Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2018 19:43 Þegar Comey kom fyrir þingnefnd í sumar sagðist hann hafa strax byrjað að halda minnisblöð eftir fyrstu samskipti sín við Trump því hann óttaðist að forsetinn myndi ljúga um þau. Vísir/AFP Starfsmenn sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins ræddu við James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI sem Donald Trump forseti rak, í fyrra. Spurðu þeir hann meðal annars um minnisblöð sem hann hélt um samskipti sín við Trump. New York Times greindi frá því í dag að rannsakendur Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa og hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar, hefðu rætt við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, í fleiri klukkustundir í síðustu viku. Sessions er fyrsti meðlimur ríkisstjórnar Trump sem hefur gefið Mueller skýrslu. Nú hefur blaðið eftir heimildarmönnum sínum að Comey hafi rætt við rannsakendurna í fyrra. Viðtalið hafi aðallega snúist um minnisblöð sem Comey hélt um það sem hann taldi óviðeigandi samskipti Trump við sig í fyrra. Í eitt skipti taldi Comey að Trump hefði beðið sig um að hætta rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sínum.Trump er sagður hafa verið bálreiður við Sessions þegar hann dró sig í hlé frá Rússarannsókninni í fyrra. Lögmaður Hvíta hússins hafi þrýst á hann að lýsa sig ekki vanhæfan til að fjalla um málið.Vísir/AFPEftir að Trump rak Comey í fyrra skipaði dómsmálaráðuneytið Mueller til að rannsaka möguleg tengsl við Rússa og jafnframt hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar sem FBI hafði þá unnið að frá því árið áður. Sessions er talinn vera lykilvitni um bæði atriði. Hann var bæði háttsettur starfsmaður framboðsins þegar meint samráð við Rússa á að hafa átt sér stað og kom nærri ákvörðun Trump um að reka Comey. Sessions lýsti sig vanhæfan til að fjalla um Rússarannsóknina í fyrra. Skömmu eftir að Trump rak Comey, lýsti hann í sjónvarpsviðtali að Rússarannsókn FBI hefði verið ástæðan. Flynn, sem Comey taldi að Trump vildi að hann hætti að rannsaka, játaði sig sekan af ákæru sérstaka rannsakandans um að hafa logið að alríkislögreglunni í byrjun síðasta mánaðar. Hann er sagður vinna með rannsókn Mueller. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42 Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Sjá meira
Starfsmenn sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins ræddu við James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI sem Donald Trump forseti rak, í fyrra. Spurðu þeir hann meðal annars um minnisblöð sem hann hélt um samskipti sín við Trump. New York Times greindi frá því í dag að rannsakendur Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa og hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar, hefðu rætt við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, í fleiri klukkustundir í síðustu viku. Sessions er fyrsti meðlimur ríkisstjórnar Trump sem hefur gefið Mueller skýrslu. Nú hefur blaðið eftir heimildarmönnum sínum að Comey hafi rætt við rannsakendurna í fyrra. Viðtalið hafi aðallega snúist um minnisblöð sem Comey hélt um það sem hann taldi óviðeigandi samskipti Trump við sig í fyrra. Í eitt skipti taldi Comey að Trump hefði beðið sig um að hætta rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sínum.Trump er sagður hafa verið bálreiður við Sessions þegar hann dró sig í hlé frá Rússarannsókninni í fyrra. Lögmaður Hvíta hússins hafi þrýst á hann að lýsa sig ekki vanhæfan til að fjalla um málið.Vísir/AFPEftir að Trump rak Comey í fyrra skipaði dómsmálaráðuneytið Mueller til að rannsaka möguleg tengsl við Rússa og jafnframt hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar sem FBI hafði þá unnið að frá því árið áður. Sessions er talinn vera lykilvitni um bæði atriði. Hann var bæði háttsettur starfsmaður framboðsins þegar meint samráð við Rússa á að hafa átt sér stað og kom nærri ákvörðun Trump um að reka Comey. Sessions lýsti sig vanhæfan til að fjalla um Rússarannsóknina í fyrra. Skömmu eftir að Trump rak Comey, lýsti hann í sjónvarpsviðtali að Rússarannsókn FBI hefði verið ástæðan. Flynn, sem Comey taldi að Trump vildi að hann hætti að rannsaka, játaði sig sekan af ákæru sérstaka rannsakandans um að hafa logið að alríkislögreglunni í byrjun síðasta mánaðar. Hann er sagður vinna með rannsókn Mueller.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42 Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Sjá meira
Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42
Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23
Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41
Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45