíunefndarnnar greindi einnig frá því að háttsettir menn innan nefndarinnar hefðu beðið Parilla um að segja af sér 11. janúar síðastliðinn á sérstökum fundi í Colorado. „Við styðjum ákvörðun þeirra að segja af sér á þessum tímapunkti,“ sagði Kerry Perry, sem er núverandi forseti og framkvæmdastjóri bandaríska fimleiksambandsins. „Við trúum því að þetta skref muni gefa okkur betra tækifæri til að koma á breytingum innan sambandsins,“ sagði Perry.
Fimleikar MeToo Mál Larry Nassar Tengdar fréttir Ólympíumeistarinn tjáir sig um Nassar: Ég hélt ég myndi deyja McKayla Maroney er ein af hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. 19. janúar 2018 09:30 Ólympíuhafi mætti Nassar í dómsal: „Þú ert svo sjúkur“ Fimleikakonan Aly Raisman varð í gær 73. þolandi læknisins Larry Nassar til að lesa yfirlýsingu í dómsal fyrir framan Nassar. 20. janúar 2018 22:44 Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Sport Fleiri fréttir Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Sjá meira
Ólympíumeistarinn tjáir sig um Nassar: Ég hélt ég myndi deyja McKayla Maroney er ein af hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. 19. janúar 2018 09:30
Ólympíuhafi mætti Nassar í dómsal: „Þú ert svo sjúkur“ Fimleikakonan Aly Raisman varð í gær 73. þolandi læknisins Larry Nassar til að lesa yfirlýsingu í dómsal fyrir framan Nassar. 20. janúar 2018 22:44