LeBron yngstur í sögunni í 30.000 stiga klúbbinn en Cleveland er í molum | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. janúar 2018 07:00 LeBron James er geggjaður en Cleveland getur lítið þessa dagana. vísir/getty LeBron James heldur áfram að skrá nafn sitt á spjöld körfuboltasögunnar, en í nótt varð hann yngsti maðurinn í sögunni sem skorar 30.000 stig í NBA-deildinni. Hann er aðeins sjöundi leikmaður sögunnar sem skorar 30.000 stig eða meira en hann er nú kominn í glæsilegan einkaklúbb með Kareem Abdul-Jabbar, Karl Malone, Kobe Bryant, Michael Jordan, Wilt Chamberlain og Þjóðverjanum Dirk Nowitzki sem var síðastur til að skora svona mörg stig á undan LeBron. Lebron James er aftur á móti sá fyrsti í sögunni sem er einnig búinn að taka ríflega sjö þúsund fráköst og gefa ríflega sjö þúsund stoðsendingar á sama tíma og hann er búinn að skora 30.000 stig. Körfuna sögulegu skoraði hann undir lok fyrsta leikhluta í tapi gegn San Antonio Spurs í nótt.Congrats @KingJames. Welcome to the club!!! — Dirk Nowitzki (@swish41) January 24, 2018 Það nefnilega gengur ekkert hjá Cleveland þessa dagana þrátt fyrir að LeBron sé enn að sýna að hann er besti körfuboltamaður í heimi. Liðið er aðeins búið að vinna þrjá af síðustu tíu leikjum sínum og tapaði fyrir Spurs sem nær varla í lið þessa dagana vegna meiðsla. Það er án flestra sinna lykilmanna. Þjálfarinn Tyronn Lue er gagnrýndur harðlega leik eftir leik fyrir að gera ekki breytingar á liðinu sem getur ekki varist til að bjarga lífi sínu en eftir leikinn í gær sagðist hann loksins ætla að gera breytingar á byrjunarliðinu.Leikmenn Cleveland héldu krísufund í fyrradag þar sem þeir réðust að Kevin Love og sökuðu hann um að gera sér upp veikindi í miðjum leik á dögunum. Fundurinn var sagður af bandarískum fjölmiðlum hafa hreinsað loftið en hann skilaði allavega ekki sigri í gær. Cleveland er í þriðja sæti austurdeildarinnar, fjórum sigrum frá öðru sæti og heilum sjö sigrum frá Boston Celtics sem trónir á toppi austursins. Boston tapaði þó fyrir Lakers í nótt.Úrslit næturinnar: Orlando Magic - Sacramento Kings 99-105 OKC Thunder - Brooklyn Nets 108-109 San Antonio Spurs - Cleveland Cavaliers 114-102 Golden State Warriors - New York Knicks 123-112 LA Lakers - Boston Celtics 108-107 NBA Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
LeBron James heldur áfram að skrá nafn sitt á spjöld körfuboltasögunnar, en í nótt varð hann yngsti maðurinn í sögunni sem skorar 30.000 stig í NBA-deildinni. Hann er aðeins sjöundi leikmaður sögunnar sem skorar 30.000 stig eða meira en hann er nú kominn í glæsilegan einkaklúbb með Kareem Abdul-Jabbar, Karl Malone, Kobe Bryant, Michael Jordan, Wilt Chamberlain og Þjóðverjanum Dirk Nowitzki sem var síðastur til að skora svona mörg stig á undan LeBron. Lebron James er aftur á móti sá fyrsti í sögunni sem er einnig búinn að taka ríflega sjö þúsund fráköst og gefa ríflega sjö þúsund stoðsendingar á sama tíma og hann er búinn að skora 30.000 stig. Körfuna sögulegu skoraði hann undir lok fyrsta leikhluta í tapi gegn San Antonio Spurs í nótt.Congrats @KingJames. Welcome to the club!!! — Dirk Nowitzki (@swish41) January 24, 2018 Það nefnilega gengur ekkert hjá Cleveland þessa dagana þrátt fyrir að LeBron sé enn að sýna að hann er besti körfuboltamaður í heimi. Liðið er aðeins búið að vinna þrjá af síðustu tíu leikjum sínum og tapaði fyrir Spurs sem nær varla í lið þessa dagana vegna meiðsla. Það er án flestra sinna lykilmanna. Þjálfarinn Tyronn Lue er gagnrýndur harðlega leik eftir leik fyrir að gera ekki breytingar á liðinu sem getur ekki varist til að bjarga lífi sínu en eftir leikinn í gær sagðist hann loksins ætla að gera breytingar á byrjunarliðinu.Leikmenn Cleveland héldu krísufund í fyrradag þar sem þeir réðust að Kevin Love og sökuðu hann um að gera sér upp veikindi í miðjum leik á dögunum. Fundurinn var sagður af bandarískum fjölmiðlum hafa hreinsað loftið en hann skilaði allavega ekki sigri í gær. Cleveland er í þriðja sæti austurdeildarinnar, fjórum sigrum frá öðru sæti og heilum sjö sigrum frá Boston Celtics sem trónir á toppi austursins. Boston tapaði þó fyrir Lakers í nótt.Úrslit næturinnar: Orlando Magic - Sacramento Kings 99-105 OKC Thunder - Brooklyn Nets 108-109 San Antonio Spurs - Cleveland Cavaliers 114-102 Golden State Warriors - New York Knicks 123-112 LA Lakers - Boston Celtics 108-107
NBA Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira