Leggja til að fólk geti skipt oft um nafn og tekið upp ættarnöfn Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2018 13:57 Þorsteinn Víglundsson er þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Mannanafnanefnd yrði lögð niður og fólki yrði frjálst að skýra börn sín að vild og taka upp ættarnöfn nái frumvarp þingmanna þriggja flokka fram að ganga á Alþingi. Þá yrði fólki gert mun auðveldara að skipta um skráningu kyns í þjóðskrá. Frumvarpið er lagt fram af öllum fjórum þingmönnum Viðreisnar ásamt Guðjóni S. Brjánssyni Samfylkingu og Helga Hrafni Gunnarssyni Pírötum en fyrsti flutningsmaður er Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar. „Megintilgangurinn er tvíþættur. Annars vegar auðvitað að foreldrar geti ráðið nafngift barna sinna. Þá líka einstaklingar seinna á lífsleiðinni ef þeir vilja breyta nafni sínu. Það sé ekki á höndum einhverrar opinberrar nafnanefndar,“ segir Þorsteinn. Þá geti einstaklingar breytt nafni sínu seinna á lífsleiðinni eins oft og þeir kjósi, en í dag gera lög ráð fyrir að hver einstaklingur geti einungis einu sinni breytt nafni sínu. Þá taki frumvarpið einnig á möguleikum fólks á að breyta skráningu á kyni sínu í þjóðskrá. „Sérstaklega með það í huga þegar fólk er í kynleiðréttingarferli sem í dag þarf að sæta mjög tímafreku leyfisferli til þess eins að fá að breyta um nafn og kynskráningu sinni í þjóðskrá. Að fólk geti gert þetta strax þegar það hefur sjálft ákveðið að hefja kynleiðréttingarferli,“ segir Þorsteinn. Samkvæmt frumvarpinu getur fólk líka ákveðið sjálft hvort það taki upp ættarnöfn en það hefur verið bannað um áratuga skeið að taka upp ný ættarnöfn. Samkvæmt frumvarpinu gæti fólk tekið upp ný ættarnöfn eða ættarnöfn sem þegar eru til í landinu.Þessi hefð â Íslandi að kenna barn annað hvort við móður eða föður; er það ekki hefð sem er þess virði að halda í? „Jú, ég held að við höldum sjálf í þá hefð hvort sem við erum skylduð til þess með lögum eða ekki. Það er alveg rétt að þetta er rík mannanafna hefð á Íslandi sem fólk almennt nýtir sér. En það á líka að hafa fresli til að gera það ekki, kjósi það svo. Það á ekki að þurfa hið opinbera til að segja til um það hvort fólk noti ættarnöfn eða kenni sig við föður eða móður,“ segir Þorsteinn. Þá leggja þingmennirnir til að mannanafnanefnd verði lögð niður.Finnst þér hún hafa verið til ógagns? „Ég hef bara verið á þeirri meginskoðun að hún sé óþörf. Maður heyrir gjarnan þau rök að það þurfi að hafa vit fyrir foreldrum. Þeir gætu tekið upp á að skíra börn sín einhverjum nöfnum sem gætu orðið börnunum til ógagns. Jafnvel leitt til eineltis síðar á lífsleiðinni. Ég held að okkur foreldrum sé almennt treyst fyrirviðameira hlutverki sem foreldrar heldur en það eitt að velja nafnið. Þannig að ég sé ekki ástæðu til að ríkið sé með inngrip hvað þennan þáttinn varðar,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Sjá meira
Mannanafnanefnd yrði lögð niður og fólki yrði frjálst að skýra börn sín að vild og taka upp ættarnöfn nái frumvarp þingmanna þriggja flokka fram að ganga á Alþingi. Þá yrði fólki gert mun auðveldara að skipta um skráningu kyns í þjóðskrá. Frumvarpið er lagt fram af öllum fjórum þingmönnum Viðreisnar ásamt Guðjóni S. Brjánssyni Samfylkingu og Helga Hrafni Gunnarssyni Pírötum en fyrsti flutningsmaður er Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar. „Megintilgangurinn er tvíþættur. Annars vegar auðvitað að foreldrar geti ráðið nafngift barna sinna. Þá líka einstaklingar seinna á lífsleiðinni ef þeir vilja breyta nafni sínu. Það sé ekki á höndum einhverrar opinberrar nafnanefndar,“ segir Þorsteinn. Þá geti einstaklingar breytt nafni sínu seinna á lífsleiðinni eins oft og þeir kjósi, en í dag gera lög ráð fyrir að hver einstaklingur geti einungis einu sinni breytt nafni sínu. Þá taki frumvarpið einnig á möguleikum fólks á að breyta skráningu á kyni sínu í þjóðskrá. „Sérstaklega með það í huga þegar fólk er í kynleiðréttingarferli sem í dag þarf að sæta mjög tímafreku leyfisferli til þess eins að fá að breyta um nafn og kynskráningu sinni í þjóðskrá. Að fólk geti gert þetta strax þegar það hefur sjálft ákveðið að hefja kynleiðréttingarferli,“ segir Þorsteinn. Samkvæmt frumvarpinu getur fólk líka ákveðið sjálft hvort það taki upp ættarnöfn en það hefur verið bannað um áratuga skeið að taka upp ný ættarnöfn. Samkvæmt frumvarpinu gæti fólk tekið upp ný ættarnöfn eða ættarnöfn sem þegar eru til í landinu.Þessi hefð â Íslandi að kenna barn annað hvort við móður eða föður; er það ekki hefð sem er þess virði að halda í? „Jú, ég held að við höldum sjálf í þá hefð hvort sem við erum skylduð til þess með lögum eða ekki. Það er alveg rétt að þetta er rík mannanafna hefð á Íslandi sem fólk almennt nýtir sér. En það á líka að hafa fresli til að gera það ekki, kjósi það svo. Það á ekki að þurfa hið opinbera til að segja til um það hvort fólk noti ættarnöfn eða kenni sig við föður eða móður,“ segir Þorsteinn. Þá leggja þingmennirnir til að mannanafnanefnd verði lögð niður.Finnst þér hún hafa verið til ógagns? „Ég hef bara verið á þeirri meginskoðun að hún sé óþörf. Maður heyrir gjarnan þau rök að það þurfi að hafa vit fyrir foreldrum. Þeir gætu tekið upp á að skíra börn sín einhverjum nöfnum sem gætu orðið börnunum til ógagns. Jafnvel leitt til eineltis síðar á lífsleiðinni. Ég held að okkur foreldrum sé almennt treyst fyrirviðameira hlutverki sem foreldrar heldur en það eitt að velja nafnið. Þannig að ég sé ekki ástæðu til að ríkið sé með inngrip hvað þennan þáttinn varðar,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Sjá meira
Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28