Asíuríki bregðast illa við verndartollum Trump Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2018 20:18 Trump var stoltur af því að hafa skrifað undir ákvörðun um verndartollana í gær. Hann hefur lýst stefnu sinni sem svo að hann setji Bandaríkin í fyrsta sæti. Ákvörðunin gæti þó leitt til þess að þúsundir starfa í sólarorkuiðnaði glatist. Vísir/AFP Kínverjar og Suður-Kóreumenn segjast ætla að leita réttar síns vegna ákvörðunar Bandaríkjastjórnar um að leggja háa verndartolla á innfluttar sólarsellur og þvottavélar. Tollarnir koma harðast niður á þjóðunum tveimur en þeir geta í sumum tilfellum náð 50%. Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að leggja verndartollana á eftir að ráðgjafar hans í viðskiptamálum komust að þeirri niðurstöðu að innflutningur á ódýrum sólarsellum og þvottavélum skaðaði innlenda framleiðslu í gær. Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að Suður-Kórea ætli að kvarta til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Kínverskir ráðamenn telja tollana ganga of langt og ætla að verja hagsmuni sína á vettvangi stofnunarinnar. Suður-kóresk tæknifyrirtæki eins og Samsung og LG fordæma tollana. Í yfirlýsingu kallaði Samsung tollana „skatt á alla neytendur sem vilja kaupa þvottavélar“. Samtök bandaríska sólarorkuiðnaðarins telja að 23.000 störf muni glatast í Bandaríkjunum vegna verndartollanna. Bandarískir framleiðir sólarsellna geti ekki annað eftirspurn og því verði minna að gera fyrir fyrirtæki sem setja sellurnar upp og selja þjónustu í kringum þær. Umhverfisverndarsinnar vara við því að tollarnir muni hægja á skipti Bandaríkjamanna úr jarðefnaeldsneyti yfir í endurnýjanlega orkugjafa. Donald Trump Tengdar fréttir Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Spá 43% vexti í endurnýjanlegum orkugjöfum til 2022 Vöxtur endurnýjanlegra raforkugjafa stefnir í að vera hraðari en Alþjóðaorkumálastofnunin spáði. 4. október 2017 17:41 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Kínverjar og Suður-Kóreumenn segjast ætla að leita réttar síns vegna ákvörðunar Bandaríkjastjórnar um að leggja háa verndartolla á innfluttar sólarsellur og þvottavélar. Tollarnir koma harðast niður á þjóðunum tveimur en þeir geta í sumum tilfellum náð 50%. Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að leggja verndartollana á eftir að ráðgjafar hans í viðskiptamálum komust að þeirri niðurstöðu að innflutningur á ódýrum sólarsellum og þvottavélum skaðaði innlenda framleiðslu í gær. Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að Suður-Kórea ætli að kvarta til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Kínverskir ráðamenn telja tollana ganga of langt og ætla að verja hagsmuni sína á vettvangi stofnunarinnar. Suður-kóresk tæknifyrirtæki eins og Samsung og LG fordæma tollana. Í yfirlýsingu kallaði Samsung tollana „skatt á alla neytendur sem vilja kaupa þvottavélar“. Samtök bandaríska sólarorkuiðnaðarins telja að 23.000 störf muni glatast í Bandaríkjunum vegna verndartollanna. Bandarískir framleiðir sólarsellna geti ekki annað eftirspurn og því verði minna að gera fyrir fyrirtæki sem setja sellurnar upp og selja þjónustu í kringum þær. Umhverfisverndarsinnar vara við því að tollarnir muni hægja á skipti Bandaríkjamanna úr jarðefnaeldsneyti yfir í endurnýjanlega orkugjafa.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Spá 43% vexti í endurnýjanlegum orkugjöfum til 2022 Vöxtur endurnýjanlegra raforkugjafa stefnir í að vera hraðari en Alþjóðaorkumálastofnunin spáði. 4. október 2017 17:41 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12
Spá 43% vexti í endurnýjanlegum orkugjöfum til 2022 Vöxtur endurnýjanlegra raforkugjafa stefnir í að vera hraðari en Alþjóðaorkumálastofnunin spáði. 4. október 2017 17:41